Syrpa - 01.06.1912, Page 66

Syrpa - 01.06.1912, Page 66
256 SYRPA una — svo mikil að þegar hún hafði fengið að vita um verustað þessa unga manns, skrifaði hún lionum. Það kom á stað bréfaviðskiftum millum þeirra, sem haldið hefir áfram í 0 mánuði. Og eftir að hafa skifst á myndum, réð stúlkan af að taka þessum unga ma'nni,flytja til Canada, og verða konan hans. Dagurinn var ákveðinn. Ungi maður- inn kom til Winnipeg. En honum sást af einhverju yfir það,að segja henni hvarþau skildu finnast. Afleiðingin af því varð sú, að þau fórust á mis og fundust ekki. Þeg- ar stúlkan kom hingað,vissi hún ekki hvað hún átti að gera. ínnflytjenda-stjórinn hér í Winnipeg tók hana þá í umsjá sína. Og það var símað upp aftur og aftur til Glen Evvan til að reyna að ná í brúðgum- ann tilvonandi. En það kom alt fyrir ekki þar sem pilturinn var hér í bænum allan þann tíma og vissi ekkert um símskeytin. Hann fór niður á járnbrauta-stöðvarnar í hvsrt skifti er lest kom austan að, en alt til einskis. Þegar hann sér að ekki er til neins fyrir sig að vera hér lengur, snýr liann við og heldur heim til sín, og leið alt annað en vel út af því hvernig þetta hafði gengið. En þegar hann kemur heim sér hann símskeytin. Snýr hann þá til baka hið fljótasta til að mæta unnustunni. Þeg- ar hann kom til Winnipeg, fór hann tii umsjónar-inannsins á innflytjendahúsinu og spurði liann — með mestu erviðleikuin samt og stami, hvar hinn ungi kvenmaður væri. Eftir að þeir höfðu talað saman nokkra stund, fer umsjónarmaðurinn til stúlkunnar og segir henni tíðindin. En þegar hún hafði heyrt a,ð ungi mað- urinn stamaði,þverneitaði hún að sjá hann. Og þegar pilturinn komst að því, var hann ófáanlegur til að sjáhana. Það horfði þarna til stórra vandræða. Og innflytj- endastjórarnir vissu ekki lil hverra ráða nú skildi grípa. Að síðustu kom þeim saman um það, að láta þau finnast þarna á innflytjenda húsinu, og vera einsömul, og gengu þeir ^engi eftir piltinum með það, að bjóða henni að ganga með honum dálítið um bæ- inn. Piltinum var síðan vísað til stúlk- unnar, sem eftir nokkurt hik gekk samt að honum, ávarpaði hann og þau tókust í hendur. En þá bar einmitt þetta einkennilega við, að í staðinn fyrir að stama, spurði liann stúlkuna fyrirhafnarlaust nieð öllu, hvort þau ættu ekki að ganga út í bæinn dálítið. Þhu fóru af stað, og komu til baka að tveim klukkustundum liðnum, spurðu eftir umsjónarmanninum á innflytjenda húsinu, og báðu hann að veita aðstoð sína til þess, að þau yrðu gift. Á leiðinni inn í höllina komust menn samt að því, að ekki var því með öllu lok- ið fyrir honum að slíta í sundur orðin, því þetta heyrðist til hans um leið og þau gengu hvort við annars hlið inn ganginn: El—el—el—skai ðu mi—mi—mig? Svarið sem gefið var, heyrðist ekki. En presturinn Uom og fám mínútum seinna héldu þau bæði í góðu skapi vestur í land, vestur til heimilisins sem beið þeirra. Þýzka ríkið líður undir lok. Þegar Vilhjálmur prinz, sem síðar varð Vilhjálmur I. Þýzkalands keisari, var { herferð móti Baden 1849, var honum sagt frá frægri spákonu og langaði hann til að reyna kunnáttu hennar. Þegar hann hatði spurt hana um eitt og annað og fengið greið og góð svör, spurði prinzinn, hvenær sameining þýzka ríkisins kæmist á. Spákonan skrifaði upp ártalið 1849 og undir það sömu tölustafina: 1849 1 8 4 9 og sagði prinzinum að leggja sarnan og þá fengi hann svarið. Það var 1871. Prinzinn spurði þá hvenær hann myndi deyja. Hún skrifaði þá upp eins og áður ártalið 1871 og þar undir sömu tölustafina og sagði prinzi að leggja saman. Þá fékk hann árið 1888. Loks spurði prinzinn hvenær þýzkaríkið myndi líða undir lok. — Spákonan skrifaði sem fyr 1888 og tölu- stafi ártalsins undir. Þá kom út 1913. Tveir fyrri spádómarnir hafa ræzt og sá þriðji á að rætast 1913. Margir trúa á spádóminn og er geigur í sumum Þjóð- verjum.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.