Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 30 oftar en einu sinni komið til hugar að biðja ykkur hjónin að taka Fríðu af mjer, en jeg veit, að jeg sæi afarmikið eftir henni, og svo yrði það lagt út okkur til skammar. Mjer er kunnugt um, að fólkið segir að hún eigi ilt hjá okkur og það er hæfa í því. En aldrei gerir Rórunn mun á henni og okkar krökkum í útlátum. Svelti hún, þá svelta þau líka. Jeg Iæt mig litlu skifta, hvað blessað fólkið segir. Jeg segi þjer þetta, af því af því að þú ert vinur okkar, og mig langar því til að rjett- læta mig í þínum augum — og annað hitt, þú ert sveitaroddviti — og þú verður að líta eflir því, að vel sje farið með munaðarlaus börn.« Jón glotti, en bætti svo við: »Jeg ætla að tala við Rórunni og vilji hún að Fríða fari, þá verður það svo að vera, þótt mjer sje það nauðugt. Og þá vil jeg helst að hún fari til ykkar. Jeg treysti því, að þú hafir ekki orð á þessu við neinn út í frá.« Sigurður hjet því. Þeir kvöddust með handa- bandi, — og var það jafn hlýtt og fast á báðar hliðar. Báðir vissu þeir, að lífið er alvara, sem kref- ur trausts og drengskapar, svo framarlega sem mennirnir vilja vera menn. Veðrið var heldur skárra, enda gekk honum vel heim. Pórunn var á fótum. Hún sat á rúmi sínu og bætti sokka. Hún var róleg, en dálitlir rauðir blettir á vöngunum sýndu, að hún hafði grátið. Hún leit kvíðandi fram- an í Jón, um leið og hann kom inn úr dyr- unum. Og það glaðnaði yfir henni, þegar hún sá, hve glaður hann var. Hún vissi, að hann hafði góðar frjettir að færa. Hann heils- aði konu sinni með kossi. »Jeg átti að skila kærri kveðju til þín frá hjónunum á Ytra Gili og Fríðu.* »Guð blessi þau öll,« svaraði hún í lágum róm. »Fríða hefir þá verið þar eins og mig grunaði?« »Já, hún var farin þaðan, gerði ekkert vart við sig, en Sgurður og Mangi fóru að leita hennar og fundu hana með hjálp Spora, hann rakti slóðina. Hún var komin skamt fram fyr- ir Mjóhrygg. Rar lá hún meðvitundarlaus undir stórum sleini. Hún hefði dáið innan lítillar stundar. Við megum vera guði og mönnum þakklát fyrir lífgjöf hennar.« »Jeg er það líka,« sagði hún í hálfutn hljóðum. »F*ú hefðir ekki átt að vaka eftir mjer; þú ert svo þreytuleg. Ertu lasin?« >Nei, en jeg gat ekki sofið; jeg var að hugsa um ykkur Fríðu. Jeg var hrædd um, að jeg mundi ekki sjá ykkur framar. Óg þegar svo er komið, neyðist maður til að gera upp reikninginn við sjálfan sig. Jeg veit, að jeg hefi verið slæm við Fríðu og það að ósekju. Ekki getur hún gett að þvt, þótt móðir hennar rændi ást þinni og gerði mig ógæfusama. Rótt hún hefði orðið úti, þá átti jeg enga sök á dauða hennar, en samt veit jeg, að jeg hefði aldrei losnað við samviskubit.« Hann sá að tár hrundu niður í kjöltu hennar. »Svo þú kærir þig þá ekki um að láta hana frá þjer? Hjónin á Ytra-Gili eru til með að taka hana.« »Nei, nei! Jeg hefi grátandi beðið guð um, að hann gæfi mjer ykkur lifandi og heil- brigð aftur, og jeg hefi heitið því hátíðlega, að vera henni betri eftirleiðis. Nei, jeg vil ekki missa hana, hvað sem í boði er.« Jón lagði handleginn yfir um konu sína og kysti hana innilega, »Kæra Pórunn! Rú veist ekki, hve innilega glaður jeg er af að heyra þig tala þannig. En það eru fleiri en þú, sem þurfa að bæta ráð sitt — og einn af þeim er jeg. Hefði jeg sýnt þjer ást og nærgætni — þá hefði vesa- lings Fríða átt betra atlæti — svo að í raun- inni er það mjer að kenna. Ættum við ekki að byrja nýtt líf, gleyma því, sem á undan er gengið? Og þá lærist okkur vonandi smátt og smátt að fyrirgefa, ekki einungis hvort öðru, heldur öðrum líka. Við mennirnir erum svo ófullkomnir að okkur veitir ekki af því að fyrirgefa. Pví sáttfúsari sem mennirnir eru, þess betri og göfugri verða þeir. Og svo ætla jeg að stinga upp á því, að við tökum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.