Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 33
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 63 fjöldi blámanna að baða sig í brimgarðinum ; stungu þeir ullhærðurn hausunum inn í bárurnar, er þær hófu sig og Ijetu þær brjóta yfir sig. »Nú skai jeg lofa þjer að sjá, hvort jeg get ekki komið þessum svörtu bjálfum til að spretta úr spori,« sagði Swinburne. Steig hann svo upp á skutpallinn og benti með hendinni um leið og hann kallaði: »Háfiskur! Háfiskur!* Nú þótti mjer líka færast fjör í baðgestina. Reir þustu nú hver sem betur gat til strandar. Varð af þessu troðningur, því að hver hratt öðr- um með ópum og háreisti. Litu þeir ekki við fyr en þeir voru komnir langt uppí fjöru. Sáu þeir þá og skildu á okkur, að við hefði um gert þeim svona bilt við af hrekk og Ijetu dynja yfir okkur allskonar skammaryrði úr ensku. Mjer þótti gamaii að þessu og líka skemti jeg mjer vel við læti blámannanna, er þeir hópuð- ust utan um okkur, er við lentum. Virtust þeir vera síkátir og glaðir. Alt af hlóu þeir og mösuðu og sungu vísur, sem hvorki var á upp- haf nje endir. Bátsverjar mínir unnu að því, að fylla vatns- tunnur og velta þeim niður til bátsins, og tók jeg eftir því, að þeir sóttust mjög eftir því, að kaupa kokshnotir af blámannakonum, sem alstaðar voru að selja ávexti. Fanst mjer eigi saka, þótt þeir svöluðu sjer á mjólk þeirra, því að hiti var megn, en vinnan erfið. Jeg hafði aldrei drukkið, kokos-mjólk, svo að jeg bað eina kerlinguna um hnot og ætlaði að taka þá, er hendi var næst í körfunni. Ea kerling kvað þessa hnetu ekki boðlega handa mjer, og kvaðst hafa aðra betri. Valdi hún svo eina og rjetti mjer með þeim ummælum, að í henni væri mjólkin mun hollari fyrir mag- ann en í þeirri, er jeg ætlaði að taka. Jeg Ijet þetta gott heita og drakk mjólkina — saug hana í mig út um göt, er boruð voru á enda hnotarinnar. Pótti mjer mjólkin bæði bragð- góð og svalandi, og furðaði nú ekki, þótt há- setarnir væru sólgnir í hana. En það kom brátt í ljós, að innihald hnotanna virtist dkki vera eins holl fyrir höfuð hásetanna eins og magann. í stað þess að velta vatnstunnunum, fóru nú hásetarnir sjálfir að veltast í sandinum eða slöguðu út á hliðarnar eins og ölvaðir menn. Og þegar matmálstími korn og róið skyldi til skips til miðdegisverðar, lágu flestir hásetarnir ósjálfbjarga á þiljum bátsins. Kendu þeir sólarhitanum um þenna lasleika; jeg trúði þessu fyrst í stað, en þegar fram í sótti, þótti mjer sýnt, að þeir hefðu beitt mig einhverjum brögðum. En á hvern hátt þeir hefðu náð í áfengi, var mjer hulinn leyndardómur. Pegar til skips kom, spurði Falcon, sem þrátt fyrir kapteinsstöðuna gegndi [aó ennþá næstráðandastörfum með engu minni röggsemi en áður, hvernig því viki við, að jeg hefði leyft hásetunum að drekka sig útúrdrukna. Jeg fullvissaði hann um, að þelta væri mjer ráð- gáta, því að enginn hefði fengið leyfi til að víkja sjer frá störfum sínum hið allra minsta; hið eina, sem jeg vissi til að þeir hefðu neytt, væri ofurlítið af kokos-mjólk. Hefði jeg álitið ómannúðlegt að banna það, sakir hitans. Falcon brosti og mælti: »Jeg er gamall í hettunni og hefi oít verið í förum til Vestur- Indía, og skal jeg nú ráða þessa gát fyrir yður. Vitið þjer hvað máltækið »að kæfa apaköttinn« þýðir?« »Nei, herra minn.« »F*á skal jeg segja yður það. Petta er sjó- mannafyndni og þýðir það, að drekka romm úr kokos-hnotum, sem tæmd hefir verið mjólkin úr, en fyllar rommi í staðinn. Skiljið þjer nú, hví há.-.etarnir eru svona á sig komnir?* Jeg rak upp stór augu, því að aldrei hefði mjer getað dottið þessi hrekkur í hug. Skildi jeg nú fyrst, hvers vegna flökkukonan hafði ekki viljað selja mjer hnotina, sem jeg valdi mjer. Er jeg S3gði Falcon frá þessu, sagði hann: »Jæja, þetta var nú ekki yður að kenna í þetta sinn; en þjer skuiuð muna þetta fram- vegis.« (Framh.).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.