Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 31
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 61 Tíundi kafli. Dauði Savage kapteins og greítrun. Kearney kapteinn. Nokkurn hluta nætur hjeldum við kyrru fyrir, en um morgunin sáum við land. Kallaði kög- urður stórsiglunnar það í sama mund og lækn- irinn kom á þiljur og tilkynti okkur lát kap- teinsins. Og þrátt fyrir það, þótt allir hefðu búist við þessum tíðindum i marga daga, höfðu þau samt þau áhrif, að allir urðu hálfu daprari, og hljóðari en nokkru sinni fyr. Hásetarnir voru þögulir við vinnu sína og hvísluðust á, ef þeir þurftu að yrða hver á annan. Falcon næstráðandi var auðsjáanlega sárhryggur og það vorum við allir. Að áliðnum morgni náðum við uppundir eyna, og þótt jeg hryggur væri og í þungu skapi, gleymi jeg þó aldrei þeirri aðdáun, er snart mig, er við sigldum framhjá Needhamoddanum inn á Carlisle-víkina. Sandfjaran með fram allri ströndinni var skín- andi hvít, og bakvið hana gnæfðu dimmgrænir kókospálmarnir við dökkbláan himin og vögg- uðust yndislega fyrir svalandi hafrænunni. Haf- ið, gagnsætt og dimmblátt með grænleitum skellum, sem komu í Ijós, er við sigldum yfir snjóhvít kóralrifin. Svo kom bærinn í Ijós, með hvítum fallegum byggingum milli skrúð- grænna garða, virkið með blaktandi gunnfána breska ríkisins. Fylkingar hermanna og for- ingja á sífeldri ferð frá og til virkisins, iðandi og starfandi fólksmergðina, af öllum mögu- legum kynflokkum og húðlit, sem enn skarpar kom í ljós sakir hins hvita búnings — alt var þetta eitthvað svipað því, er jeg hafði gert mjer í hugarlund að Iíta mundi út í þessu töfralandi, og það fan« jeg, að aldrei hafði jeg neitt fegurra augum litið. »Hvernig á jeg að trúa því, að þefta yndislega land sje svo skelfi- legt eins og frá er sagt!« hugsaði jeg. Segl voru feld, akkerinu varpað og kveðjuskotin frá freigátunni og virkinu hlumdu. Gerði þetta sitt til að auka áhrifin, er þetta yndis- lega sjónarspil hafði á mig. Falcon kom brátt á þiljur upp sparibúinn, og bjóst til landgöngu með trúnaðarskjöl her- stjórnarinnar. Regar öllum nauðsynjastörfum á skipinu var lokið, beið okkar, veslings foringjaefnanna, sem lengi vorum búnir að lifa á matarskamti Hans Hátignar, nautnir, sem okkur þótti mikið í varið. Kringum skipið úði og grúði af bátum, hlöðn- um ávaxtakörfum. Gat þar að líta banana, appelsínur, ananas og fleiri hitabeltisávexti, steikta flugfiska, egg, alifugla, mjólk, í stuttu máli alt, er æit gat upp sult í veslings ung- lingi eftir langa sjóferð. Strax er tækifærið gafst, hröðuðum við okkur niður í bátana, og komum þaðan brátt aftur með fullbyrði af ætilegum fjársjóðum, sem okkur tókst að koma í lóg á undrastuttum tíma. Jeg úðaði í mig svo miklu af ávöxtum, að slíkt hefði heima á Englandi verið álitinn kappnógur ábætir handa tuttugu manns, og er jeg hafði lokið því, gekk jeg aftur upp á þiljur. Brátt var þilfar vort alskipað fólki úr landi, voru það foringjar úr setuliði virkisins, og ýmsir embættismenn og heldri menn aðrir úr bænum, sem komu til að fá frjettir heiman að frá gamla Englandi. Auk þess var fjöldi blá- manna og kynblendinga, karlar og konur. Kom fólk þetta ýmist að gamni sínu, eða þá með ávexti eða annað til sölu, og sumar kon- urnar að bjóða skipverjum að þvo föt þeirra. Flestöllum foringjum skipsins og foringjaefnum, var boðið til miðdegisverðar í landi með embættismönnum þar. Regar Falcon kom á skip út aftur, tilkynti hann O’Brian og öðrum foringjum skipsins, að aðmírálsins væri þangað von innan skams með flotadeild sína; ættum við að bíða í Carlisle- vík, og byrja strax á að gera við skip og reiða eins og þörf krefði. Jafnvel þótt óttinn við Gula-Jakob væri nú orðinn stórum minni en áður, þyngdi það þó skap okkar, að vita lík kapteinsins niðri í far- búðinni. Timbursmiðirnir höfðu vakað alla nóttina við að smíða líkkistuna, því að jarðar- förin átti aðf ara fram daginn eftir, sakir þess, að ekki er leyft að lík standi lengi uppi í jafn

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.