Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 12
42 NÝJAR KVÖLDVÖKOR voruð að leika yður á grasflötinni kringum Willowsmere?* jeS var v°n að horfa á yður líka,« svaraði Sibyl. »lJjer fljettuðuð blómsveiga hin- um rnegin við Avon og nú þykir mjer mjög vænt um, að við erum nágrannar. Rjer verðið að koma oft og heimsækja mig á Willows- mere.« Mavis svaraði þessu ekki undir eins — hún fór að skenkja okkur teið. Síbyl var mjög að- gætin og tók þegar eftir því, að hún fjekk ekkert svar og ítrekaði nú tilboð sitt. »Þjer ætlið að koma — er ekki svo? Svo oft, sem yður lysíir — sem allra oítast. Við verðum að gerast vinkonur, skal jeg segja yður.* Mavis leit upp og brosti glaðlega. »Er yður það alvara?® spurði hún. »Alvara?« endurtók Síbyl. »Já, auðvitað.« »Hvernig getið þjer efast um það?« sagði jeg. »Nú-jæja! Pið verðið bæði að virða mjer til vorkunnar, að jeg spurði þannig,« svaraði Mavis og brosti sem áður. »En sjáið þið nú! Nú eruð þið svonefndir auðkýfingar og auð- kýfingar telja sig hált hafna yfir alla rithöfunda.* Hún hló og skein gletnin úr augum hennar. Jeg held að þeir hugsi sem svo, að allir þeir sem bækur semja, sjeu einhvers konar úrhrök mannfjelagsins, sem varla sjeu á vetur setjandi. Það er mjög svo kátlegt. Jeg hefi marga galla, en verstir þeirra eru sjálfsþótti minn og þrá- Iyndi. Satt að segja hefi jeg oft verið boðin til þessa svonefnda »stórmennis« og alt af iðrast þess á eftir, þegar jeg hefi þegið þau heimboð.* »Vegna hvers?« spurði jeg. íRessir menn heiðra sjálfa sig með því að bjóða yður tií sín.« »0-jæja! Jeg held nú alls ekki, að þeir leggi þann skilning í það,« svaraði hún og hristi höfuðið. »Þeir ímynda sjer, að þeir hafi lítillækkað sig, en í raun og veru er það jeg, sem lítillækka mig. Pví að það er mjög fallega gert af mjer, að yfirgefa Pallas Aþenu til þess að setjast til borðs með einhverri uppstrokinni tildurdrós. Einu sinni var mjer boðið til morg- unverðar hjá barónshjónum nokkrum og buðu þau fleiri gestum, »mín vegna«, að þau sögðu. Mjer voru ekki nefndir nema eitthvað tveir eða þrír af þessum gestum. Hinir sátu og störðu á mig eins og naut á nývirki. Pví næst sýndi baróninn mjer heimili sitt og sagði mjer, hvað málverkin og postulínið hefði kostað — já, hann sagði mjer meir að segja, hvað af þessu væri »ekta« og hvað ekki. En jeg held, að jeg hefði fult eins vel getað sagt honum það sjálf og ef til vill fleira. Samt sem áður ljet jeg ekki á neinu bera og brosti vinalega, með- an á þessu stóð og fullyrti að síðustu, að jeg væii mjög hrifin af þessu öllu saman. Pessi hjón mæltust aldrei til þess, að jeg heimsækli sig aftur — og jeg hefi enga hugmynd um, hvers vegna jeg var boðin til þeirra, og held- ur ekki hvers vegna þau buðu mjer ekki að koma aftur.« »Það hljóta að hafa verið einhverjir upp- skafningar,« sagði Síbyl gremjulega. »Engar siðaðar manneskjur hefðu farið að tilgreina verð á hverjum einstökum hlut í eyru þeirra, nema þá einhverjir Gyðingar.* Mavis hló að þessu og hjelt svo áfram: »Jeg ætla mjer ekki að nafngreina þessi bar- ónshjón — jeg verð að geyma eitthvað handa mínum »bókmenta!egu endurminningum«, þegar jeg gerist gömul. Pá skulu allar þessar mann- eskjur verða nafngreindar og afhentar eftirkom- endum okkar, eins og fjandmenn Dantes hröp- uðu ofan í Helvíti Dantes. Jeg hefi sagt yður frá þessu litla atviki aðeins til þess að gera yður grein fyrir, hvers vegna jeg spurði, hvort yður væri það alvara, að jeg heimsækti yður á Willowsmere. Pessi barónshjón, sem jeg var að segja frá, skjölluðu inig og bók mína svo afskaplega, að þau hefðu mátt ímynda sjer, að jeg yrði þeirra skuldbundinn alúðarvinur alla tíð upp frá því — en þau meintu blátt áfram ekkert með þessu! Aðrir slá mjer líka gull- hamra og bjóða mjer til sín, en meina ekkert með því heldur. Og þegar jeg hefi nú komist að raun um þetta, þá segi jeg það satt, að jeg kæri mig ekki um, að fólk sje að slá mjer

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.