Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 29
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 59 Vestur-Indía. Við komum við á Madeira til að fá þar vínforða handa skipshöfninni, en þar eð viðdvölin þar var stutt, fengum við ekki landgönguleyfi. En beíur hefði farið að þang- að hefðum við aldrei komið. Kapteinninn var boðinn í miðdagsveislu hjá ræðismanni vorum á eyjunni, en daginn eftir veiktist hann á und- ariegan hátt. Og eft'r öllum sjúkdómseinkenn- unum að dæma, hjelt læknirinn, að eitthvað af matnum hefði verið eitrað sakir þess, að hann hefði soðinn verið í illa tinuðum eirkatli. Við vorum allir hugsjúkir um heilsufar kapt- einsins og óskuðum þess af heilum hug, að honum mælti sem skjótast batna. En það leit ekki út fyrir, að svo mundi verða. Sjúkleiki hans ágerðist dag frá degi og varð æ ískyggi- legri. Loks kom þar, að hann mátti enga fóta- vist hafa lengur. Þessi atburður ásamt rneð- vitundinni um það, að við værum á leið til landa, þar sem loffslag væri óheilnæmt, gerði okkur alla dapra í bragði og þögla. Og þrátt fyrir það, þótt hið dausandi leiði staðvind- anna bæri oss svifljett yfir himinblátt úthafið, og þrátt fyrir óslítandi sól og sumarblíðu, og öll náttúrari virtist brosa við, var þó meðvit- undin um hinn hættulega sjúkdóm kapteinsins eins og hemill á alla glaðværð. Allir gerðu sjer að skyldu að læðast eftir þilfarinu og tala saman í sem lægstum róm til þess að raska ekki að óþörfu ró hins þjáða foringja. Allir biðum við með óþreyju á hverjum morgni eftir skýrslu læknisins, og svo mátti heita, að eigi væri um annað rætt en hið óheilnæma loftslag og hina ægilegu gallköldu, dauðann og krakagerðin, er okkur ef til vill yrði holað nið- ur í. Sakir þess, að Swinburne varabátstjóri var í sömu vökudeild og jeg, en hann hafði °ft verið í förum til Vestur-Indía, spurðist jeg ítarlega fyrir hjá honum um alt um þennan stað, er jeg þóttist þurfa að vita. Það var sýnilegt, að sá gamli húðarselur hafði undirniðri mestu ánægju af að skjóta mjer sem mestum skelk í bringu. •f’jer spyrjið svo margs í senn, herra Simple,* mælti hantj eitt sinn, er jeg var að leita frjetta hjá honum. — Hann stóð við áltavitann og gætti þess, að stýrisvörður Ijeti eigi geiga frá rjettri stefnu. — »Rjer ættuð ekki að vera svona áfjáður í að vita um hluti, er gera yður órótt í skapi. — Stýrið — kyrt! rjett sem horfii! En hvað Gula Jakob áhrærir — en það köllum við sjómenn gallkölduna — þá er ekki því að leyna, að hann er mesta bölvuð meinvættur. Pað er ekki fyrir að synja, þótt þjer sjeuð gallhraustur að morgni, að þjer liggið steindauður eins og söltuð síld að kvöldi. Fyrst kennið þjer ofurlítils höfuðverkjar, og þjer farið til læknisins. Hann heggur í yður bíld- inum og lætur yður blæða eins og sláturgrís, þá missið þjer vitið og loks kemur kolgræn gallspýja — búið! Og þjer eruð dauður. Svo taka landkrabbarnir við skrokknum, naga holdið af beinunum, svo að þau liggja eftir skjallahvít eins og rostungstennur, En eitt verður þó að segja Gula-Jakob til málsbóta — þrátl fyrir alt: Rjer deyið teinbeinn eins og aðalsmaður, en ekki í einum kút eins og hvítfiskurinn, sem dorgaður er upp um ísvak- imar á St. Laurentsfljótinu — með hnjen upp við nasirnar eða tærnar uppundir holhönduin, eins og stundum á sjer stað í þessum útlendu plágum. Nei, þráðbeinn liggið þjer — tein- rjettur eins og aðatsmaður. En ekki verður því þó neitað, að Guli-Jakob sje dálítið ill- gjarn. Rað var reglulega falleg skipshöfnin á »Eurydice« — til stjór betur! Hvað er þetta maður! Pjer eruð kominn hálft strik frá rjettri stefnu. — Við vörpuðum akkerum í Port Royal og bjuggumst við engu góðu, því að þrjátíu og átta mannætuhávar fylgdu skipinu inn á höfnina, og syntu í kringum það nótt og nýtan dag. Jeg var að gefa þeim gætur á næturvökunni, og sá maurildisrákirnar, er hvassir bakuggarnir klufu vatnssskorpuna, og nóttina eftir sá jeg þá vera að snuðra undir skutslakk- anum. ^Heyrið þjer!« kallaði jeg til vökulið- ans á afturþiljunum. >Pað lítur út fyrir 3Ö þeir sjeu ráðnir hjá Gula-Jakob, þessir piltar hjerna.« Og einmitt, er jeg nefndi nafnið Guli- Jakob, tóku þeir allir slíkt skaðræðis-viðbragð, 8*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.