Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 3
XIX. árg. Akureyri, mars 1926. 3. hefti. Sagan er öll i þessu hefti, Ol n bogabarn ið. Eftir Dýrólinu Jónsdótiur. Það var þriðja sunnndag í föstu, að prest- urinn í Fellsókn, sjera Halldór Torfason, hafði lokið messugerð. Fað var óvanalega fátt fólk við kirkju jaennan dag, enda var færið vont og útlitið ískyggilegt. Nú sat presturinn inni í rúmgóðu dagstofunni á Felli, þar sem hann var vanur að gæða sóknarfólki sínu á kaffi og brauði hvern messudag árið um kring. Pað var rúmt við borðið þennan dag, rýmra en oft endrarnær. Menn voru að drekka úr seinni bollanum. Mönnum fanst svo urdur nolalegt að sitja þarna í ofnhitanum og taka úr sjer kirkjuhrollinn með blessuðu kaffinu. Samræð- urnar voru fjörugar. Menn töluðu um veðr- áttuna, verslunarhorfurnar ogstjórnmál; alt sem þeim datt í hug. Sjera Halldór hafði gott lag á að stjórna umræðum manna og gerði það á þann hátt, að allir gætu tekið þátt í þeim. Kæmist einhver í vandræði, var hann vanur að hjálpa þeim út úr þaim, á þann hátt, að brjóta upp á öðru umtalsefni, er betur átti við þekking og skilning hlutaðeigenda. Fað var ekki svo fáfróð kerling til, að sjera Halldór talaði ekki við hana sem vin^sinn og jafningja. Var Það eitt merki ljúfmensku hans. Sjera Halldór var ungur, gáfaður, og snyrti- menni í allri framkomu, ör í lund, en stilti s'g vel. Hann hafði vígst til brauðsins fyrir eitthvað 5 — 6 árum. Hann var talinn góður kenni- tuaður, fjelagslyndur, hjálpfús og allbúhneigð- ur, enda var hann ástsáfell hjá sóknarfólki sínu. Sjera Halldór leit á úrið sitt. *>Jeg verð að biðja yður afsökunar, vinir nn'nirU sagði hann um leið og hann stóð upp frá borðinu. »Böinin bíða mín!« Úti í kirkjunni biðu tólf börn, á aldrinum frá 11 — 14 ára. Þau höfðu hátt um sig, en gættu þess þó, að láta prestinn ekki korna að sjer óvörum. Telpurnar hjengu hver í annari, masandi og hlæjandi. Aðeins ein, lítH, föl og veikluleg sfúlka, sat ein sjer, og skifti sjer ekk- ert af binum. Fað var Hólmfríður litla frá Fremra-Gili. Hún var föður- og móðurlaus, en Jón á Gili bauðst til að taka hana þegar faðir hennar druknaði — og það meðgjafarlaust; þótti mönnum það vel gert, þvf að hann var fremur efnalítill. E'tthvað hafði heyrst um það, að Fríða ætti ekki sem best hjá Þórunni, konu Jóns. Fólki þótti hún bæði lítil og mögur, en það gat vel verið meðfædd, arfgeng veiklun; móðir hennar dó úr tæringu áður en Fríða var fullra þriggja ára, og tæpum þrem ái um síðar druknaði faðir hennar og þá var það, að hún fór til Jóns á Fremra-Gili. Það var ekki laust við, að sumt af börnun- um hefði horn í síðu hennar og stríddu henni. Fau sáu ofsjónum yfir því, hve vel henni gekk við spurningarnar, og þau öfunduðu hana af dálæti því, er sjera Hnlldór hafði á henni. 5

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.