Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 28
58 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. mína. Rennan umrædda dag fjekk jeg brjsf írá föður mínum, er bar þess ljósan vott, að hann hafði skrifað það í mikilli geðshræringu. Skýrði hann mjer þar frá því, að föður- bróðir minn hefði skyndilega brugðið búi» sagt hjúum sínum upp vistinni og flust með skyldulið sitt yfir til írlands. Hafði þetta gerst með leynd, því að hann hafði tekið sjer nýtt nafn. Hafði hann ekki látið svo lítið, að láta neinn af ættingjum sínum vita um jjessa ráða- breytni sína. Jeg hefi áður skýrt frá því, að þau hjón áttu tvær dætur einar barna, og áttu nú bráðlega von á einum erfingja í viðbót. Pað hafði verið einstök tilviljun, er olli því, að faðir minn hafði komist að þessu, og þó eigi fyr en hálfum mánuði eftir brottför hans. Hafði faðir minn reynt á allar lundir að rekja feril hans og tekist það alt til þess, er þau komu til Cook. En þar með var búið. Það leit út fyrir, að þau hefðu þar horfið af yfir- borði jarðar, því að ókleyft reyndist að fá minstu vitneskju um þau þaðan í frá. Rað Ijek reyndar grunur á, að þau myndu dvelja þar einhver- staðar í grendinni. »Mjer getur tæplega dulist það,« sagði faðir minn í brjefinu, »að bróðir minn hefir óttast um, að lávarðartignin mundi ganga sjer úr greipum og ætt sinni, og því ætlað sjer í laumi að reyna að ná á sitt vald annars manns svein- barni, sem hann ætlaði að láta aðra halda sinn skilgetinn son, ef svo skyldi fara, að barn það, er kona hans gengur með, skyldi verða mey- barn. Og styrkir það grun minn, að kona hans er afar heilsutæp, og engar líkur til, að henni auðnist að verða fleiri barna móðir. Hygg jeg þetta ótvíræðlega vera bragð hans til að reyna að draga úr höndum þjer þau rjettindi, er að likindum síðar meir mundu falla í þinn hlut: Iávarðartignina og þingsætið í efri málstofu enska þingsins.« Jeg sýndi O’Brian brjef þetta. Og er hann hafði lesið það þrisvar, lýsti hann yfir því, að tilgátur föður mfns mundu rjettar vera. »Pú mátt vera þass fullviss, Pjetur minn, að hjer eru óþokkasvikráð í bruggi — það er að segja, ef þess gerist þörf.« »Jeg á þó bágt með að skilja það, að hann vilji heldur láta lávarðartignina ganga til ó- skyldra, en til bróðursonar síns, ef svo færi, að kona hans skyldi fæða honurn dóttur í sonar stað.« »En það skil jeg, Pjetur. Eins og þjer er kunnugt, er ólíklegt, að föðurbróður þínum verði langra lífdaga auðið. Pað er álit lækn- isins, að hann muni ekki eiga yfir tvö ár ó- lifað. Færi nú svo, að hann eignaðist son, væri dætrum hans Iangtum betur borgið, og líkindi til, að þær fengju betra gjaforð en ella. Auk þess liggja og hjer til fleiri orsakir, sem jeg læt ógetið að sinni, því að jeg tel ónauð- synlegt, að koma því inn hjá þjer, að föður- bróðir þinn sje þrælmenni. En nú skal jeg segja þjer hvað jeg ætla að gera. Jeg ætla að fara nú á stundinni niður í klefa minn og skrifa föður M’Grath, segja honum upp alla sögu og biðja hann að snuðra uppi aðsetur föðurbróður þíns og gefa nánar gætur að öllu, er hann tekur sjer fyrir hendur. Og jeg skal veðja við þig heilli rauðvínsflösku uppá það, að innan viku verður klerkur búinn að finna hann, og þú mátt vera viss um, að upp frá þvi fylgir hann honum eins og skugginn hans. Hann verður ekki lengi að ná tangarhaldi á þjónustufólki hans, og þú veist lítið um það, hvers megnugir prestar eru í mínu föðurlandi, Lýstu nú fyrir mjer, hvernig þau líta út, bjónin, hvað mörg börn þau eiga og hve gömul þau eru. Petla eru upplýsingar, sem nauðsynlegar eru föður M’Grath, og svo skulum við láta karl eiga sig með framkvæmdirnar.* Jeg uppfylti þessa beiðni O’Brians eftir bestu getu, og skrifaði hann svo langt brjef til prests- ins, sem sent var í Iand með fyrstu ferð. Og er jeg hafði svarað brjefi föður míns, gleymdi jeg þessu öllu fljótt. Hinar innsigluðu fyrirskipanir voru opnaðar á tilsettum stað og kom þá í Ijós, eins og við höfðum búist við, að við áttnm að fara ti*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.