Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 24
54 NÝJAR KVÖLDVÖKUR mennina, og bað brytann að taka Hickmann með sjer til bátsins, ef hann yrði hans var. Nú hafði safnast saman hópur kvenna, sem giftar voru hinum og þessum skipverjum frei- gátunnar og hófu hávært samtal við bátverja. Ein kom með böggul til Jith, önnur með föt handa Bill o. s. frv. Var nokkru af þessu komið út í bátinn. Komu sumar þeirra niður í bátinn og settust að hjá bátverjum, en aðrar voru í sendiferðum fyrir þá til að kaupa öl og tóbak o. fl. Altaf jókst mannösin og há- vaðinn og ærslin, svo það var einungis með herkjubrögðum, að mjer tókst að halda háset- unum í skefjum og varna því, að þeir laum- uðust upp úr bátnum. Rjett í þessu kom lið- þjálfinn með þrjá af hásetum freigátunnar, sem hann hafði náð í, sakir þess, að þeir voru alveg dauðadrukknir. Var þeim velt niður í bátinn, og juku þeir eigi alllítið á vandræðin, því að jeg varð nú líka að gæta þeirra, því að þeir brutust um fast og leituðust við með valdi að komast upp úr bátnum. Varð það til þess, að jeg gat eigi sem skyldi, gætt hinna sem ódruknir voru. Liðþjálfinn fór enn af stað, því að enn þá vantaði einn hásetann, og bað jeg hann að taka Hicmann með, ef hann rækist á hann. Hálftíma síðar komu bátverjarnir tveir og brytinn með kál, eggjakörfur, laukkippur, allskonar polta, krydd og nýlenduvörur í papp- írspokum, kindarlæri og bóga. Var öllu þessu raðað í bátinn; var þá báturinn orðinn fullur af varningnum, og meira að segja var dóti raðað eins og komst undir botnþiljurnar og þófturnar. Kváðust þeir þó enn hafa ýmislegt að sækja og af því að foringinn hefði farið til Stonehouse, að finna konu sína, gætu þeir ver- ið komnir aftur löngu á undan honum. Að stundarkorni liðnu komu þeir aftur, brytarnir, með tylft af öndum og gæsum, er bundnar voru samati á Iöppunum. En hásetana voru þeir búnir að missa úr höndum sjer, svo að nú voru í alt þrír af áhöfn bátsins horfnir út í buskann. Vissi jeg, að næstráðandi mundi verða öskuvondur yfir þessu, þareð þetfa voru duglegustu hásetarnir. Ákvað jeg því, að eiga ekki lengur neitt á hættu, en róa bátnum að hafnargarðinum, sem var svo hár, að ómögu- legt var að komast þar upp. Hásetarnir voru æstir yfir þessari skipun, og veitti mjer erfitt að fá þá til að hlýða. En orsökin var sú, að allir höfðu þeir drukkiö meira og minna og voru sumir orðnir alldruknir. Loks tókst mjer að þröngva þeim til hlýðni, en það kostaði ódæma dembu af ákvæðisorðum frá kvenþjóð- inni og formælingar frá hásetum ferjubátanna, er láu við vörina, og börðust við bát vorn í brimsúgnum, því að veðrið var að versna og leit út fyrir, að óveður væri í aðsigi. Enn beið jeg f fulla klukkustund, þar til loks að lið- þjálfinn kom með tvo háseta, og var annar þeirra Hicmann. Var mjer þetta til mikill- ar hugarhægðar, því að jeg þóttist enga ábyrgð bera á þeim tveimur, er sloppið höfðu frá bryt- anum. Átti jeg nú í miklu stríði við hina tvo nýkomnu háseta, sem voru mjög drukknir, og sýndu þrjósku og ósvífni. Datt annar þeirra afturábak niður í eggjakörfu, og mölvaði auð- vitað öll eggin. Ekki bólaði enn á foringjan- um og nú orðið áliðið dags. Nú var líka komið útfall og lá straumurinn móti vindi, svo að sjór var úfinn og lítt fær fyrir hinn drekk- hlaðna bát, með alla áhöfn ölvaða. Varabát- stjórinn, sem var hinn eini, fyrir utan mig, sem var ódrukkinn, rjeði mjer til að leggja af stað til skips, þar eð bráðum færi að dimma, og gæti hæglega orðið að slysi, ef beðið væri myrkurs. Jeg hugsaði mig um stundarkorn, en sá, að hann hafði rjett að mæla, og gaf því skipun um að leggja af stað. Liðþjálfinn og bryti foringjanna holuðu sjer niður í fram- stafni, en drukknu hásetarnir, gæsirnar ogend- urnar lá hvað innan um annað á botni bátsins. Hinir farþegar bátsins og jeg urðum að vera til og frá eins og best gengdi innan um skran- ið, sem báturinn var hlaðinn með. Alt var í einum hrærigraut. Hinir ölvuðu hásetar höfðu ekki áralagið, en hinir sem lágu ofurölva, vildu hvað sem tautaði fá að róa. »Haltu uppi árinni þinni, LullivanU hrópað' jeg, »því að þú flækist fyrir hinum, en rærð ekk-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.