Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 17
NÝjAft KVÖLDVÓKUR. 47 »t*akka yður fyrir!« sagði hún vinalega. »Mjer má þó á sama slanda, hvenær nana ber að, ef jeg aðeins er við henni buin.« Hún veifaði hendinni til okkar, þegar við fórum. Við gengum í hægðum okkar um stund og yrti hvorugt á annað, en loks rauf Síbyl þögnina. »Jeg skil það vel, að menn geta hatað Mavis Clare,* sagði hún. »Jeg er hrædd um, að jeg sje farin að hata hana sjálf.* Jeg staðnæmdist og horfði undrandi á hana. »Ert þú farin að hata hana — þú — og hvers vegna?* »Ertu þá svo blindaður, að þú getir ekki skilið það?* svaraði hún og brosti alúðlega, eins og jeg kannaðist vel við. »Vegna þess, að hún er farsæl! Vegna þess, að ekkert er hægt að setja út á líferni hennar, og vegna þess, að hún dirfist að vera ánægð! Mann langar blátt áfram til að gera hana ófarsæla! En hvernig þá? — — Hún trúir á guð og finst alt gott og rjett, sem hann gerir. Og jeg held, að með slíkri trú gæti hún gert sig ánægða með að hýrast á einhverju kvisther- bergi og vinna sjer aðeins fáeina aura inn á dag. Jeg skil nú, hvernig hún hefir náð hylli lesendanna. Pað er vegna þeirrar óbifandi trúar, sem hún sjálf hefir á þeirri lífsskoðun, sem hún reynir að innræta öðrum. Hvað er hægt að gera henni? Ekki neitt! En jeg skil vel, hvers vegna ritdómendurnir hafa ánægju af að húðfletta hana og ef jeg væri ritdómari og þætti gott »sjúss« og væri vitlaus eftir leikhús- stelpum, þá myndi jeg hafa sömu ánægjuna af því, af því að hún er svo ólík öllum öðr- um konum.* »Þú ert næsta undarlegur kvenmaður, Síbyl!« sagði jeg gremjulega. »Pú dáist að bókum ungfrú Clare, þú hefir dáðst að þeim alla tíð og þú hefir mælst til vináttu við hana, en f sömu andránni kannastu við, að þú vildir gjarna óvirða hana og gera hana ófarsæla! Sannarlega skil jeg þig ekki.* »Nei, auðvitað ekki,« svaraði hún rólega og horfði kynlega á mig. Við staðnæmdumst snöggvast undir kastaníutrje áður en við geng- um inn á landareign okkar. »Jeg hefi aldrei haldið, að þú gerðir það, en jég er ólík vana- legri »femina incomprise* (misskilin kona) að því leyti, að jeg hefi ekki álasað jDjer, þó að þig skorti skilninginn. Jeg hefi lengi mátt stríða við að skilja mig sjálf og ennþá er jeg ekki viss um, hvort jeg hefi mælt og metið rjettilega djúp og yfirborð eðlis míns. En hvað Mavis Clare snertir — geturðu þá ekki hugsað þjer, að hið illa geti hatað hið góða? Að drykkjurúturinn geti hatað bindindismann- inn? Að hin bersynduga kona geti hatað sak- lausa meyjuna? Og að jeg, sem lít á lífið eins og jeg geri og finst það vera viðbjóðs- legt 3Ö ýmsu leyti, sem tortryggi heiftarlega karla jafnt sem konur, sem ekki á neina trú á guð — að jeg geti hatað, já, hatað* — hún greip laufhrúgu í lófa s'nn og kastaði henni fyrir fætur sjer — »en þessi kona, sem finst lífið svo dásamlegt, sem trúir á guð, sem eng- an þátt tekur í hjegóma og fánýti samkvæmis- ins og með góðu geði nýtur góðs af óskertu mannorði sfnu og aðdáun fjöldans — já, það væri sannarlega mikið tij þess vinnandi, að geta gert slíka konu ófarsæla — bara í eitt skifti! En það er óhugsandi með slíka konu sem hana.« Hún sneri sjer undan og gekk hægt áfram og jeg á eftir heuni, hryggur í huga. »Pú ættir að segja henni til, ef þú vilt ekki gerast vinkona hennar,* sagði jeg. »Pú heyrðir, hvernig henni fórust orð um óeinlæga vináttu.* »Já, jeg heyrði það,« svaraði hún afundinn. »Hún er kæn kona, Geoffrey, og þú mátt reiða þig á, að henni tekst að þekkja minn innri mann, án þess að jeg þurfi að benda henni á hann.c Jeg horfði á hana um leið og hún sagði þetta. Hin mikla fegurð hennar var næstum orðið mjer mesta kvalræði og sagði jeg þá í einhverri örvæntingu: »Æ, Síbyl, Síbyl! Hvers vegna ertu orðin svona?«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.