Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 53 Pjetur Simple. Eftir kaptein Marryat. (Framh)’ Báturinn var mannaður og foringjaefni einu gefin skipun um að stýra förinni. En þá mint- ist næstráðandi þess, að síðast er piltur þessi var sendur í land, hafði hann mist frá sjer helming bátshafnarinnar; þótti næstráðenda því viðsjárvert að láta hann fara aðra för slíka, en kailaði á mig: »Heyrið mjer, herra Simple. Jeg verð að láta yður stýra þessum bát. Gætið þess nú vel, að enginn bátverja sleppi frá yður, og komið afiur með liðþjáifann, sem er í landi að leita þeirra, sém ekki eru enn komnir til skips, eftir landgönguleyfið.* Jafnvel þótt jeg væri upp með mjer yfir slíku trausti, var mjer þó ekki um, að fara slíka för, skrýddur rnínum bestu einkennisklæðum, og ætlaði því að skreppa niður í klefa minn og hafa fataskifti, en þá sá jeg, að foringinn og ræðararnir voru komnir ofan í bátinn, svo að mjer þótti ekki sæma, að láta bíða eftir mjer, en fór eins og jeg stóð og lagði af stað. Auk þeirra, er jeg áður nefndi, voru allir brytar skipsins með, svo að báturinn var fullsetinn. Það var snarpur útsunnankaldi og talsvert úfinn sjór, þó að minna bæri á því en elia, af því að hásjávað var. Við settum upp segl og bátur- inn flutti kerlingar, borinn af straum og vindi, og eftir 15 mínútur vorum við komnir þar að landi, er foringinn óskaði. Pað var alt þakið bátum við lendinguna, og gekk það ekki orða- UhsI, að komast gegnum þvöguna; enda var það atfylgi og dugnaði stafnbúa okkar að þakka^ að það tókst, því að þeir hruðu oss hlýfð- arlaust leið með stjökum sínutn upp að vör- inni. Foringinn og brytarnir hjeldu nú leiðar sinnar á land upp, en jeg varð einn eftir í bátnum til að gæta bátshafnarinnar. Ekki leið á löngu áður en arinar stafnbúinn kvað konu sína verq uppi á hafnarhlaðinu með hrein næiföl handa sjer, og bað Ieyfis að fá að sækja þau. Rví þverneitaði jeg, og kvað hana sjálfa geta komið bögglinum niður í bátinn. »Hvað eruð þjer að segja, herra Simple?* kallaði konan. »Ekki vantar kurteisina, að ætlast til þess, að jeg ösli gegnum allan óþverr- ann í fjörunni, úldna hundaskrokka, kálhöfuð og þorskhausa, á spánýjum skóm og hreinum sokkum.* Jeg leit til hennar og sá, að hún hafði rjett að mæla, og ekki hafði hún ýkt um óþverrann í fjörunni, svo að jeg ljet að bón þeirra. Stafnbúinn sveiflaði sjer í land á stjaka sínum, sem hann svo skaut aftur út til bátsins, og gekk upp til konu sinnar, en jeg hafði góðar gætur á þeim. »Leyfið mjer nú, herra minn,« sagði einn ræðarinn, »að tala nokkur orð við konuna mína, sem kemur þarna.« Jeg leit við og þverneit- aði þessari beiðni, en hann bað og bað, en jeg var jafnfastur fyrir. En er jeg leit víð aftur, til að gá að stafnbúa mínum, var hann og kona hans horfin. »Petta vissi jeg,« sagði jeg við vara-bátstjór- ann. »Lítið nú á! Nú er Hickmann horfinn.* »Hann hefir bara skroppið til að drekka eitt glas að skilnaði með konu sinni, hann kemur strax aftur.« »Getur verið, en hræddur er jeg um að það verði samt ekki.« Jeg þverneitaði nú öllum um landgönguleyfi, en leyfði í þess stað, að færa mætti þeim, er það vildu, öl niður í bátinn. Skömmu síðar kom bryti undirforingjanna með stóra körfu fulla af fínu brauði. Átti hann að skila til mín frá foringjanum, að hann bæði að senda sjer tvo menn, til að bera vistir niður lil bátsins. Og eins og gcfur að skilja, sendi jeg honum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.