Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 35 að leggja til. Rið munið vafalaust eftir því, sem meistarinn mikli sagði: »Alt sem þjer viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þjer og þeim gera.« Rað er eitt af mörgu, sem oss mönnunum gleymist svo þráfaldlega, það er að setja okkur í annars spor; gerðum við það, mundum vjer verða sanngjarnari og vægari í dómum en alment gerist. Jeg vona, að þið látið Fríðu í friði eftirleiðis. Hún vinnur ekki til neinna ónota, og hún er föður og móður- laus. En frelsarinn sagði: »t*að sem þjer ger- ið einum af þessum mínum minstu bræðrum, það hafið þjer mjer gert«.« Hann var klökkur í rómnum, er hann mælti síðustu orðin. Bogga grjet, en Einar sat þegjandi, sneyptur og ólundarlegur á svipinn. Hann var ekki viðkvæmur. HanH hafði verið ámintur, barinn og skammaður frá því hann fyrst mundi eftir sjer, en alt árangurslaust. Bogga stóð á fætur. Hún gekk snöktandi þangað sem Fríða sat. »Getur þú fyrirgefið mjer, Fríða? Jeg skal aldrei framar stríða þjer.« Hún rjetti henni hikandi höudina. Fríða brosti hlýtt, um leið og hún tók í hönd stallsystur sinnar. »Rað skal alt vera gleymt, kæia Bogga. Nú veit jeg, að þú gerir það aldrei framar.* Sjera Halldór leit til Einars. sÆtlar þú ekki að biðja fyrirgefningar og bæta svo fyrir brot þitt eins og Bogga?« Einar sfamaði út úr sjer einhverri fyrirgefn- ingarbæn, en ekki var það af fúsum vilja gert. Hann þorði ekki að óhlýðnast presti. Rá sneri prestur máii sínu til Dodda. »Rað var vel og drengilega gert af þjer að tala máli Fríðu litlu. Að hjálpa lítilmagnanum, hvenær sem hann á bágt, eða honum er gert rangt til — það er skylda, sem enginn góður og drenglyndur maður skorast undan, Jeg veit, að þetta er ekki í fyrsta sinn, er þú hefir komið henni til hjálpar. Og jeg veit, að það verður ekki í síðasta sinn, sem þú hleypur undir bagga með þeim, sem bágt eiga, því að þú ert góður drengur.* Það var komið unair kvöld, þegar börnin fóru frá Felli. Veðrið var meinlaust, en dimt í lofti. Rau Doddi og Fríða urðu samferða. Rað var farið að skyggja, er þau komu að Ytra-Gili. Doddi vildi að hún settist að og yrði þar nóttina, en hún var ófáanleg til þess. Hann Öað hana að bíða meðan hann gengi inn. Hann kom að vörmu spori með stóra brauð- sneið ineð smjöri ofan á. Fríða kvaddi hann og þakkaði honum innilgga fyrir sig. Hann horfði á eftir henni suður túnið — Jaangað til hún hvarf suður fyrir holtið. Rað var langt á milli bæjanna, röskur klukkutíma gangur. Fríða reyndi að hraða göngunni sem mest hún mátti, en færið var vont — og hún orðin þreytt. Og alt af var útlitið að Ijókka. Kolsvartur hríðarbakkinn færðist óðum nær og nær. Rað var farið að slíta úr loftinu — og það hvein ömurlega í fjallinu. Hún vissi, að þess myndi ekki langt að bíða, að hann brysti á, og þá var auðvitað úti um hana, svo framarlega, sem hún hefði sig ekki heim á undan hríðinni. Hún var skamt fyrir utan Mjóhrygg, þegar hríðin skall á. Vindurinn þyrlaði mjöllinni alt í kring um hana — og það svo ákaft, að hún saup kveljur. Til allrar hamirigju átti hún undan að sækja. Þar sem snjólítið var, feykti vindurinn henni áfram, en þess á milli sat hún föst í sköflunnm. Hún sá ekkert frá sjer, og vissi ekki hvar hún var. »Góður guð hjálpaðu mjer. Jeg fel mig vernd þinni og tniskunn!« bað hún og reyndi að brjótast fram úr stórum skafli. En hvað var þetta, hún sá grilla í eitt- hvað fá skref frá sjer; skyldi það vera bærinn, það gat ekki verið, að hún væri komin svo langt. Retta var stór steinn, sem stóð þar einn sjer á melhól. Hún raam staðar í skjóli við steininn. Hún ætlaði að hvíla sig örlitla stund. Ef til vill rofaði svo lítið, svo hún gæti áttað sig á, hvar hún var. Hún var dauð- þreytt, en ekki var henni kalt. Hún var viss um það, aðjón mundi leita sín og hann var karl- menni — og nákunnugur leiðinni. Og nú fór hún að hugsa um Jón. Hann hafði alt af verið henni góður og 5*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.