Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 25
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 55 ert. Rú skalt verða kærður fyllirúturinn þinn, þegar til skips kemur.« »Hvernig í fjandanum á jeg að róa, vel- borni herra, þegar þrælbeinið liann Jones Iem- ur árarhlunnunum í hrygginn á injer við hvert árartog! Hann bleytir ekki einu sinni árar- blaðið.« »Rað er haugalygi úr þjer,« hrópaði Jones. »Jeg ræ aleinn á bakborða.« »Hann damlar bara árinni í loftinu og læst róa, velborni heira.« »KalIarðu þetta að damla bara í loftínu?« spurði nú einn, því að nú braut inn yfir alla bátshliðina og hálífylti bátinn og bleytti okkur alla inn að skinni. »Sjáið þjer nú, velborni herra, hvort jeg ræ ekki ?« sagði Sullivan. »Ætli við fljótum fram hjá hafnargarðsend- anum, Swinburne?* spurði jeg bítstjórann. »Já, vel það,« svaraði hann. »Pað er ekki nærri hálffallið út, og því fyr sem við kom- umst til sk ps, því betra.« Nú vorum við komnir fram hjá enda 'nafn- aigarðsins. Var þar þá kominn stórsjór, svo að jeg hjelt þá og þegar að sökkva mundi bátnum. Hann var hálfur af austri, svo að jeg neyddist til að láta tvo hásetana, þá er oftast reru, leggja inn árar og ausa. »Á jeg ekki, velborni herra, að leysa vesl- ings endurnar og gæsirnar, svo að þær drukni nú ekki í báinum,« sagði Sullivan og hvíldist fram á árina. »Nei! Hreintekki! Róðu, róðu! Nú liggur á!« Nýbakað brauð flaut i austrinum, og pappírs- pokarnir með sykri, pipar, salti og þessháttar, voru orðnir rennblautir og grotnuðu utan af innihaldinu. Einu sinni kom á okkur brotsjór, sem kastaði bryta kapteinsins, sem hafði tylt sjer á borðstokkinn, niður í potta og eggjakösina, og við það mátli segja, að skemdimar væri fullkomnaðar. Enn þvoði yfir bátinn allstórum skvettum, sem kórónuðu eyðilegginguna. Bryti foringjanna, sem mestallur varningurinn til- heyrði, var ekki mönnuin sinnandi yfir öllu þessu tjóni og ósköpum. Eftir rúman stundarfjórðung vorum viðþvísein næst komnir á hlið við freigátuna, en af því að sjóarnir voru hjer krappir, hrakti okkur aft- ur fyrir skipið. Rað var fleygt til okkar kaðli með dufli á endanutn frá skipinu og vorum við þannig dregnir upp að skipshliðinni. Stakk þá báturiun stefninu undir og blotnaði þá á okkur hver tuska, sem enn var þur. Jeg kleif upp kaðalsíigann og stóð þá næstráðandi þar á þilfarinu, og var í illu skapi yfir klaufaskapn- um í mjer að leggja bátnum að skipinu. »Jeg hefði þó haldið, að þjer væruð búinn að læra að leggja bát að skípshlið, herra Simp!e.« »Rað þykist jeg líka kunna, herra ininn,« svaraði jeg. En báturinn var hálffullur af austri og hásetarnir reru illa.« »Hve marga hefir liðþjálfinn komið með af týndu hásetunum?« »Rrjá, herra minn,« svaraði jeg hríðskjálfandi og gramur yfir því að hafa stórskemt bestu einkennisfötin mín. »Koinið þjer með alla yðar menn?« »Nei; tveir hásetar urðu eftir í landi; þeir — — —« »Ekki e'tt orð meira, herra Simple! Upp í reiða með yður á stundinni! Og híinið þar þangað til jeg kalla yður niður. Væri ekki orðið svona áliðið dags, hefði jeg sent yður aftur í land og ekki látið yður stíga fæti á skips- fjöl, fyr en þjer kæmuð með hina týndu háseta. Upp með yður, herra minn! á sv;pstundu.« Ekki þorði jeg að mögla minstu viturid, nje skýra nánar frá ástæðum, en ldeif upp í reið- ann. Rað var kalt í veðri, stinningskaldi og úlsunnan-hellidembui; og var holdvotur og fanst mjer sem næðingurinn nísti mig í gegn og nú vai komið myrkur. Jeg komst upp á siglupallinn og settist þar; var jeg rnjer þess meðvitandi, að nú hefði mjer verið gert rangt til og jeg hefði gert skyldu mína eftir bestu getu. Næstráðandi var enn þá úfinn í skapi, »Hvaða hásetar urðu eftir í landi?« spurði hann Swin- burne, varabátstjóra, er hann kom á þiljur upp.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.