Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 26
56 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Peir Williams og Sweetman, herra minn.« »Já, einmitt það! Duglegustu reiðamennirnir» eftir því er mjer hefir sagt verið. Pað er ekki eitt einasta foringjaefni á skipinu, sem hægt er aö reiða sig á. Sjálfur verð jeg að þræla og argast í. öllu allan liðlangan daginn, án allra minstu aðstoðar. Rað er úti um sjóherinn og aga allan, þegar lærlingarnir hegða sjer á þenn- an hátt. Þeir eru oss sendir og við eigum að að gera úr þeim dugandi foringja þrátt fyrir það, þótt þeir þykist of góðir til að gegna skyldum sínum. Hvers vegna komuð þið svona seint, Swinburne?« »Við vorum að bíða eftir foringjanum. Hann hafði farið til Stonehouse til að finna konu sína; herra Simple áleit óráð að bíða hans lengur þar eð myrkur var að detta á, og við höfðum svo marga drukna háseta í bátnum.« »Rað var rjett gert af honum, og rjettast væri, að herra Hatrison fengi að setjast að fyrir fult og alt hjá konu sinni. Petta er að svívirða herþjónustuna, að láta smámnni sem þessa sitja í fyrirrúmi. En segið mjer eitt, herra Swinburne, hvar höfðuð þjer augun, fyrst herra Simple var svona hirðulaus? Hví leyið- uð þið mönnunum að fara á land?« »Foringinn gerði boð eftir mönnunum, en þeir struku frá brytanum á leiðinni. Rað var hvorki mjer nje herra Simple að kenna. Við lögðum bátnum að hafnargarðinum tveim tím- um áður en við lögðum á stað. Ella hefðum við að líkittdum mist fleiri. Og hvað á einn veslings unglingur til bragðs að taka við blind- fulla ribbalda, sem e n g u vilja hlýða.* Og nú leit varabátstjórinn upp í reiðann eins og hann vildi sagt hafa: »Hví var hann látinn fara þarna upp?« »Jeg get svarið það, herra minn,« hjelt Swinburne áfram, »að herra Simple hefir ekki stígið sínum fæti úr bátnum síðan við lögðum frá skipshliðinni í dag og þangað til við komum áðan. Og jeg hygg, að fáir lær- lingar hefðu betur nje samviskusamlegar gætt skyldu sinnar en hann hefir gert í dag.« Næstráðanái vissi ekki í bráðina, hvernig hann ætti að snúast við þessum djarflegu orð- um varabátstjóraus, en sagði þó ekkert. Hann gekk stundarkorn þegjandi um þilfariö, en kall- aði svo upp til mín, að jeg skyldi koma nið- ur. En jeg komst það ekki. Jeg var orðinn svo dofinn og stirður af kuldanum og næð- ingnum, að jeg mátti mig hvergi hræra. Hann kallaði til mín á ný, en jeg hafði ekki þrótt til að svara fyrir munnherkjum. Rá kom upp til mín einn af reiðamönnunum, og er hann sá hvernig mjer leið, kallaði hann niður, að sjer virtist jeg vera í andarslitrunum og hætt væri Tið, að jeg kynni að velta út af pallinum. O’Brian, sem alt af hafði verið á þiljum uppi meðan á þessu stóð, hraðaði sjer nú upp reið- ann og var að vörmu spori kominn upp á siglupallinn til mín. Sendi hann reiðamanninn niður eftir hjóltrissu og dragreipi, batt reipinu utan uin rnig og rendi mjer niður á því; var jeg jafnskjótt borinn til sængur. Læknirinn Ijet mig drekka snarpheita brennivínsblöndu og dúðaði mig í ábreiðum. Var jeg orðinn all- hress eítir nokkra klukkutíma. Altaf sat O’Brian hjá mjer, og er jeg tók að hressast, bið hann mig að bera engan kala fyrir þessa rangsltitni til næstráðanda. Kvaðst jeg eigi mundi gera það, þar eð hann hefði altaf reynst mjer drengur hinn besti, og jeg ætti honum margt gott ógoldið. Áður en háttatími kom, heimsótti læknirinn mig og byrlaði mjer heitan drykk, og sagði mjer að hlúa vel að mjer og fara að sofa. Þetta gerði jeg og var jafngóður orðinn morg- uninn eftir. Er jeg kom inn í kleíann til fjelaga minna, spurðu þeir s'rax eftir líðan minni og voru gramir yfir harðýðgi næstráðanda. Jeg tók svari hans og kvað hann vera rjettlátan og drenglundaðan foringja, enda þótt segja mætti, að í þetta sinn hefði hann ef til vill verið helst til uppstökkur og fljótur á sjer. Urðu deildar meiningar um þetta, og einn þeirra, sem var mesti uppvöðsluseggur dró dár að mjer: »Pjetur les ritninguna sýknt og heilagt og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.