Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR' 41 láta konu mína kynnast Mavis Clare, og hjelt jeg, að áhrif þessarar farsælu og aðlaðandi konu mundu mýkja og lagfæra þá hræðilegu ástríðu Síbyl, að rekja alt í sundur og hæð- ast að öllum göfugum hugsjónum. Rað gengu ákaf.r hilar í Waiwickshire um þetta leyti. Rós- irnar voru í fullum blóma og hið þjetla lauf- skrúð trjánna í aldingarði mínutn veitti þreytt- um likamanum þægilega svölun og rósemi, en fegurð skógarins og engisins færði einnig þreyttri sálunni hvild og hugsvölun. Ekkert land í víðri veröld er jafn fagurt Englandi — ekkert jaf« auðugt að grænum skógum og ang- andi blómum, ekkert, sem á jafn mörg afskekt og yndisleg fylgsni. Pað er mikið látið af Ítalíu af móðursjúkum skrumurum, sem eru svo einfaldir, að hefja alt erlent til skýjanna. En þar eru engin þur og brún, skrælnuð og visin af ofurmagni sólarhitans. Par eru engin forsælu- rík trja'göng, en þau finnast í hverju greifa- dæmi á Enghndi. ítalir hafa þann ósið, að fella íegurstu tijen og hefir það ekki eingöngu áhrif á loítslagið, heldur lýtir það einnig lands- lagið svo mjög, að maður á bágt með að trúa á alla þá fegurð, sem Ítalía var einu sinni fræg fyrir og er enn, þótt óverðskuldað sje. Pað er enginn staður til á allri Ítalíu jafn yndisleg- ur og »L;ljustaðir<i voru í þessum heita ágúst- mánuði. Mavis hafði sjálf alla yfirumsjón með aldingarði sínum. Hún hafði að vísu tvo garð- yrkjumenn, og að hennar undirlagi gættu þeir þess vel, að vökva jafnan trjánum og grasrót- inni, svo að ekki gat unaðslegri sjón en hið gamla hús, alþakið rósum og jasmínum, er vöfðu sig alt upp undir þakbrún. Umhverfis húsið voru grænar grasflatir og svalköld trjá- göng, þar sem söngfuglar hreiðruðu sig og kvökuðu og heill hópur næturgala sungu dill- andi söng á hverju kvöldi. Jeg man vel eftir hinum heita og þöguia degi, þegar jeg tók Síbyl með mjer til þess að heimsækja þessa skáldkonu, sem hún dáðist svo mjög að. Hit- inn var svo megn, að allir fuglar heima hjá okkur voru hljóðir, en þegar við nálguðumst »Liljustaði«, var kvak þrastanna í rósarunnun- um það fyrsta, sem við heyrðum, og blandað- ist saman við kurr dúfnanna álengdar. »Skelfing er fallegt hjerna!* sagði kona mín og gægðist yfir girðinguna og geitblöð og jasmínur. »Jeg held víssulega, að það sje fall- egra hjerna en á Wíllowsmere. Hjer hefir verið mikið gert til prýði.« Okkur var vísað inn. Mavis hafði átt von á okkur og Ijet ekki á sjer standa. Jeg fann til undarlegs hjartsláttar, þegar hún kom inn, klædd hvítum búningi, sem fjell mjúklega að líkama hennar og var girtur einföldu mittisbelti. Hið fríða og áhyggjulausa andlit, tindrandi, en þó dreymandi augun, hinn fagurskapaði munn- ur, en umfram alt þetta yndislega augnaráð, sem gerði alla framgöngu hennar svo aðlað- andi — alt þetta kom mjer nú í skilning um, hvað konan gæti verið og hvað hún er ekki, því miður, alt of oft. Og svo hafði jeg hat- að Mavis Clare! Jeg hafði jafnvel gripið penn- ann til þess að eyðileggja hana með nafnlaus- um sleggjudómi. En það var raunar áður én jeg kyntist henni og áður en jeg vissi, hver munur var á henni og þessum pilsagálum, sem þykjast vera »skáldkonur«, þótt þær geti ekki skrifað nokkurt orð óbjagað. Jú, jeg hafði hat- að hana og nú — — nú lá við, að jeg elsk- aði hana! Rarna sat Síbyl, fögur og tignarleg, eins og einhver drotning, og horfði á Mavis með því augnaráði, sem lýsti bæði undrun og aðdáun. »Að hugsa sjer að þjer skuluð vera þessi nafnfræga Mavis Clare!« sagði hún brosandi og rjetti fram höndina. »Jeg hefi altaf heyrt, að þjer væruð ekkert »skáldkonuleg«, en jeg hjelt aidrei, að þjer væruð svona.« »Rað er ekki sama að vera »skáldkonuleg« og veruleg skáldkona,« svaraði Mavis hlæjandi. »Jeg er hrædd um, að yður reynist oft svo, að konur, sem gera sjer far um að vera »skáld- konulegar«, hafa ekkert vit á skáldskap. En mjer er sönn ánægja að sjá yður, frú Síbyl! Vitið þjer það, að þegar jeg var ósköp lítil, þá var jeg vön að horfa á yður, þar sem þjer 6

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.