Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 16
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Jú, riídómendunum er smánarlega borgað. Rað er ekki að búast við því, að þeir hæli rithöfundunum á hvert reipi meðan þeir sjálfir hafa við jafnill kjör að búa. Jeg þekki konu eins þeirra og borgaði skraddarareikninginn hennar núna fyrir nokkru, því að hún þorði ekki að sína manni sínum liann. í vikunni þar á eftir úlhúðaði hann seinustu bókinni í blaði því, sem hann vinnur við, og fjekk fyrir það eitthvað eina gíenu, að jeg held. Auðvitað vissi hann ekkert um skraddarareikn- ing konu sinnar og fær aldrei að vita neitt um hann, því að hún varð að lofa þagmælsku.« »Pví í ósköpunum gerið þjer þessi góðverk?« spurði Síbyl undrandi. »Jeg skyldi hafa látið stefna konunni hans fyrir reikninginn, ef jeg hefði verið í yðar sporum.* *Er það alvara yðar?« spurði Mavis brosandi. »Pað hefði jeg ómögulega getað fengið af mjer. Pjer vitið sjálfsagt, hver sagt hefir: »Blessið þá, sem yður bölva og gerið þeim gott, sem yður hata og ofsækja yður.« Auk þess var veslings konan eyðilögð útaf þessari eyðslusemi sinni. Pað er aumt að horfa upp á örvæntingu fólks, sem ekki kann að sníða sjer stakk eftir vexti — því líður ver en bein- ingamarininum á göíunni, sem oft fær Iiðugar tíu krónur á dag bara með því að kveina og kvarta. Ritdómendurnir eru miklu bástaddari en beiningamennirnir. Fæstir þeirra geta unn- ið sjer inn tíu krónur á dag og að sjálfsögðu telja þeir þá rithöfundana, sem geta unnið sjer inn þrjátíu til fjörutíu pund á viku, eðlilega fjandmenn. Jeg aumkvast yfir ritdómendurna! Peir eru í minstu áliti og verst launaðir allra þeirra, sem við ritstörf fást. Og mjer stendur alveg á sama, hvað þeir segja um mig nema eins og áður er sagt, ef þeir fleipra út úr sjer einhverri lýginni. Pá verð jeg auðvitað að ger- ast málsvari sannleikans, bæði vegna sjálfrar mín og lesenda minna. Annars er jeg vön að fá Tricksy þarna« — hún benti á hvolpinn, sem var á hælum henni — »al!a ritdóma og hann er cnga stund að rífa þá í tætlur,« Hún hló glaðlega, en Sibyl biosti og horfði á hana með þeirri undrun og aðdáun, sem lýst hafði sjer í augnatilliti hennar frá því fyista, að hún kom inn til þessarar trægu og áhyggju- lausu skáldkonu. V.ð vorum nú f þann veginn að kveðja. »Má jeg koma til yðar stöku sinnum ogtala við yður?« spurði Síbyl alt í einu mjög inni- lega. »Mjer væri mikil Jaökk á því.« »Pjer. getið komið hve nær sem þjer viljið seinni part dagsins,* svaraði Mavis alúð- lega. »Fyrri parturinn er helgaður gyðju nokkurri, sem jafnvel er voldugri en fegurðar- gyðjan — það er að segja vinnugyðjan.* »Vinnið þjer ekki á kvöldin?* spurði jeg. »Nei, aldrei. Jeg umturna ekki lögmáli nátt- úrunnar og mundi líka lúta í lægra haldí, ef jeg reyndi til þess. Nóttin er ætluð svefninum og jeg er þakklát fyrir að nota hana tii þess.« »Sumir rithöfundar geta aðeins skrifað á nótt- unni,« svaraði jeg. »Pjer megið eiga það víst, að þeir vaða reyk,« sagði Mavis. »Jeg veit, að sumir þeirra leita sjer andagiftar i brennivíni og opíum eða áhrifum næturinnar, en jeg hefi enga trú á því háttalagi. Pað þarf að nota morgunstundina og hafa óþreyttan heila, þegar menn fást við ritstörf — það er að segja, ætli maður sjer að okrifa eitthvað, sem varir stundinni lengur.« Hún fylgdi okkur út að garðshliðinu og stóð þar í hliðinu með Bernharðshundinn við hlið sjer, en rósir vöfðust og teygðu sig yfir höfði hennar. »Pjer virðist hafa ánægju af vinnu yðar,« sagði Síbyl og horfði grandgæfilega á hana, og var ekki laust við, að kendi öfundar í svipn- um. »Pjer sýnist vera farsæl.« »Já, jeg er fyllilega farsæl,« svaraði hún brosandi. »Jeg þarf einkis að óska mjer nema að fá að deyja í friði eins og jeg hefi lifað.« »Pað er vonandi, að sú stund sje ekki ná- læg enn,« sagði jeg alvarlega. Hún leit á mig mildum og dreymandi aug- pnnm,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.