Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 20
50 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. með þeirri voðalegu skyndingu, sem okkur, er ekki gröfumst eftir upptökum ógæfunnar, virðist jafn undarleg og óviðfeldin, sem dauð- inn sjálfur. Pvi að okkur bregður ait af meira og minna, þegar dauðinn verður á vegi okkar, enda þótt haun sje einhver tíðasti og almenn- asti vióburðurinn. Undir tniðjan september komu fyrstu kon- unglegu og merkustu gestirnir og dvöldu eina viku á Willowsmere. Pað er auðvitað, að þegar prinsinn af Wales haiðrar einhvern prí- vatmann með heimsókn sinni, þá ræður hann sjálfur að mestu, ef ekki að öllu leyti, hverjir gestir sjeu boðnir samtímis honum. Petta gerði hann sömuleiðis, þegar hann afrjeð að heim- sækja mig, og jeg varð þá í þeim vanda staddur, að eiga að taka á móti fólki, sem jeg hafði aldrei sjeð áður og það meira að segja fólki með þeirri vafasömu smekkvísi, sem »the upp- er ten« oft láta í Ijós og leit á mig eingöngu sem »miljónamanninn,« er aðeins átti að sjá því fyrir nægilegum veitingum og annað ekki. Petta fólk sneri sjer aðallega að Síbyl, því að hún var jafningi þess að æltgöfgi og kunningja- vali, og var mjer svo þokað til hliðar, enda þótt jeg ætti að heita húsbóndinn. Hinsvégar var jeg ekki rembilátari en svo um þessar mundir, að sá heiður, að hýsa kon- unglegan gest, meira en fullnaegði sjálfsþótta mínum og jeg var það lítilsigldari en nokkur ærlegur sveitastrákur, að jeg sætti mig við að láta fara með mig eins og hund, stríða mjer og smána mig allan liðlangan daginn af þessum »miklu« mönrium, sem óðu um alt mitt hús og mína skemtigarða. Margir halda, að það sje einhver »upphefð« að því, að veita út- völdum hóp aðalsmanna. Mjer finst það þvert á móti ekki aðeins niðurlæging, heldur einnig afskaplega leiðinlegt. Pessir tignu menn eru flestir hverjir treggáfaðir og reiða ekki vitið í þverpokum. Peir eru hvorki fyndnir nje ræðnir og það er engrar andlegrar nautnar að vænta í þeirra hóp. Peir eru blátt áfram leiðindabjálfar, sem hafa mjög svo háar hug- myndir um sjálfa sig og vænta þess, að þeim verði skemt, þar sem þeir koma, án þess að þeir þurfi sjálfir að gera nokkuð til þess. Meðal allra gestanna á Willowsmere var það aðeins einn, sein veruleg ánægja var að hýsa, og það var sjálfur prinsinn af Wales. Mjer var sönn áriægja að sýna honum alla kurteisi, því að öll framkoma hans var ávalt smekkleg og hæverskleg og eru það bestu einkennin á prúðmenninu, hvort sem það er sveitamaður eða prins. Einn daginn fór hann að heim- sækja Mavis Clare og Ijek við hvern sinn fingur, þegar hann kom þaðan aftur. Varð honum ekki tíðræddara um annað nokkurn tíma eftir það, en höfund »Deilueína« og þá frægð, sem hún hefði unnið sjer í bókmentaheim- inum. Jeg hafði beðið Mavis að vera meðal gesta minna áður en prinsinn kom, því að jeg þóttist vita, að honum þætti ekkert að því, en hún vildi það síður og bað mig að neyða sig ekki til þess. »Mjer geðjaðist vel að prinsinum,* sagði hún. »Flestum, sem þekkja hann, geðjast vel að honum, en mjer er alt ininna um þá, sem stundum eru í för með honum. — Jeg bið yður að afsaka einlægnina! Prinsinn af Wales er einn af stórmeunum þjóðfjelagsins. Kiing- um hann flykkjast ýmsir menn, sem troða sjer inn á hann með tilstyrk auðæfa sinna, þótt ekki sje vitsmununum til að dreifa. En nú er það svo, að jeg kæri mig ekkert um að umgangast hvern sem vera skal — og það er sjálfsagt drembilæti mínu að kenna. En jeg segi yður satt, herra Tempest, að það, sem mjer þykir vænst um og met jafnmikils og bókmentafrægð mína, er óskert sjálfstæði mitt og jeg vil ekki, að nokkur maður geti einu sinni Iátið sjer það til hugar koma, að jeg sækist eftir að fylla hóp þeirra glæframanna, sem eru alt of gjarnir á að nota sjer góð- menslui prinsins.« Og hún Ijet ekki sitja við orðin tóm, en kom ekki út fyrir húsdyr heimilis síns meðan gestirnir dvöldu hjá mjer. Varð það tíl þess, eins og áður er sagt, að prinsinn heimsótti hana sjálíur einn daginn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.