Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 34
64 NÝJÁR kvöldvökur Ávarp til vorsins. Skrítlur. Komdu, komdu, væna vor, vektu líf og yndi. Kystu freðin klaka-spor köldum burt af tindi. Legðu hólinn kinn við kinn, komdu við í dalnum, par sem litli lækurinn, liggur enn í valnum. Ef þú til hans brosir blítt, blóðið hlýnar kalda. Ei inun honum alveg nýtt, atlot blíð að gjalda. Þaðan skamt er lílil Iág; Ieiddu að jrví gætur. Þar sem forðum fjóla smá, festi veikar rætur. Þar er alt svo undur snautt, orpið snjó og klaka. Litla sætið alveg autt; engar fjólur vaka. Steina milli lágt i laut, liggur burkni freðinn. Leys þú hann frá þeirri þraut, þýddu mosabeðinn. Sendu frá þjer skúra ský, skafla tak til fanga. Færðu rósir fagrar í, föla hlíðarvanga. Áin fram á björguin brýst; beljar þungt og stynur. Kveinið það i kæti snýst, komir þú sem vinur. Alt, sem þráir yl og Ijós, elskar komu þína. Láttu jafnt til Iands og sjós, lifsþrótt endurskina. Dýrólína Jónsdóttir. H j ó 1 h e s t a k a u p m a ð u r i n n: „Svona hjól- hest ættir þú að fá þjer.“ Maðs Ólsen: „Hvað kostar hann?“ Kaupmaðurinnn: „200 krónur." Maðs Ólsen: „Fyrir það gæti jeg keypt mjer heila kú.“ Kaupmaðurinn: „Já, en hugsaðu þjer hvað fólk myndi hlægja, ef að það sæi þig koma ríð- andi á kú.“ Maðs Ólsen: „En ætli það verði nokkuð minni hlátur, ef fólk sæi mig vera að reyna að mjólka hjólhest." Karen gamla hafði nýlega verið lögð á sjúkra- hús, til uppskurðar við magameini. „Æ, vill nú ekki blessaður læknirinn skera mig upp núna undireins," sagði hún strax fyrsta daginn. „Nei, við skulum nú fyrst sjá hvað setur, kona góð,“ sagði yfirlæknirinn. „Ó, herra prófessor, jeg vildi endilega Iáta ljúka því af núna undireins, því sjáið þjer til, nú hefir maðurinn minn keyrt mig hingað til bæjarins í dag, og þess vegna væri það þægilegast Ifyrir hann, að hann gæti tekið Iíkið með sjer heim á morgun, annars verður hann að fara aðra ferð eftir eina tvo daga.“ Norskur ameríkani hafði komið heim til gamalla átthaga. í járnbrautarvagninum hitti hann bónda nokkurn, og fór að grobba við hann af Iækni, sem þeir hefðu í Ameríku. Meðal annars hefði hann einu sinni tekið heila úr manni og raiinsakað hann, og sett hann siðan inn aftur, og heilinn hefði starfað sem áður. „Það var mikið og laglega gert,“ sagði bóndi. En í þorpinu þar sem jeg á heima, er lika Iæknir, sem er heldur enginn klaufi. liann skar einu sinni bæði eyrun af manni og færði þau tveimur tommum aftar á höfuðið, og maðurinn heyrði jafn- vel og áður.“ „Já, það var skratti lagtega gert,“ sagði norski ameríkaninn. „En segðu mjer, hvers vegna gerði hann það?“ „Já, það skal jeg segja þjer,“ sagði bóndinn. , „Hann gerði það til þess að fá meira pláss fyrir kjaftinn, því að maðurinn var nefnilega norskur ameríkani.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.