Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 14
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Síbyl klappaði á hið geysistóra höfuð Bern- harðshundsins, sagði Mavis alt í einu: »Hvar er vinur yðar, Rímanez prins, sem kom hingað með yður í fyrra skiftið?« »Hann er í Pjetursborg núna sem stendur,* svaraði jeg. »En við eigum von á honum eftir eina eða tvær vikur.* »Pað er víst mjög undarlegur maður,« sagði Mavis hugsandi. »Munið þjer, hv^rnig hund- arnir mínir Ijetu við hann? Emperor var alveg uppvægur og náði sjer ekki fyr en nokkrum klukkutímum eftir að hann var farinn.« Hún sagði svo Sibyl í fáum otðum frá árás hundsins á Lúcíó. »Sumir menn hafa einhvérja meðfædda óbeit á hundum,* sagði Síbyl »og það finna hund- arnir strax og gremjast af því. En jeg hjelt, að Rímanez prins hefði ekki óbeit á nokkurri skepnu — nema kvenfólki.* »Kvenfólki?« spurði Mavis undrandi. »Hatar hann kvenfólk? Hann hlýtur þá að vera fram- úrskarandi leikari, því að hann var mjög alúð- Iegur við mig.« Síbyl horfði fast á hana og svaraði ekki strax, en svo sagði hún: »Ef til vilt hefir það verið vegna þess, að hann veit, að þjer eruð ekki eins og fólk er flest og af þvf að þjer hafið ekki sömu hjegómlegu óskirnar og aðrar konur. En mjer virðist það auðsætt, að kurteisi hans er oft aðeins til málamynda og leynir öðrum tilfinningum hans eins og einhver gríma.« »Hefir þú tekið eftir þessu, Síbyl ?« spurði jeg og brosti dauflega. »Jeg væri þá biind, hefði jeg ekki gert það,« svaraði hún. »En jeg er ekki að álasa hon- um fyrir þessa óbeit. Mjer finst hún einmilt gera hann miklu einkennilegri og geðfeldari.« »Hann er víst alúðarvinur yðar?« spurði Mavis mig. »Hann er minn besti vinur,« svaraði jeg hiklaust. »Jeg stend í óborganlegri þakkarskuld við hann og jeg á honum það jafnvel að þalcka, að jeg komst í kynni við konuna mína.« Jeg sagði þetta í gamni og hugsunarlaust, en jcg var ekki fyr búinn að sleppa orðinu, en jeg hrökk ónofalega við. Já, víst var það satt! Jeg átti Lúcíó að þakka alla þá ógæfu, þá smán og niðurlægingu að vera bundinn slíkri konu sem Síbyl, alt þangað til dauðinn að- skildi okkur. Mjer soituaði fyrir augum og settist á einn fornlega eikarstólinn, sem var í vinnustofu Mavis Clare. Jeg Ijet konurnar fara einar út í sólbjartan aldingarðinri og fylgdu hundarnir þeim. Jeg horfði á þær, þar sem þær gengu samhliða — kona mín há og tign- arleg, klædd eftir seinustu tísku, og Mavis, lág og grannvaxin í voðfeldum hvíta búningnum með flögrandi mittislinda — efnishyggjan og andagiftin — önnur hlaðin hrottalegum og lastverðum fýsnum — hin hrein eins og mjöll með göfugar hugsjónir — önnur falleg skepna, hin yndisleg og elskuleg eins og skógardísin. En meðan jeg horfði þannig á þær, kreysti jeg hnefana og hugsaði með gremju til þess, hve illa mjer hefði tekist konuvalið. Eigingirni hefir ávalt verið partur af eðli mínu og nú dirfðist jeg að halda, að jeg hefði getað gifst Mavis Clare, ef jeg hefði kosið það heldur. Mjer datt það alls ekki í hug, að auðæfi mín mundu ekki hafa komið mjer þar að neinu haldi og að jeg hefði eins vel getað reynt að seilast í einhverja stjörnu af himninum eins og að ná ástum konu, sem sá glögt, hversu jeg var gerður og aldrei hefði brugðist hugsjónum sínum vegna efnishyggju minnar — nei, ekki þó jeg hefði haft yfir mörgum þjóðum að ráða. Jeg starði á hið tignarlega andlit Palles Aþenu og virtist marmaragyðjan að sinu leyti horfa á mig hvítum augunum og fyrirlitningin skína út úr þeim. Jeg litaðist um í herberginu og horfði á veggina, sem voru prýddir spakmæl- um skálda og heimspekinga — spakmælium, er mintu mig á sannindi, sem jeg raunar kannað- ist við, en aldrei hafði látið mjer að kenningu verða. Alt í einu varð mjer litið í eitt hornið, nálægt skrifborðinu, sem jeg hafði ekki tekið eftir fyrri. í því stóð lampi, sem lýsti dauf- lega og lagði skímuna á fílabeinskrossmark uppi yfir lampanum, en bak við það var dökk-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.