Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
45
rautt flauel. Undir krossmarkinu var silfurhilla
og á henni stóð stundaglas og runnu í því
glitrandi sandkorn, en umhverfis var ritað
gullnu letri: >Nú er hentugur tími,« en orðið
>nú« var með stærri stöfum en hin orðin.
»I\ú* var auðsjáanlega einkunnarorð Mavis —
ekki að glata nokkurri stund, heldur vinna,
biðja, elska, vona, færa guði þakkir og gleðjast
af lífinu — alt í nútímanum — og bera eng-
ar áhyggjur, hvorki fyrir morgundeginum eða
framtíðinni, heldur afkasta öllu, sem unt var,
og fela svo guði alt annað með barnslegu
trúnaðartrausti. Jeg reis á fætur og horfði óró-
legur á krossmarkið, en því næst gekk jeg
eftir stígnum, sem kona mín og Mavis höfðu
farið. Jeg fann þær við >Aþeneum« eða uglu-
búrið. Stærsfa uglan sat þar að vanda, út-
þanin af rembingi og reiði. Síbyl sneri sjer
við, þegar hún heyrði fótatak mitt, og ásjóna
hennar var skínandi ánægjuleg.
»Ungfrú Clare hefir sínar eigin skoðanir,
Geoffrey,« sagði hún. »Hún er ekki eins
hrifin af Rimánez prins og flestir aðrir. Satt
að segja hefir hún trúað mjer fyrir þvi, að
henni þyki hann hálf óviðfeldinn.*
Mavis roðnaði, en leit þó hreinskilnislega á
mig.
»Pað er ekki rjett að segja það, sem maður
hugsar,* sagði hún dapurlega, »og það er
leiðindagalli á mjer. Fyrirgefið, herra Tempest,
en þjer sögðuð mjer, að prinsinn væri einn
besli vinurinn yðar — og jeg fullvissa yður
um, að mjer varð mikið um framkomu hans í
fyrsta skifti, sem jeg sá hann — en seinna —
— þegar jeg var búin að gefa gætur að hon-
um, þá komst jeg að þeirri niðurstöðu, að
hann væri ekki allur þar sem hann er sjeður.«
»Svona lýsir hann sjer einmitt sjálfur,« svar-
aði jeg hlæjandi. »Pað er eitthvað leyndar-
dómsfult við hann og hann hefir lofað mjer
að skýra það fyrir mjer einhvern tima. En
mjer þykir leitt, að yður geðjast ekki að hon-
um, ungfrú Clare, því að honum geðjast vel
að yður.«
• Kanske að jeg lítj eitthvað öðruvísi á
þetta, ef jeg á eftir að hitta hann aftur,» svar-
aði Mavis blíðlega. »En eins og nú stendur
— — Nú jæja! Við skulum nú ekki tala
meira um það. Jeg skal játa, að það var mjög
óviðeigandi af mjer að fara að tala um mann,
sem þið frú Síbyl berið jafnmikla virðingu fyrir,
en jeg var næstum tilneydd að segja það, sem
jeg sagði.«
Hún var dapurleg og angistarleg á svipinn,
og til þess að leiða talið að einhverju öðru,
þá spurði jeg hana, hvort hún hefði nýja bók
á prjónunum núna.
»Ójá!« svaraði hún. »Jeg verð altaf að
hafa eitthvað fyrir stafni. Lesendurnir eru mjer
mjög velviljaðir og eru ekki fyr búnir að
ljúka við eina bókina en þeir spyrja eflir ann-
ari. Jeg hefi því altaf nóg að starfa.«
»Og ritdómendurnir?« spurði jegforvitnislega.
»Jeg kæri mig ekki vitund um þá,« svaraði
hún hlæjandi, »nema þegar þeir hlaupa á sig
og ljúga einhverju á mig af misskilningi —
þá leyfi jeg mjer auðvitað að reka lýgina ofan i
þá með tilstyrk málafærslumannsins. En annars
er mjer ekkert í nöp við ritdómendurna að
því undanskildu, að jeg vil ekki, að lesendurnir
fái ranga hugmynd um starf mitt og augnamið.
Petta eru oftast nær fátæklingarnir, sem vinna
baki brotnu og eiga fult í fangi með að vinna
sjer fyrir mat. Jeg hefi hjálpaðsumum þeirra
í kyrþey án þess að þeir viti nokkuð um það.
Forlagsmaðurinn minn sendi mjer handrit á
dögunum og var það eítir einhvern versta and-
stæðing minn í blaðaheiminum. Jeg átti að
segja um, hvort því skyldi tekið eða gert aft-
urreka. Jeg las það svo yfir og þótti það
allgott, þó að það væri ekki neitt framúrskar-
andi, hrósaði því í alla staði, svo sem mjer
var framast hægt og rjeði til að gefa það út
— með því skilyrði samt, að höfundurinn
fengi aldrei að vita, að jeg hefði ráðið neinu
um það. Jeg sje, að það er einmitt komið á
markaðinn núna og jeg er viss um, að það
fær almennings lof.«
Hún þagnaði og tíndi nokkrar dökkrauðar
rósir handa Síbyl. Svo hjelt hún áfram: