Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 8
38 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hættu að óþörfu. En það var ekki við það komandi. Jón kvaðst fara heim. Hann treysti sjer vel tii að rata, enda væri undan að fara. Hann langaði aðeins til þess að sjá Fríðu og tala við hana nokkur orð. Jón var fámáll — og fremur kaldur í lund, — og margir álitu hann hrottamenni, kröfuharðan og ónærgæt- inn. Reir S'gurður höfðu þekst í mörg ár — og iafnan verið góð vinátta með þeim. Jón trúði honum betur en nokkrum öðrum. Enda var hann drengur góður — áreiðanlegur til orða og verka. Fríða var vakandi — og heilsaði Jón henni biíðlega. Hann settist á stokkinn fyrir framan hana, strauk hárið blíðlega frá vanga hennar r'g spurði hvernig henni liði. Sigurð furðaði stórum á því, hve blíður hann var. Hann hafði eins og aðrir heyrt orðróminn frá Gili, að Fríða ætti þar við ilt að búa, — og þó Þórunni væri aðallega kent það, þá vissu þó allir kunnugir, að Jón var kaldlyndur, og lík- lega mundi hún fá að kenna á því, engu síður en aðrir. En gléði hans var svo einlæg, að S'gurður hlaut að sannfærast um, að honum þætti verulega vænt um barnið. Hann sagði henni hvar hann var — og að hann hefði undireins farið aö leita hennar, í von um að hann kynni að rekast á hana ein- hverstaðar á leiðinni. »Varstu ekki hrædd — þegar hríðin skall á þig?« »JÚ, jeg kveið fyrir að deyja ein í myrkrinu — jeg var engan veginn viss um, að rata til guðs í þessu hræðilega myrkri. En svo hefi jeg víst sofnað; jeg vissi ekkert af mjer fyr en jeg var komin hingað heim og háttuð ofan í rúm,« sagði Fríða brosandi. Jón laut á ný ofan að Fríðu og kysti hana á ennið. »Engin góð sál þarf að kvíða dauð- anum, ef við elskum guð og treystum honum eins og þú gerir. Pá megum við örugg trúa því, að hann hjálpar okkur — og dauðinn flytur okkur til annars betri staðar, við getum sagt í faðm guðs.« Nú var kallað á Jón inn í hús þeirra hjóna — og borinn fyrir hann matur. Áður en hann fór, bað hann Sigurð fyrir Fríðu, að lofa henni að vera nokkra daga á meðan hún væri að ná sjer eftir hrakninginn. Var það velkomið. »Rú trúir því ef til vill ekki, hve vænt mjer þykir um Fríðu litlu, hún er gott og elskuvert barn — en það er þó ekki eingöngu þess vegna. Jeg þekti móðir hennar og mjer þótti vænt um hana. Og þó henni færist ekki sem best við mig, þá get eg með engu móti gleyint henni. Og eitthvað af þeirri ást hetir gengið að erfðum til barnsins. Hún er undarleg, þessi blessuð ást. Hún getur valdið æfilangri ógæfu — og stundum gerir hún mennina að villidýrum eða þá hún kennir þeim að leggja alt í sölurnar. Lánsamur er hver, sem ekki kynnist verri hliðinni. Hún hefir gert mig að járnkarli. Eitt ár æfi minnar var jeg hamingju- samur, það var þegar Guðný sáluga hafði heit- ið því að verða konan min. En þá kom þessi fjandans búfræðingur. Hann var laglegur og laginn að koma sjer í mjúkinn hjá kvenþjóð- inni. — Og honum tókst að ná henni ftá mjer. En áður en hún dó, bað hún mig fyrirgefn- ingar, og jáfaði hún hreinskilnislega, að hún hefði iðrast þess einlæglega að hún ljet glepj- ast. Jeg fór fram á það við Jóhann heitinn, að fá að taka barnið, þegar móðir hennar dó, en fjekk ónot í staðinn. En þremur árum síð- ar druknaði hann og þá tók jeg Fríðu litlu. Jeg gerði það í góðum tilgangi — og jeg hefi reýnt til þess að vera henni góður, enda vinnur hún ekki til annars. En það hefir reynst þung byrði fyrir konuna mína. Jeg giftist Rórunni af því hún var vel gefin og dugandi stúlka — og jeg vissi að hún elskaði mig, en mjer hefir aldrei þótt verulega vænt um hana. Rað er hart að þurfa að segja það, að eftir öll þessi ár stendur unnustan' hverf- lynda eins og skuggi á milli okkar, og hefir þó Rórunn reynst mjer góð kona. Hún veit hversvegna það er, að jeg get ekki endur- goldið ást hennar, og það er þessi gremja, sem gerir hana kalda í viðbúð við barnið. Jeg held að konunni veiti ekki eins örðugt að sigr- ast á neinu og afbrýðisseminni, Mjer hefir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.