Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Side 9
NYJAR KVÖLDVÖKUR
71
27. júní.
Jeg verð að viðurkenna það, að fram að
þessu hefi jeg lítið hugsað um annað líf.
Á uppvaxtarárum mínum var krafist mikill-
ar ástundunar af mjer í því tímanlega, því
að móðir mín var fátæk ekkja, þó að hún
að vísu liði ekki neyð. Og síðan hefir alt
mitt starf miðað að því, að gera mig að
dugandi embættismanni í stjórnarráðinu.
Pannig liðu virku dagarnir. Á sunnudög-
um var jeg vanur að fara smáferðir, eða
Iesa nytsamar bækur. Jeg er að vísu enn
þeirrar skoðunar, að maður hafi gott af að
koma út fyrir borgarmúrana og njóta nátt-
úrunnar, en jeg hafði þá snúið urn of baki
við kirkjunni og verkum hennar. Pað átti
að verða lítil stúlka, sem minti mig á það.
Þegar við bárum hana til skírnar, greip það
mig svo einkennilega, að hjer vorum við
með ofurlitla sál og báðum um, að hún
mætti verða tekin í tölu guðs barna. Og
þegar presfurinn las orðin: »Látið börnin
koma til mín, því að slíkum heyrir guðs-
ríki til«, fann jeg alveg á sjerstakan hátt
sannleiksgildi þeirra orða. Jeg á engin orð
til að lýsa tilfinningum mínum og skynjun
á því augnabliki. En það var eins og jeg
sæi, að slík sál dvelur enn í ríki himnanna
og flytur oss nær því með snertingu sinni.
Og þegar presturinn sagði í ræðunni, að
guð Ijeti þá smáu kalla hina stóru, þá gat
jeg ekki varist þeirri hugsun, að ef til vill
hefði mjer verið trúað fyrir Elísu litlu, til
þess að hún skyldi minna mig á, að jeg
hefði öðrum skyldum að gegna en störf-
um mínum hjer á jörðunni. Og jeg hjet
þvt með sjálfum mjer, að uppfylla þær
skyldur eins vel og hinar. í dag keypti
jeg biblíu og skrifaði nafnið hennar og ár-
talið á hana, svo að hún síðar gæti vitað,.
að biblíu hefði hún átt alla æfi. Einnig
hefi jeg ákveðið, að halda þessum hugleið-
ingum áfram, eins og dagbók, sem aðeins
fjallar um hana. Síðar, þegar hún er orðin
svo gömul, að hún getur sjálf haldið dag-
bók, fæ jeg henni þessa. Þá hefir hún það
fram yfir aðra, að dagbókin hennar byrjar
við fæðinguna. Og ef til vill gefur það frá-
sögu hennar meira efnisríki, að dagbókin
geymir hugsanir föður hennar. Einnig
hnýtir það hana fastari böndum við heimilið.
28. júni.
Oft hugsa jeg um, hve eðlilegt oss ætti
að vera, að trúa á æðri forsjón. Við vit-
um, að löndunum er stjórnað af ríkisráði,
en ef til vill hugsa menn aldrei um slíka
hluti, nema þeir komist í snertingu við sjálf-
ar stjórnarhendurnar. En hvað það sýnist
eðlilegt að trúa því, að oss sje öllum stjórn-
að af æðri forsjón, sem oss þó skortir
ímyndunarafl til að skilja. Jeg minnist þess,
hve oft jeg hugsaði mig um, áður en jeg
tók innstæðu mína úr bankanum og keypti
litla garðinn. Og þegar jeg að lokum und-
irskrifaði kaupmálann, þá var það meira í
ósjálfráðu fáti, en af föstum ásetningi. Það
gat naumast verið jeg sjálfur, sem var þar
að verki. Og meira að segja, er jeg fagn-
aði fyrstu snjósóleynni, sem gægðist upp
úr moldinni, þá fann jeg til kvíða og óróa,
eins og Ijettúðin hefði leitt mig afvega. Nú
get jeg ekki slitið þá hugsun frá mjer, að
æðri máttur, sem ræður örlögum vorum,
hafi þvingað mig ti! að undirskrifa kaup-
málann. Nú getur Elísa litla legið hjer í
garðinum, — garðinum sínum og teygað
hreina, tæra loftið og baðað sig í sólskin-
inu. Hjólin á vagninum hennar hvíla sig
mjúklega í sandinum. Það er yndislegt, að
þau skuli ekki þurfa að standa á harðri
steinstjett. Fyrir það ber okkur að þakka.
2. júlí.
Barnslausir menn þekkja ekki lífið. Þau
færa okkur nýjan heim, ríkari af innri verð-
mætum. En það þarf mikla ástundun
til að vaka yfir rjettu samræmi milli hins
gamla og nýja. Jeg finn vel, hvernig þetta
nýja líf breiðist út og færist nær og nær