Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Qupperneq 15

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Qupperneq 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 77 hún hann og við fórum. Hún segir, að jeg hafi verið mjög veikur, en ekki legið. Pau segja, að mjer sje að batna, enda finn jeg Iivergi til. Pau segja, að jeg hafi farið að lesa í þessari bók hjer um daginn, og þá hafi jeg farið að gráta og grátið í marga daga og þá hafi mjer farið að batna, segja þau. Nú á jeg að fara að starfa. Læknir- inn ræður mjer til að skrifa í þessa bók, af því að jeg sje vanastur skriftum. Og þegar jeg spurði hann, hvað jeg ætti að skrifa, sagði hann mjer, að skrifa eitthvað eftir minni. Nú man jeg ekki fleira. Jeg er svo þreyttur. 8. ágúst. Þetta er dagbók Elísu. Hún er farin. Við vjtum ekki hvar hún er. Það var þess vegna, sem jeg ætlaði að drepa þrjótinn. 10. ágúst. Hún kemur aldrei framar. 19. ágúst. Læknirinn vill að jeg skrifi. En þegar jeg man ekki eftir neinu! Jeg spurði, hvort það væri nóg að jeg skrifaði upp stafrófið, en hann vildi hafa setningar. Bara að jeg hefði eitthvað af gömlu uppköstunurn! Ekki veit jeg, hvernig skekkjan hefir kom- ist í skjölin eða hvernig á því getur staðið, að þau eru með minni rithönd. Hvort ein- hver hefir ætlað að gera mjer óskunda eða hvort það er sjúkdómnum að kenna, veit jeg ekki. Bara jeg gæti náð í skjölin og lagfært skekkjuna! En því skyldi jeg eiga að skrifa svona hugsanir núnar? Skyldi það vera gildra? En jeg, sem er saklaus? Blache var ekki drepinn Hann var í stjórn- arráðinn, daginn sem jeg fjekk lausnina. Jeg sýni honum ekki bókina. Mjer dett- ur ekkeit í hug. Mjer finst jeg vera lítill drengur. Einu sinni var það raunverulegt. Við áttum garð og jeg sat í ofurlillum, brúnum vagni, sem stóð í mjúkum sandi hjá fánastönginni. Nei, það var ekki dreng- ur, það var líti! stúlka. Pað var ekki jeg heldur —. Dauð. Dau. Dau. dauð, dau, dau. — Konan mín segir, að nú hafi jeg grátið aftur í fullan hálftíma, En nú man jeg surnt af forskriflinni í skólanum. Jeg skrifa það. »Dauðinn endar allar kvalir.« »Barn er fætt í Betleh — »Barn er fætt »Barn er Dauð — DA — ð — d — au — dauð. Dauðinn endar allar kv 27. ágúst. í gær gengum við meðfram endilöngum görðunum. Læknirinn var með; hann kem- ur oft. Alt í einu fór jeg að gráta. Lækn- irinn spurði hví jeg grjeti. »Hjer er svo hljótt,« sagði jeg. »Jörðin er svo mjúk og þarna er fánastöng í miðjum garðinum.« Hann svaraði engu, en leit til konu minnar og sagði svo: »Ef til vill er Kaupmanna- höfn samt sem áður betri.« Hún kinkaði kolli. Jeg skildi ekki hvað þau áttu við, en kom mjer ekki að því að spyrja. Það er eins og þau vilji halda mjer frá sjer. Þau gera aldrei annað en spyrja mig. — Nú vill konan mín, að við förum hjeðan. Pað er eins og við flytjum af því að jeg grjet. Kaupmannahöfn 5. janúar. Pað er svo margt, sem jeg þarf að hugsa um, en jeg get ekki hugsað. Pað er eins og það sje autt rúm í sál minni, sem jeg kemst ekki í gegnum til hugsananna, sem kalla á mig. Aftur á móti get jeg hugsað um ýmislegt, sem löngu er liðið, til dæmis, er jeg kom fyrst til höfuðstaðarins og leigði mjer herbergi og byrjaði að nema. Slíkt herbergi leigi jeg nú aflur, en jeg er of þreyttur til að nema. Jeg veiktist aftur og þau rjeðu mjer til að leigja hjá einhverri aldraðri konu, sem gæti sjeð um mig. Mjer

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.