Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Qupperneq 24
86
NYJAR KVÖLDVÖKUR
ur í návist minni, því að í yður sje jeg
hluta af Martel. Pjer voruð hans hægri
hönd. En tii eru önnur hjörtu, sem eiga
kröfu til yðar. Móðir yðar kallar og þjer
eigið að fara. Auk þess verð jeg að byrja
á störfum mínum.«
»Hvaða störfum?«
Hún Ieit beint framaníhann: »Pjer vitið
það án þess að spyrja. Neri hepnast ekki
leitin; það tekst engum ítala, bara Sikiley-
ing — mjer.«
»Þjer eigið við, að koma þessum mönn-
um í hendur rjettvísinnar ?«
Hún kinkaði kolli. »Já! Hver gæti ann-
ars gert það?«
»En kæra ungfrú. Minnist hvað í húfi
er. Menn þessir eru af annari stjett manna,
sem þjer aldrei getið komist í kunningsskap
við. Hvernig ætlið þjer að gera það?«
»Jeg verð ein þeirra, ef nauðsyn krefur!«
Hann svaraði óttasleginn: »Nei! Nei!
Það er brjálsemi að hugsa um slíkt. Hefðuð
þjer verið karlmaður, hefði yður kannske
tekist það, en þjer — ung stúlkan!«
»Jeg er Sikileyingur. Jeg er auðug. Jeg
hefi hjálparmenn.« Hún greip um handlegg
hans eins og í fyrsta sinni, þegar hún varð
æst út af hættu þeirri, sem vofði yfir Mar-
tel. »Jeg sagði yður, að ekkert afl gæti
frelsað þá, að enginn felustaður væri svo
öruggur, að jeg eigi fyndi hann. Gott. Þessir
hermenn hafa ekkert getað gert og munu
eigi geta. En sjáið þjer til. Þeir elskuðu
Martel eigi. Jeg skal lifa eingöngu til þessa.«
Eftir andartaks þögn mæMi hann alvarlega:
»Jeg ætla að gera yður boð. Hættið við
áform yðar, að taka sjálf þátt í Ieitinni, en
látið mig gera þetta í yðar stað. Við get-
um unnið saman. Þjer skipið fyrir, en jeg
tek áhættuna á mig.«
»Þjer eruð útlendingur. Það mundi ef-
laust mishepnast. Jeg þakka yður fyrir, en
ákvörðun mín er lekin.«
»Ef orðasveimur kemst á loft um þetta,
yerður líf yðar í stórri haettu. Hugsið yður.
Heimurinn stendur yður opinn og allir hans
möguleikar. Látið aðrar hendur koma fram
þessum hefndum.«
»Það er tilgangslaust að ætla að fá mig
ofan af þessu,« mælti hún ákveðin. »Jeg
er föst fyrir eins og steinninn. Jeg er þeg-
ar byrjuð og jeg hefi gert meira en Neri
óbersti og hermenn hans. Þarna kemur
Aliandro. Jeg held, að hann hafi einhverjar
frjettir að færa. Hann veit margt það, sem
hermennina dreymir eigi um, því að hann
er einn af lýðnum. Gerið svo vel að af-
saka mig.«
»Auðvitað — en jeg get ekki látið yður
byrja á jafn hættulegu starfi án þess að
malda í móinn. Jeg kem aftur, ef jeg má.«
Hann stóð á fætur til þess að íinna
Donnu Teresu. í anddyrinu mætti hann
Lucreziu.
»Þjer munduð gera mikið til þess, að
vernda greifinnuna. Er ekki svo?« spurði
hann.
»Jú, Signore. Hún hefir verið mjer bæði
systir og móðir. En við hvað eigið þjer?«
Dóttir Ferara var lagleg, spengileg stúlka.
Þótt uppeldi hennar á Terranova hefði verið
henni til mikils góðs, mátti þó vel sjá, að
hún var sveitastúlka.
Blake skýrði henni frá áhyggjum sínum,
en þegar hann var búinn að því, varð hann
mjög forviða á, að heyra ungu stúlkuna
Iesa hinar heiftúðgustu bölbænir yfir morð-
ingjunum.
»Við heimtum blóð til þess að þvo af
blóð ástvina okkar,« hrópaði hún. »Jeg
bölva þeim og sálum þeirra lifandi og dauð-
um í nafni guðs, sem skóp föður minn, í
nafni Krists, sem Ijet lífið fyrir hann og í
nafni allra dýrlinga, sem eigi gátu frelsað
hann. Mættu þeir biðja og ekki verða bæn-
heyrðir, mættu þeir iðrast og eigi fá fyrir-
gefningu synda sinna —«.
»Lucrezia!« Hann greip í handlegg henn-
ar og tók fyrir munn henni, því að hún
varð æ háværari, svo að ætla mátfi, að rödó