Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Qupperneq 29
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
91
gekk þrotlaust alt kvöldið fram í svarta
myrkur, en þá fór jeg niður Einu sinni
mældi jeg að gamni mínu hraðann. Fiski-
skip kom frá iandi og stefndi fram á mió.
Það myndaði 60—70 gr. horn við »Goða-
foss« og fór til austurs, svo sem 200 faðma
aftan við hann. Ferðin var ærin, því að
eftir 1 mínútu sást aðeins það, sem var fyrir
ofan borðstokk, og innan 5 mínútna var
skipið með öllu horfið. Þetta var kl. 81/a
og því enn þá vel bjart og þá sæmilega
bjart uppi yfir.
Rjett fyrir myrkrið mættum við »Selfoss«
(»Vil!imoes«). Jeg horii lengi niður í kjöl-
far hans. Hann kemur frá Hull og er á
leið til íslands.
Alla nóttina og næsta dag siglum við
suður til Hull. Veðrið var aftur svo dimt,
að nálega ekkert sá frá skipinu. Þó rofaði
til síðari hluta dagsins. KI. 4 e. h. komum
við að mynni Humre-fljótsins. Þar lá þá
hafnsöguskipið »The Pilot«, sem það víst
ávalt gerir, og fengum við hafnsögumann
um borð. Englendingarnir sögðu mjer, að
þarna á fljótinu væru um 90 hafnsögumenn
og alt af hjeldi nokkur hluti þeirra til í
»The PiIot« þarna úti, en hinir leiðbeindu
skipum inn og út. Frá hafnsöguskipinu er
2'/2 tíma sigling á ytri höfn í Hull Þarna
í fljótsmynninu var rauður, fljótandi viti,
einkennilegur og þó haganlegur. Hann
minti mig að ýmsu leyti á gömul hespu-
trje frá því að jeg var strákur heima. Vita-
skipið flaut þarna, eða það mátti vel ímynda
sjer, að það væri bjargfast í sjónum, því að
það hreyfðist ekkert. En innan í því hreyfð-
ist hjól og öðru hvoru small við, líkt og
þegar smellur í hesputrje, og þá kom fram
í raflýstum stöfum nafnið Hull. En annars
var það málað með stórum, hvítum stöfum
á hlið skipsins.
Lítið eitt innar í ármynninu bar fyrir augu
stórkostlega sjón. Það eru tveir stórskota-
kastalar eða varnarkastalar. Kastalar þessir
eru ekki fljótandi, heldur eru þeir steyptir
upp úr djúpinu. Þetta eru ferhyrndar bygg-
ingar og á að giska 40—50 metra á hvern
veg, með ótal turnum og gínandi fallbyssu-
kjöftum í allar áttir. Kastalar þessir höfðu
verið bygðir í heimsófriðnum. Einn Eng-
lendingurinn, sem var gamall og grár í hett-
unni, sagði mjer, að kastalarnir hefðu verið
bygðir til varnar gegn Þjóðverjum, »The
Germany« tók hann upp aftur og aftur,
hristi höfuðið, krepti hnefann og um leið
sýndi hann mjer vinstri höndina. Þar vant-
aði vöðva handarjaðars og nokkurn hluta
af úlnliðsbeinum. Mjer fanst jeg finna Þjóð-
verjahatur hans. Það lá einhvern veginn í
loftinu. Með okkur sigldi út einn Þjóðverji,
tvítugur piltur frá Cuxhafen við Saxelfu.
Stærri mann en hann hefi jeg aldrei sjeð.
Hann gat hvergi staðið upprjettur á 2. far-
rými, en venjulega, þegar hann stóð, skaut
hann höfðinu upp á milli bitanna í loftinu
og kiknaði þó í knjánum. Eitt rúm á »Goða-
foss« nægði honum ekki, heldur þurfti hann
að teygja fæturnar yfir í það næsta, þar sem
Gunnar, sem þó er vel hár, gat haft ferða-
koffortið sitt til fóta. Við Gunnar kölluð-
um hsnn alt af »þýska tröllið«. Og »þýska
tröllið« var nærsfatt, þegar Iitli Englending-
urinn var að gretta sig yfir Þjóðverjum.
En tröllið virtist ekki gefa um slíkt. Það
hafði sig á brott og jeg held að það hafi
verið hálf-hrætt við litla Bretann. Hann var
líka harðlegur, grár og kaldur, eins og enska
þokumistrið.
Inn fljótið eru alstaðar vitar. Þeir lýsa
tvisvar í senn á fárra augnablika fresti og
hringja um leið háh'ðlega tvöfalda hring-
ingu. Það er slór klukka og lóð í snúru
sitt hvoru megin, sem berja klukkuna ná-
Iega samtímis. En vitinn er festur á lííinn
bát, lokaðan að ofan, og á vitanum stend-
ur beggja vegna »Middle«, þ. e. miðja fljóts-
ins. Öll ströndin, sem enn hefir sjest, hefir
verið ber. Nú blasir við fyrsti skógurinn.
Það eru aspir, Ijósgræiiar með stórum lauf-
krónum. Aðeins sjest móta fyrir Grimsby
12*