Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Qupperneq 30

Nýjar kvöldvökur - 15.06.1928, Qupperneq 30
92 NÝJAR KVÖLDVÖKUR í þokunni. Á vesturströndinni biasa við búgarðar og grænar ekrur, en þær eru nú lítið grænni en brekkan hjá Samkomuhúsi Akureyrar var 10. maí, þegar við fórum. Vorið hefir verið svalt í Englandi. Skamt utan við höfnina í Hull, að vestan- verðu, eru upphlaðnir stallar, Iíkt og er víða í brekkunni á Akureyri. Stallar þessir eru ca. 1 km. að Iengd. Þeir eru hvanngrænir og mjög vingjarnlegir að sjá, en ef nánar er að gætt, sjást grunsamlegir svarlir bletlir hjer og þar um alla stallana. Það eru fall- byssukjaftar, sem þarna gína við innsigling- unni. Þarna eru fallbyssur, sem skifta hundr- uðum, ef til vill þúsundum, grafnar inn í hólana, og eru opin göng að þeim að aftan, En uppi á háhólunum standa laufgaðar aspir, sem Iáta grænar laufkrónurnar slúta fram yfir stallabrúnirnar. Það fór um mig hryllingur yfir þeim grá- Iega sakleysissvip, sem enska náttúran var þarna látin sýna manni. Nálega 3—4 km. fyrir innan stórskota- grafirnar eru 20—30 afarstórir olíu- og bensíngeymar, og frá þeim liggja tvær bryggjur ca. 1000 faðma langar inn á höfn- ina. Þetta stendur alveg sjerstakt og ekki áfast við land að því er sjeð varð. Klukkan 6 að kvöldi þess 15. maí lagðist »Goðafoss« við festar á ytri höfn í Hull, því að útfall var. Tollþjónar komu um borð og skoðuðu alt, en fóru jafnnær aftur. Okkar góði bryti ljet þá ekkert verkefni fá, sem og einu gilti. Mjer var dálítið órótt um kvöldið. Það er nokkuð heillandi fyrir þann, sem aldrei hefir til stórbæjar komið, að standa úti fyrir borgarhliðum einhvers stórbæjar heimsins og bíða þess að vera hleypt inn. En gráa mistursloftið, sem mjer fanst umlykja alt með helköldum alvörublæ, lagðist yfir mig eins og mara. Og kl. 10 verður aldimt. Kl. 4 f. h. þann 16. maí sigldi »Goða- foss« inn á höfn í Hull. Hull er stórfenglegur bær. AU er traust og sterklegt, en Iítt eru hlutir þar til feg- urðar gerðir. Jeg hafði aðeins 3 tíma til að skoða bæ- inn af því að »Goðafoss« stóð svo lítið við. Hvergi sá jeg þar nema einlyft hús. Mikið er af verslunum og víða eru þær ulanhúss á götum. Hafnargötur allar eru lagðar með höggn- um steini, sem er rekinn niður á endann. En inni í hinum fínni hlutum bæjarins eru götur ýmist malbikaðar eða Iagðar með trjám. Er það næsta einkennileg götugerð. Trjebútar eru reknir niður í götuna þjett saman. Á þessum götum er afar mjúkt og gott að ganga og á þeim er óhljóðbært. Húsin í elsta hluta bæjarins eru mest gerð úr rauðum múrsteini. Annars var það lítið, sem jeg fjekk að sjá af Hull, sem nærri má geta svona stuttan tíma. Forvitni mín var aðeins örlítið vakin, en nálega ekkert svalað. Kl. 4,20 lokaðist vindubrúin yfir Andrews- skipakvína á eftir okkur og »Goðafoss« var kominn á Ieið til Hamborgar. Alla leiðina að Saxelfu var nokkur velt- ingur og lá jeg því niðri. Var þessi síð- asti hluti ferðarinnar til fyrirheitna landsins sá dauflegasti. Gunnar, minn ágæti fjelagi, hafði kvatt mig í Hull. Þahn 17. maí kl. 8V2 kom »Goðafoss« inn í Saxelfu, en því miður tók þá brátt að dimma, svo að jeg gat ekkert notið hinnar fögru innsiglingar og fanst því snjallast að sofa í næði. Næsta morgun, þann 18., vakn- aði jeg við bryggju í Hamborg. Hans Kuhn, íslandsvinur, ætlaöi að taka á móti mjer í Hamborg, en hann var ein- mitt þessa daga að taka doktorspróf í Kiel og gat ekki komið. En Dr. Wölker, Iæknir við St. Georgs-spítala í Hamborg, sem fyrir þremur árum hafði verið á Akureyri með prófessor Stoppel, kom og bauð mig inni- lega velkominn. Ætlar hann svo að leið- beina mjer til Kiel. En þangað fer jeg í kvöld með járnbraut,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.