Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 4
98
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
þeir gerðu þannig grín að henni! Eitt af
því sem nýi tíminn hafði komið með, var
að maður gat ekki lengur áttað sig á því
sem sagt var, hvort það var satt eða log-
ið. Hvert sem manni var litið, blasti við
manni ókyrrð og fals. — Það var engin
virðing til lengur fyrir guði og gömlum
venjum. Ekkert var eins og fyrrum, jafn-
vel ekki veðrið, sem var nú vætusamara
og óstöðugra en áður. Sólin sást sjaldnar
á himninum og hún var heldur ekki eins
hlý og í gamla daga.
»Hefirðu munað eftir því að aðgæta
hellugólfið í heytóftinni, Hávarður?«
-"'kallaði hún skyndilega gröm. Hún mundi
eftir því hvað jarðvegurinn var þar
blautur á haustin.
»Já, já, mamma«, svaraði bóndinn.
Hann hafði ekki skap í sér til þess að
segja henni, að það væri búið að rífa
gömlu tóftina fyrir löngu síðan og að stór
hlaða eftir nýjustu gerð hefði verið byggð
í stað hennar. Hún gæti ekki skilið það,
já, hann sjálfur skyldi það jafnvel varla,
en sonur hans, hann Þóroddur vildi að
það yrði þannig. Hann sagði að það til-
heyrði nýja tímanum.
Hávarður bóndi rétti úr sér og þurkaði
svitann framan úr sér með erminni.
Hann horfði um stund á gömlu móður
sína. Hún sat þarna á þúfu. Visnar og
beinaberar hendur hennar voru krepptar
utan um birkilurkinn hennar. Andlit
hennar sneri móti sólinni. Grátt og gisið
hárstríið var ógreitt.----Húðin á enn-
inu og kinnunum var blágul og skorpin.
Munnurinn vár eins og skökk, mórauð
rák fyrir neðan bogna nefið hennar. Föt
hennar voru mestu tötrar. Hún þurfti
svo sem ekki að ganga í þessum ræflum.
Það hafði oft verið reynt að fá hana til
þess að fara í betri' spjarir. En það hafði
verið gamall siður í Dal að fleygja ekki
fötunum í burtu, fyr en búið var að slíta
þeim og þeim sið ætlaði hún að halda í
lengstu lög.
Ennþá var vilji og festa í gamla andlit-
inu. Það var auðséð að hún reyndi að
hafa »vakandi auga« með vinnunni. í
þessu kallaði hún: »Eruð þið búnir að
breiða vel yfir heyið hjá fjósinu? Há-
varður brosti. Það voru nú mörg ár síðan
að heyið hefði verið sett hjá fjósgaflin-
um. Hlaðan tók það allt og meira til.
Hávarður strauk hendinni yfir skeggið
og andvarpaði lítið eitt. Hann var líka
orðinn gamall og gráhærður, en það skifti
engu máli, hér var nóg af duglegum pilt-
um, sem gátu tekið við af honum. Hann
komst í gott skap við að líta yfir hópinn:
þrjá sterka og karlmannlega syni og sjö
barnabörn. Og jörðin var nú ekki sú
versta í Laxárdalnum, hún gekk næst
Hamrafelli og Laxá og kvikfénaður var
þar mikill. Það var unnið að jöriðnni með
dugnaði með nýtízku tækjum og vélum.
Það var nokkuð annað en á dögum föður
hans, þegar einn karlmaður var tvo daga
að stinga upp litla kartöflugarðinn! En
það hafði svo sem verið gaman að lifa
lífinu líka þá og öll þessi nýbreytni var
ekki að skapi lums. Hann gat ekki áttað
sig á sjálfum sér — hann gat ekki al-
mennilega gert sér ljóst við hvorn hon-
um líkaði betur, gamla eða nýja tímann.
Hann hrökk upp úr þessum hugleiðing-
um við að heyra kynlegt, marrandi hljóð,
líkt og dunur í snjóskriðu í fjarska. Hver
skollinn gat þetta verið? Það var ekki
laust við að hann fyndi til angistar fyrst.
Slík læti hafði hann aldrei heyrt áður.
Nú tóku hinir líka eftir þessu. Þeir hættu
hver af öðrum við vinnu sína. Þeir lögðu
við hlustirnar og skygndust í allar áttir.
Það var auðheyrt að hljóðið nálgaðist í
sífellu, en hvaðan kom það? Loksins konr
vesalings Hávarður auga á dökkan punkt,
hátt fyrir ofan fjöllin í suðri, og hann
flýtti sér að segja frá því. Þessi punktur