Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 5
SKIPIÐ SEM SIGLDI í LOFTINU
99
var eins og fugl, sem óðum kom nær og
stækkaði, jafnframt jukust þessar furðu-
legu dunur og dynkir.
Það var Þóroddur, — sá sem hafði ver-
ið í skólum í útlöndum — sem sagði
töfraorðið. »Flugvél!« sagði hann og setti
upp mesta spekingsvip. Þetta var nú víst
ekkert merkilegt í hans augum. Hávarð-
ur bóndi velti fyrir sér orðinu. Flugvél?
Jú, hann vissi svo sem hvað það var.
Hann hafði bæði lesið og heyrt talað um
þær, þessi furðu skip, sem gátu siglt í
loftinu. Hann stóð kyrr með opinn munn-
inn og starandi augu og hann varð fjálg-
ur eins og hann væri í kirkju.
»Hvaða dunur eru þetta, Hávarður«,
spurði Þóroddína gamla með ógnandi og
tortrygginni röddu. Hún stóð á fætur
með erfiðismunum og rölti í áttina til
hinna, sem ósjálfrátt höfðu þokast nær
hver öðrum.
»Jeg er að spyrja hvað þetta sé!« sagði
hún aftur, og það var eins og gráthljóð í
röddinni. Rétt á eftir sagði hún með
hvassri röddu: »Getið þið ekki svarað
mér, segi ég! Er búið að sauma fyrir
kjaftana á ykkur?«
»Það er flugvél, amma«, svaraði Þór-
oddur.
»Hverskonar vél«, urraði kerlingin
geðvond.
Hún hafði oft heyrt þetta orð og eink-
um seinni árin, en einu vélarnar sem hún
gat gert sér í hugarlund voru saumavél-
ar og skilvindur, og hún hafði aldrei
heyrt láta eins í skilvindu. Þessi djöfla-
gangur gerði hana utan við sig og grama.
Hverskonar ný vitleysa var nú þetta?
Gat hún ekki eyðilagt jörðina og heill
ættarinnar ? Það var eins og dynkirnir
væru rétt yfir höfði manns núna. Gat
það verið að þetta væri eitthvað, sem Há-
varður hefði keypt, þegar hann var sein-
ast í kaupstað. Hann var annars vanur
því, drengurinn, að segja henni frá öllu,
sem hann kom heim með frá kaupmann-
inum, ef hann þá sagði henni’ alltaf satt
frá? Já, hún hafði grunað hann um lengri
tíma að segja sér ekki frá öllu eins og það
var. Hann var víst orðinn sýktur af nýja
tímanum eins og aðrir.
»Hvað er þetta, Hávarður«, skrækti
hún og það var auðheyrt gráthljóð í
gömlu, hásu röddinni.
En rétt í þessu flaug flugvélin yfir dal-
inn. Hún fór svo lágt að hún sást greini-
lega. Þóroddur fræddi fólkið á því um
leið og hann spýtti langt frá sér, að þetta
hlyti að vera fyrsta ferð flugvélarinnar,
sem ætti að flytja farþega á milli staða
á íslandi. Hitt fólkið var svo gagntekið
af þessu að það aðeins stóð og gapti.
Enginn sinnti um Þóroddínu gömlu, sem
stóð þarna spyrjandi, og sneri þessu
andliti, sem dauðinn og ellin voru búin að
setja mark sitt á, í áttina til þessara
andstyggilegu dynkja, sem klufu loftið.
Þeir fóru ekki að útskýra þetta fyrir
henni, fyr en drykklangri stund á eftir
að furðuverkið var horfið bak við fjöllin
í norðri. Fyrst reyndi Þóroddur að gera
það, en honum var fljótt skipað að þegja
með glefsum. »Þegiðu!«, því að það sem
hann sagði var of vitlaust, til þess að
fullorðið fólk gæti eytt tíma í að hlusta
á það. Hún sagði honum það hreinskilnis-
lega og síðan spurði hún son sinn:
»Hvað var þetta, Hávarður?« og rödd
hennar var há-alvarleg.
»Já, sjáðu til mamma«, byrjaði bónd-
inn í Dal. Hann var ekki almennilega í
essinu sínu. Honum var líka innan-
brjósts, sem hann væri nýkominn frá
jarðarför. Þessi stund hafði verið svo
hátíðleg.
»Sjáðu til, mamma, þetta er einskonar
skip, sem getur siglt í loftinu«.
»Skip, sem getur siglt í loftinu«, át
gamla konan upp eftir honum, en með
13*