Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 6
100 NÝJAR KVÖLDVÖKUR lágri og hljómlausri röddu, og blind augu hennar störðu fast út í bláan geiminn. Hún hafði aðeins einu sinni á æfinni séð skip. Það var í kaupstaðnum — þar var stór skonnorta með háum siglutrjám og hvít- um seglum. Seinna hafði hún heyrt talað um skip, sem voru rekin áfram á móti veðri og vindi með einskonar vél. Það mátti vel vera. Hún hafði aldi’ei trúað því. En að skip gæti siglt í loftinu! Hún sá í huga sér stóru skonnortuna með öll segl uppi. Hún átti þá að geta flogið hérna yfir dalinn — beint fyrir ofan höf- uðin á þeim! Og hvaðan komu svo þessar andstyggilegu dunur? Nei, það var aug- Ijóst fyrir hvern þann, sem var ekki alveg búinn að tapa vitglórunni, að þetta hlaut að vera argasta lygi og þvættingur. Og skyndilega sauð reiðin upp í gömlu konunni. Hún skyldi sýna honum Hávarði það, að ennþá var það skap í gömlu Þór- oddínu, að hún léti það ekki óhegnt, að logið var svo blygðunarlaust að sér. Hún þreif með báðum höndum utan um digra birkilurkinn sinn og lamdi fast með hon- um þangað sem hún hélt að Hávarður stæði. En Hávarður var farinn sína leið, svo að þetta varð vindhögg hjá henni. Kerlingin fylgdi vel á eftir högginu, því að hún hafði ekki gert ráð fyrir öðru en að hann væri þar ennþá. Hún steyptist yfir sig og veltist um, en strákarnir og vinnufólkið veltist um af hlátri. Hún lá kyr eitt augnablik einsog högg- dofa, því næst skreyddist hún með erf- iðismunum á fætur aftur. Hún þurkaði sér um vot augun á svuntunni, því næst snéri hún sér frá hinu fólki'nu og rölti heim á leið. Að hann Hávarður, drengur- inn hennar, gæti nokkurn tímann orðið eins vondur og spiltur af lýginni og reynd var á, það var ofvaxið skilningi hennar. Hún komst inn í kompuna sína, þreif- aði sig fram að rúminu og fór að tína af sér tötrana. Já, nú ætlaði hún að hátta og það fyrir fult og alt — úr þessu virt- ist henni hún ekki hafa meira að gera í heiminum. Davíb Þorvalds&on þýddi lauslega. Fyrsti róðurinn. Saga eftir Kristmann Guðmundsson. En hvað himininn var orðinn þungbú- inn! Þetta var í fyrsta skifti, sem Grímur litli fór í róður. Hann hafði hlakkað lengi til þess. Þegar þeir sigldu út fjörðinn í glaða sólskini um morguninn, þá brutust margar þrár um í brjósti hans. Honum var létt í skapi, það var líkast því að eitt- hvað æfintýralegt ætti að fara að ske. Að hugsa sér að hann skyldi sjálfur vera með núna! Hann hafði oft á kvöldin setið út á nesinu og horft á bátana koma siglandi inn fjörðinn. — Formaðurinn, karlmannlegur og stór, sat við stýrið. Sjómennirnir voru í háum stígvélum og með gula sjóhatta. Já, það var gaman að vera fullorðinn. Þá mátti maður gera alt.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.