Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Page 7
FYRSTI RÓÐURINN
101
Og þá gat maður líka tekið eins mikið í
nefið og maður vildi.
Hann yrði nú líka fullorðinn einhvern
tímann. Þá ætlaði hann sér að verða for-
maður á bát afa síns. Hann ætlaði sér að
sitja sjálfur við stýrið og róa lengst og
af mestu kappi og fiska meira en allir
aðrir við fjörðinn. Þessi ár höfðu liðið
svo undarlega seint. í fyrra var hann
fermdur og eftir ferminguna varð maður
eins og orðinn hálfgerður karlmaður.
Hann var þá þegar farinn að ympra á
því við afa sinn, að hann væri orðinn
nógu gamall til þess að fara með á sjóinn,
að minnsta kosti á sumrin.
Gamli maðurinn eyddi því. Hann sagði
að það væri svo margt að gera heima:
salta fiskinn, beita og margt annað. Hann
sagði að þeir gætu athugað málið. Ef til
vill næsta ár. — »Þú kemst nógu snemma
á sjóinn, drengur minn. Vertu aðeins
rólegur.«
En Grímur litli lét ekki svo auðveldlega
undan. Hann var að tönglast á þessu dag-
lega. Afinn varð að lokum þreyttur á
þessu eilífa kvabbi, það var þá líka bezt
að strákanginn fengi að hlaupa af sér
homin. Hann hætti þá ef til vill þessu
rausi.
Það var silgt út fjörðinn í geislandi
sólskininu um morguninn. Hressandi
vindblærinn þandi út seglin og rak hvísl-
andi litlar bylgjur eftir sjávarfletinum.
Þeir sigldu beina leið út á Tindadjúp.
Grímur litli hafði aldrei komið svo
langt út á hafið. Hann þekti varla fjörð-
inn sinn lengur, þarna langt inni á mill-
um dökkra, snævi krýndra fjallanna.
En það var fallegt þarna úti. Hafið var
næstum slétt og bátarnir lágu dreifðir
um það eins og svartir, syndandi fuglar.
Reykurinn liðaðist upp frá bæjunum,
langt í burtu í hlíðunum. Grímur sá nýj-
ar, stórar sveitir og firði, ný fjöll og
jökla. Allt var svo nýtt og hressandi. —
Já, þetta var líf. strákur! Það var alveg
eins og í æfintýrunum, sem hún amma
kunni svo mikið af.
Það var mesta máfamergð í kringum
þá. Það var gaman að horfa á þá. Þeir
voru vissir með að hefja sig lítið eitt upp,
þegar þeir höfðu setið um stund. Þeir
svifu rétt fyrir ofan sjávarflötinn án
þess að hreyfa vængina. Síðan settust
þeir aftur!
Grími litla fannst þetta kjánalegur
leikur. Hann hefði flogið hærra hefði
hann haft vængi. En fallegir voru máf-
arnir.
»Settu út ár, strákur, og róðu að dufl-
inu«, 'sagði Grímur gamli, afinn. Hann
tók upp tóbaksdósirnar, snýtti sér svo
tók undir og tók í nefið.
»Það er bezt að bíða ekki með að draga
línuna«, sagði hann, »þessum svarta ský-
skratta þarna burtu er ekki treystandk.
Himininn varð undarlega dökkur til
austurs. En Grími' litla virtist ekki vera
nein ástæða til þess að óttast það, þar
sem það var stillt og gott veður.
Þeir voru hálfnaðir með línurnar, þeg-
ar það fór að ókyrrast. Fyrst kom hvöss
vindkviða, síðan jókst hvassviðrið. Hafið
varð með hvítum blettum. úr norðaustri
komu þungar, ógnandi bylgjur. Þær voru
dökkgrænar og gráar í toppinn.
En hvað himininn varð þungbúinn!
Grímur litli fór að finna til kvíða. — Á
einu augnabliki var hann orðinn bál-
hvass. Að lokum urðu þeir að skera á lín-
una og róa af stað. Það var hættulegt að
bíða of lengi í slíku veðri.
»Vertu ekki fyrir, strákur! Farðu fram
í stafn!« sagði afinn hörkulega með
dimmri röddu. Grímsa litla hafði aldrei
virzt hann svo stór og voldugur sem nú,
er hann stóð þarna og halaði upp seglið.
Og það var eins og hann stækkaði sífelt.
En aldrei á æfi sinni hafði Grími litla
fundizt hann sjálfur svo lítill.