Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Page 8
102
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Báturinn hjó mikið. Þeir fengu dálitia
ágjöf. Grímur litli kunni ekki almenni-
lega við sig. Það kom óþægilegt bragð í
munninn á honum og höfuðið varð þungt.
Gat það verið að allt þetta fengi góðan
endir?
Allt í einu hrikti í bátnum. Þeir vora
búnir að festa stórseglið.
Þeir þutu á fleygiferð yfir ólgandi haf-
ið. Það sauð á keipum og löðrið skvettist
framan í þá.
Grímur gamli settist sjálfur við stýr-
ið. Hann þrýsti sjóhattinum fast á sig.
Andlitssvipur hans varð mjög einbeittur.
Grímur litli varð að fara framm í. Sjó-
mennirnir réttu hann á millum sín. Hann
sá svo sem vel að þeir flissuðu.
Æ, hvað var orðið dimmt. Hvernig
myndi þetta enda?
Stormurinn úr norð-austri jókst. óðum.
Hafrokið hvirflaðist í kringum bátinn.
Landið, fjörðurinn og fjöllin voru horfin.
Umhverfis þá sást ekki annað en blá-
grænar bylgjur. Báturinn hallaðist á hlið-
ina. Það kom sífelt sjór inn. Það var líka
svo óheillavænlegur þytur i loftinu.
Grímur litli var að hugsa um að vafa-
laust væru þeir nú að nálgast dauðann.
Hann fölnaði upp af angist, þegar honum
varð það fyllilega ljóst.
Það var eins og báturinn hyrfi undan
honum.
í þessari skelfingu var eins og hann
sæi bregða fyrir höfðinu hennar. Höfuð
með dökka lokka og glettnisleg, grá augu,
sem stundum horfðu svo ástúðlega á
mann.
Vesalings Inga! Myndi hún gráta? Eða
myndi hún gleyma honum og vera með
Kalla smiðs? Eins og hún gerði í fyrra-
vetur, þegar þau reiddust hvort við ann-
að. Ef hann skyldi nú deyja?
Kalli smiðs! Þessi svatri, digri labba-
kútur! Nei, fjandinn hafi það! Heldur
skyldi hann.....!
Hann lifnaði alveg við og fór að stara
til lands. Sannarlega — þarna sá hann
Horn. Það leit út eins og svört tröllskessa
í sjávarlöðrinu.
En það dimmdi sí og æ. Hann missti
aftur kjarkinn.
Aldrei, nei, aldrei skyldi hann koma
út í bát aftur, ef hann kæmist nú aðeins
lifandi í land núna.
»Það þurfa tveir að ausa. Látið strák-
inn passa fokkuna!«
Rödd afans heyrðist harkaleg og ákveð-
in í gegnum stormgnýinn. Hann leit svo
undarlega á Grím litla.
»Heyrirðu strákur. Haltu fast! En
slepptu jafnskjótt og ég segi þér«.
Afinn starði á hann með hvössum og
rannsakandi augum. Grímur litli fór að
verða aumingjalegur við að mæta þessu
augnaráði.
»Þú ert hræddur, strákur! Hræddur
eins og stelpa!« Grímur gamli sagði þetta
hryssingslega og háðslega, síðan spýtti
hann út úr sér. — »Svei!«
Gímur litli tók fastar á fokkunni. Var
hann þá hræddur. Og ef að þeir kæmust
nú lifandi í land. Hvort þeir myndu þá
ekki hlægja og henda gaman að honum!
Allt í einu kom honum Kalli smiðs í
hug aftur. Hann sá bölvað glottið hans,
sem var svo ljótt og glennt að allar
skökku tennurnar sáust.
Báturinn risti nú dýpra. Hafið sauð í
kringum þá eins og mjólk í potti. Þeir
voru komnir í röstina við Horn.
»Gáðu að fokkunni, strákur! Ég segi
þér að gá að henni!«
Já — nú gerði Grímur litli sér fulla'
grein fyrir öllu. Þeir myndu aldrei kom-
ast lifandi frá þessu. Nú voru þeir áreið-
anlega glataðir.
Allt í einu varð honum það ljóst að
hann var ekki baun hræddur lengur. Nei,
hann var ekki vitund hræddur. Hann
endurtók í hálfum hljóðum: Ekki hrædd-