Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 15
SÍMON DAL 109 ekki. en kastaði sér niður á marmara- 'bekk, huldi andlitið í höndum sér og virt- ist vera mjög örvilnuð. »Það segi eg satt«, sagði hinn heiðar- legi Fontelles við sjálfan sig, »þetta geng- ur allt yfir minn skilning«, Á næsta augnabliki kom Carford inn í stofuna og heilsaði Fontelles afar hjartanlega. Fon- telles var ekki maður, sem eyddi tíman- um í óþarfa spurningar. Hann byrjaði þ>egar að létta hjarta sitt fyrir Carford. Hann sagði frá öllu, sem þeim Barböru hafði farið á milli og dró ekkert undan. Iíomst hann í mikla æsingu og gekk með hröðum sKrefum fram og aftur um gólf- ið. Carford sat á stól og hlustaði með at- hygli og um leið athugaði hann andlit og svipbrigði Frakkans vandlega. Hann var ekki alltof bráður á sér til að treysta því, að menn væru drenglyndir eða mæltu af heiíum hug, þess vegna vissi hann ekki hverju hann ætti að trúa. En brátt sann- færðist hann um, að Frakkanum var í raun og veru alveg ókunnugt um eðli þess erindis, sem hann var látinn reka, og að hann var bæði undrandi og móðg- aður yfir þeim viðtökum, sem hann hafði fengið hjá Barböru. »Og hún sendi eftir yður til þess að fá ráð hjá yður?« hrópaði Fontelles í enda ræðu sinnar. — »Það var sannarlega gott, vinur, því þér eruð maður til þess að ráðleggja henni hið eina rétta!« »Það veit eg nú ekki«, sagði Carford, sem vildi' þreifa sig áfram. »En þér vitið heldur ekki allt«, hélt Fontelles áfram. — »Eg talaði vingjarnlega við hana, til þess að fá samþykki hennar sjálfrar. En yður get eg sagt allan sannleikann: Eg hefi beina skipun konungs, að sækja hana, hvað sem hver segir. Þér sjáið því, kæri lávarður minn, hvað yður ber að ráð- leggja henni — þér viljið þó ekki óhlýðn- ast boðum konungsins?« — Nú var það ■einmitt þetta, að hann jafnvel skyldi ó- hlýðnast boðum konungsins, sem Barbara hafði heimtað af honum. Carford þagði og Fontelles, hélt áfram: »Auk þess væri það sú mesta móðgun gagnvart mér, að hindra mig frá að framkvæma erindi mitt. — Eg skil annars ekkert í, hver hefir getað komið þessari óvild til mín inn hjá stúlkunni — því það getur þó ó- mögulega verið þér? Eg veit að þér efist ekki um, að eg sé heiðarlegur og áreiðan- legur maður?« Hann þagnaði og beið þess að Carford svaraði spurningum hans, sem hann hafði sagt af miklum hita. Það var ekki laust við að honum fyudist þögn Carfords vera móðgandi. Sannleikurinn var sá, að Carford var í standandi vandræðum. Segði hann Fon- telles allan sannleikann, var ekkert lík- legra, en að hinn heiðarlegi og dreng- lyndi, en geðríki Frakki, mundi fara leið- ar sinnar, án þess að gera frekari tilraun til að fá Barböru með sér, en hið bezta meðal, sem Carford hafði til að vinna hana, voru vandræði hennar, og að hún yrði að treysta á hjálp hans. En á hinn bóginn þorði hann ekki að deila opinber- lega við Fontelles og taka afleiðingunum af að hafa óhlýðnast boðum konungsins — og gerði hann það ekki mátti hann þó eiga víst, að Barbara sneri við honum baki í fyrirlitningu. »Nei, eg efast ekkert um heiðarleika yðar eða drenglyndk, mælti Carford. — »En það er dálítið í þessu máli, sem yður er ekki kunnugt um. Eg verð því að biðja yður um nokkurra stunda frest — og svo skal eg segja yður hreinskilnislega, hvernig í öllu liggur«. »Fyrirskipanir mínar leyfa mér ekki að gefa neinn frest«, svaraði Fontelles. »Þér getið þó ekki numið stúlkuna burtu með valdi«, mælti Carford. »Eg tel aðstoð vina minna og boð konungsins nægilegt til þess, að eg þurfi ekki að beita valdi«, svaraði Fontelles. Carford var staðinn á fætur

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.