Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 17
SÍMON DAL 111 spurði hún. — »Nei, með yðar leyfi ætla eg að verða hérna eftir«, svaraði hann. Hún vissi auðsjáanlega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. — »En hvert fer M. de Fon- telles þá?« hrópaði hún. Fontelles svaraði 'þessari spurningu sjálfur: »Eg þarf að finna mann, sem eg hefi ögn að tala við«. •»Hafið þér þá ekkert að tala við Carford lávarð?« »Það má bíða«, svaraði hann. »Óskar hann sjálfur að láta það bíða?« spurði hún fljótlega. »Já«. »Mér datt það í hug«, mælti Barbara. — »En við Símon Dal....« »Við Símon Dal?« hrópaði Bar- bara. — »Hvað viljið þér Símoni Dal?« »Hann hefir móðgað mig tvisvar — og nú hefi eg ástæðu til að ætla, að hann vinni á móti mér!« Reiðin sauð nú aftur í Fontelles. Barbara sló saman höndun- um og hrópaði fagnandi: »Farið þér til hans! Nú er Guð góður við mig! — Far- ið þér að finna Símon Dal!« Fontelles starði forviða á hana og Carford gat ekki leynt gremju sinni; augnaráð þeirra vöktu hana til umhugsunar um það, sem hún hafði hrópað, stokkroðnaði. En hún var stolt mitt í blygðun sinni og mætti augum þeirra djarflega. — Fontelles minntist nú aðvörunar Carfords og ■fannst hún enganveginn ástæðulaus. En hann var alltof hæverskur maður til þess að vilja stara á hana, þegar hún roðnaði. — Hann leit undan og sagði alvarlega: »Já, nú fer eg að finna mr. Símon Dal«, og um leið snerist hann á hæli og gekk ieiðar sinnar. Barbara fékk snögglega nýja hugsun og um leið efa um, hvort hún dæmdi hann réttilega. Hún hljóp á eftir honum. — »Hvað viljið þér Símoni Dal!« spurði hún. »Það get eg ekki sagt yður«, svaraði hann. Hún horfðist eitt augnablik fast í augu við hann. Henni var erfitt um andardrátt. Roðinn hvarf Ar kinnum hennar og hún varð mjög föl. »Mr. Dal«, mælti hún og rétti úr sér, »mun mæta yður alveg óhræddur«. Fon- telles hneigði sig, sneri sér aftur við og gekk með hröðum skrefum niður eftir veginum, ákveðinn í að finna mig. Barbara var nú ein eftir hjá Carford. — »Nú, lávarður minn«, mælti hún, »hafið þér sagt M. de Fontelles, hvað hver heiðarlegur maður verði að álíta um hann og erindi hans?« »Eg trúi fastlega að hann sé heiðarlegur«, svaraði hann. »Og vegna þessarar trúar getið þér auð- vitað verið alveg rólegur?« sagði hún. »Eg er minna rólegur vegna þess, sem eg sá rétt áðan«, svaraði hann gremjulega. Það varð þögn. Barbara gat ekki leynt geðshræringu sinni, en hún stóð bein og djarflega frammi fyrir hinu reiðilega augnaráði hans. Hún horfði lengi á hann, og að síðustu virtist hún alls ekki sjá hann. Og svo fór hún að tala í blíðum róm, eins og hann væri hvergi nærri, og hún aðeins svaraði spurningu hjarta síns: »Eg gat ekki sent eftir honum!« mælti hún, »nei, eg vildi ekki senda eftir honum. — En nú hlýtur hann að koma — já, hann hlýtur nú að koma!« Carford varð hálf-geggjaður yfir þess- um orðum, er komu sem svar við athuga- semd hans sjálfs, og ekki síður af af- brýðisemi og hatri gagnvart mér. Hann stökk að henni og greip um úlnlið henn- ar. »Hvers vegna ertu að tala um hann? Elskarðu hann ?« hvæsti hann út á milli' samanbitinna tannanna. Hún horfði á hann hálf reið, hálf undrandi og sagði svo: »Já!« »Hann — kærastann hennar Nelly Gwyn!« »Þér elskið hann?« »Alltaf, alltaf, alltaf!« hrópaði hún. Svo kom hún nær honum eins og lostin af skelfingu: »Ekki eitt orð!« Ekki eitt orð!« hrópaði hún. — »Eg veit ekki hvaða mann þér hafið að geyma — og eg treysti yður ekki, fyrirgefið, fyrirgefið! En hvernig mað- ur, sem þér eruð, þá sýnið mér þá misk- unnsemi, að tala .ekki um það við hann, lávarður minn!« »Eg skal ekki segja

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.