Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 18
112 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Fontelles frá því«, mælti Carford. — »Fontelles? Fontelles! Nei, nei, þér meg- ið ek'ki tala um það við Símon!« Andlit Carfords afskræmdist af illúðlegu brosi. »Svo þér elskið þennan pilt?« sagði hann. »Þér eruð búinn að heyra það, lávarður minn«. »Og elskar hann yður?« rödd hans var hörð og ógnandi. Hún mætti augum hans án þess líta undan og sagði: »Farið þér!« »Elskar hann yður?« Andlit hennar varð náfölt; nokkur andartök sagði hún ekkert, svo mælti hún stillilega en eins og allt líf væri horfið úr rödd hennar: »Það held eg ekki, lávarður minn!« Hann hló. »í guðs bænum, getið þér ekki farið!« hrópaði hún. Sá snefill sem eftir var af drenglyndi í honum hlaut nú að skipa honum að hlýðnast boði hennar. Hann snerist á hæli og fór. Hún stóð kyrr, þangað til hann var farinn, þá fleygði hún sér niður á marmarabekkinn og grét beisklega. -— Eg hefi oft óskað þess, að eg hefði verið þar þá! — M. de Fontelles mætti mér á vegin- um. Þó hann væri mér reiður, þá gætti hann allrar kurteisi og byrjaði á að segja mér, að hann væri sendur af konungin- um og færi í erindum hans. En eg greip fram í og sagði ögrandi: »Nú, mér þykir vænt um að heyra að þér farið í erindum konungsins og ekki fyrir M. de Perren- oourt«. Hann roðnaði. »Vér vitum það, sem vér vitum, sir«, sagði hann. »Ef þér hafið eitthvað að segja móti M. de Per- rencourt, þá er mér að mæta, þar sem eg er vinur hans. — Voruð það þér, sem hrópuðuð á eftir mér í gærkveldi?« »Já, það var eg — og það var kjánalegt af mér. — En hvað viðvíkur M. de Perren- court....« »Ef þér ætlið að tala um hann, þá verðið þér að tala með tilhlýði- legri virðingu. — Þér vitið um hvern þér talið!« — »Það veit eg vel«, svaraði eg, »og þó hefi eg haldið hlaðinni skamm- byssu að höfði hans«. — Eg skal játa, að það var ekki laust við, að eg væri dálítið hreykinn. Hann hrökk við — svo hló hann háðslega. »Það var þegar mistress Quinton, hann og eg vorum þrjú saman í bát«, hélt eg áfram, — »og við deildum um, hvor okkar ætti að fylgja henni, og hvort hún ætti heldur að fara til Calais eða til Englands. — Eg átti að giftast henni, ef við færum til Calais, og samt fór eg með hana hingað«. »Yður þóknast að tala við mig í gátum«, sagði hann. Þær gátur geta ekki verið erfiðari að skilja fyrir yður, en erindi yðar til mín er fyrir mig«, svaraði eg. Hann hélt reiði sinni í skefjum með valdi, og í fám orðum sagði hann mér nú, hversvegna hann væri kominn og bættí því við, að Carford hefði ráðlagt sér að fara til mín. — »Mér er sagt, að þér haf- ið talsvert vald yfir stúlkunni«, sagði hann. Eg horfði rannsakandi í augu hans. Hann mætti augum mínum, án þess að líta undan. — Það var grænn grasbali rétt við veginn, þar sem við stóðum, eg settist þar, en hann vildi ekki setjast heldur stóð teinréttur frammi fyrir mér. »Eg ætla að skýra fyrir yður hið sanna eðli þess erindis, sem þér eruð kominn hingað í«, sagði eg; og svo hóf eg upp frásögn rnína með þeim skýrustu orðum, sem málið átti til og með þeirri áherzlu, sem eg gat lagt í orðin. Hann hlustaði á mig, án þess að segja eitt einasta orð og án þess að hreyfa sig. Augu hans horfðu alltaf í augu mín á meðan eg talaði — og eg hygg, að það hafi verið fullkomin samúð á milli okkar, þannig að eg bráð- lega og ósjálfrátt var sannfærður um, að eg hefði heiðarlegan dreng fyrir mér, og hann efaðist ekki um, að eg segði allan sannleikann. Andlitsdrættir hans urðu harðir og ákveðnir á meðan hann hlust- aði. Honum var nú ljóst hlutverk það, er hann hafði verið látinn leika, en hann lagði aðeins eina spurningu fyrir mig>

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.