Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 19
SÍMON DAL 113 þegar eg hafði lokið máli mínu: »Vissi Carford lávarður þetta allt saman?« »Já, hann vissi það allt«, svaraði eg. »Hann var einn af trúnaðarmönnunum við allt, sem fram fór«. »Við hittumst aftur, Mr. Dal, áður en eg fer frá þorpinu aftur«, mælti Fontel- les, og um leið og hann slepti orðinu var hann farinn og hljóp nú við fót eftir veg- inum. Eg gerði enga tilraun til að stöðva hann, því eg þóttist vita, að hann mundi vilja flýta sér að ná fundi Barböru og biðja hana afsökunar; og eg vissi að nú mundi hann ekki gera henni neitt til miska. — Eg stóð á fætur, því eg hafði einnig verk að vinna. Nú var Fontelles úr vegi, en Carford var eftir. — Barbara hafði ekki sent eft- ir mér, en eg stóð samt í þjónustu henn- ar, hver sem launin yrðu. — Það var á- liðið dags, þegar eg lagði af stað til Quin- ton-hallar. Eg vissi ekkert um, hvað þeim Barböru og Carford hafði farið á milli, eða að játning hennar, að hún elskaði mig, hefði egnt hann til þess ýtrasta. En eg þóttist vita, að hann mundi leita nýrra bragða, úr því að honum hafði ekki tek- izt að koma okkur Fontelles saman í deilu. Fontelles hlaut að hafa gengið rösk- lega, því þrátt fyrir, að eg lagði af stað rétt á eftir honum, sá eg ekkert til hans; og þegar eg kom inn fyrir hliðið, voru hin löngu trjágöng, er lágu upp að hús- inu, mannlaus. — Undarlegt var það, að mér datt ekki í hug að setja þennan hraða hins bráðlynda Frakka í samband við síðustu spurningar hans. — Vafa- laust ætlaði hann sér að afsaka sig við Barböru, þegar tími yrði til, en það var ekki sú fyrirætlun, sem nú léði fótum hans vængi. Erindi hans var það sama og mitt eigið. Hann leitaði Carfords — al- veg eins og eg. Hann fann það, sem hann leitaði — eg það, sem eg leitaði ekki, en þegar það var fundið, var ekki auðvelt að fara framhjá. Hún var á gangi nálægt trjágöngunum, en á grængresinu undir trjánum. Eg kom auga á kjólinn hennar á milli laufanna og staðnæmdist ósjálfrátt eins og af ein- hverjum töfrum. Nokkra stund stóð eg hreyfingarlaus, svo sneri eg af leið og gekk hægt í áttina til hennar. Hún sá mig, þegar eg var kominn nærri því að henni. Fyrst virtist hún vera að hugsa um að flýja, en að lokum sneri hún sér að mér og beið rólega. Augu hennar voru mjög sorgbitin, og það var auðséð að hún hafði grátið; og um leið og eg kom, sá eg, að hún stakk einhverju, sem mér virtist líkjast bréfi, í barm sér, eins og hún væri mjög hrædd við að láta mig sjá það. — Eg hneigði mig djúpt. »Eg vona«, sagði eg, »að lafði minni sé farið að batna«. »Já, þakka yður fyrir, en það gengur seint«, svaraði hún. »Og að þér hafið ekki haft neitt illt af ferðinni!« »Þakka yður fyrir, alls ekki!« — Það var undar- legt, það virtist ekki vera neitt annað samræðuefni, hvorki á jörð eða himni, því eg leit fyrst niður á jörðina og svo upp til himins, en fann ekki neitt. — »Eg ætlaði að finna Carford lávarð«, sagði eg að síðustu. Eg sá eftir þessum orðum undireins, því auðvitað mundi hún tafar- laust vísa mér til Carfords og segja, að hún á engan hátt vildi tefja mig, og eg blótaði sjálfum mér í hljóði fyrir klaufa- skapinn. En mér til mikillar undrunar hrópaði hún að því er mér virtist ótta- slegin: »Nei, nei! Þér megið ekki finna Carford lávarð!« »Nú, hvers vegna ekki?« spurði eg. »Hann getur ekki gert mér neitt — eða að minnsta kosti — hann ætti ekki að geta gert mér neitt, ef sverð mitt getur stöðvað sverð hans«. »Það er ekki það«, hvíslaði hún og stokk- roðnaði, — »nei, það er ekki — ekki það«. JS

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.