Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 20
114
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
»Nú, þá ætla eg að finna hann«. »Nei,
nei, nei!« hrópaði Barbara og hræðsla
hennar var auðsæ. — Eg skildi hana
ekki. Eg vissi ekki neitt um játningu þá,
er hún hafði gert, og vildi ekki með
nokkru móti að eg fengi að heyra. Þó var
það nú ekki mjög sennilegt, að Carford
mundi segja mér hana, nema því aðeins,
að reiðin hlypi með hann í gönur. »Þér
ætlið þó ekki að sýna mér þá vinsemd, að
vera eins og skjöldur milli mín og reiði
hans?« mælti eg dálítið háðslega. »Nei«,
svaraði hún og leit undan. »Hvað er hann
að gera hérna?« spurði eg. »Hann vill
fylgja mér til föður míns«. »Guð minn
góður — þér ætlið þó ekki að fara með
honum?« hrópaði eg. Svolítið brot úr sek-
úndu horfðumst við í augu, svo leit hún
aftur undan vandræðalega. »Eg á við«,
sagði eg, »ætli það sé hyggilegt að fara
með honum«. »Já, auðvitað, þér áttuð við
það«, hvíslaði húh. »M. de Fontelles mun
ekki gera yður neitt ónæði framar«,
mælti eg eins rólega og eg hefði verið að
tala um verðið á hveitinu. — »Hvað?«
hrópaði hún. »Er hann hættur við....?«
»Hann vissi ekki sannleikann, og eg
sagði honum hvernig í öllu lá. Hann er
heiðarlegur maður og drenglyndur«. »Þér
hafið gei*t það líka, Símon!« Hún færði
sig einu skrefi nær mér. »Það var það
minnsta, sem eg gat gert«, sagði eg. »En
eg er yður samt afar þakklát!« mælti hún
og eg hneigði mig kurteislega.
Hversvegna að vera að segja frá svona
hversdagslegum hlutum? — Sérhver
maður hefir sömu endurminningar að
segja frá — og sérhverjum finnst þær
þó fágætur fjársjóður, sem alltaf er vert
að minnast. — Kveldið var undurfagurt;
hægur andvari hvíslaði í trjátoppunum,
og eg gat naumast greint, hvenær það
var andvarinn, og hvenær Barbara, sem
hvíslaði, báðar raddirnar voru svo blíðar
og líkar. Hún var nú mjög ólík þeirri
hefðarmey, sem eg hafði ferðast með —
en lík þeirri, sem litla stund hafði talað
við mig í herbergisdyrum sínum í Canter-
bury.
»Þér hafið ekki sent eftir mér«, sagði
eg í lágum hljóðum. — »Eg býst ekki við
að þér kærið yður neitt um mig?« Hún
svaraði engu. »Hversvegna köstuðuð þér
gullpeningnum mínum í sjóinn?« sagði
eg. — Enn varð þögn. »Hvers vegna vor-
uð þér svona við mig á leiðinni?« spurði
eg. »Hvers vegna hafið þér ekki sent eft-
ir mér«, hvíslaði eg.
Hún virtist ekki hafa svar við neinni
af þessum spurningum. í augum hennar
var ekkert nú sem talaði um annað, en
að hana langaði til að komast burtu. En
hún bað mig ekki að fara, og án þess datt
mér ekki í hug að yfirgefa hana. Eg var
búinn að gleyma Carford og hinum reiða
Frakka, deilu minni og hættu hennar. —
1 spurningar mínar hafði eg lagt allt það,
sem nú var mér nokkurs virði í lífinu. —
Snögglega stakk hún hendinni í barm
sér og dró út pappírsmiðann, sem eg
hafði séð hana fela þar. Hún braut hann
í sundur og las eða virtist lesa eitthvað,
sem stóð skrifað á hann, svo kreppti hún
hendina utan um hann. f næsta augna-
bliki var eg við hlið hennar. Eg leit beint
í augu hennar, en þau flúðu frá mér.
Litla hendin hékk kreppt niður með hlið
hennar. — Hverju hafði eg að tapa? Var
eg ekki þegar dæmdur fyrir fram-
hleypni? Eg ætlaði þá einu sinni að láta
það á sannast! Eg tók hönd hennar milli
beggja minna. Hún tók viðbragð og los-
aði hana, en hún sagði ekki neitt og
reyndi ekki að flýja frá mér. Blóð mitt
ólgaði af sigurvon. Eg tók hönd hennar
aftur. Allra snöggvast leit hún upp og í
augu mín og huldi svo augu sín aftur
undir augnalokunum. Eg varð djarfari
og einn eftir einn rétti eg fingur hennar
upp. Pappírsmiðinn lá í lófa hennar. Eg