Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 21
SÍMON DAL 115 hélt hönd hennar meö annari hendinni, með hinni breiddi eg úr miðanum. »Þú mátt ekki lesa það, Símon — ó, þú mátt ekki . lesa það!« hvíslaði hún. En eg skeytti því engu og hélt miðanum upp og gat ekki varizt því að lágt undrunaróp brauzt fram frá vörum mínum. Eg þekkti sama párið og eg hafði séð í Can- terbury — það var ómögulegt annað en að þekkja það aftur. Nelly hafði sagt mér mikið í fáum orðum þá — þetta var ekki lengra, en það sagði líka mikið. Það varð löng þögn á milli okkar. Augu mín hvíldu í hinum tárvotu augum henn- ar. — »Þú þurftir að þá þetta til þess að segja þér sannleikann ?« hvíslaði eg að síðustu. »Þú elskaðir hana, Símon!« Eg vildi ekki láta þetta koma til tals: »Það er orðið svo langt síðan!« hrópaði eg. »Nei, ekki svo mjög langt«, sagði hún lágt, og með ofurlítilli beiskju í röddinni. — Enn þá einu sinni lá við sjálft, að við lentum í stælu, því án þess að vita af því, var eg svo óaðgætinn að spyrja blátt á- fram: »Þú beiðst hérna eftir því að eg kæmi?« Eg vildi hafa gefið bæði eyrun til þess, að eg hefði ekki sagt þetta, því eg sá reiðina blossa upp í augum hennar. En svo roðnaði hún snögglega, varir hennar titi’uðu og augun urðu dimm af tárum — en hún brosti gegnum tárin. »Eg þorði ekki að gera mér von um að þú mundir koma«. »Eg er mesti ruddi heimsinsk hrópaði eg. »Barbara, auðvit- að gat þér ekki dottið í hug, að eg mundi koma!« Það varð dálítil þögn, þangað til eg hvíslaði: »Og þú? — Er það langt síð- an að þú....?« — Hún rétti mér báðar hendurnar, og í næsta vetfangi hvíldi hún í faðmi mínum. Fyrst huldi hún andlitið, en svo hallaði hún sér aftur á bak og leit í augu mín með fullri játningu. — Eg roðnaði — en hún í’oðnaði ekki lengur. »Alltaf!« sagði hún, »alltaf, frá því fyi’sta — gegnum allt — alltaf, alltaf!« Það var eins og hún gæti ekki sagt þetta eina oi’ð nógu oft. — Mér var næstum ó- mögulegt að trúa því; þegar eg horfði ekki í augu hennar, gat eg ekki trúað því. »En eg vildi ekki segja þér það — aldrei — eg sór einu sinni, að þú aldrei skyldir fá að vita það. — Manstu ekki hvernig þú skildir við mig?« — Það leit út fyrir að eg ætti ekki að komast hjá því að leika iðx-andi syndara. — »Eg var alltof ungur þá, til þess að vita....« byrj- aði eg. »Eg var yngri — en ekki of ung!« hrópaði hún, — »og í öllum ósköpunum þarna í Dovei’, vissi eg ekki neitt.... Ó, Símon, þegar eg fleygði gullpeningnum, hlýtur þú að hafa skilið!« »Nei, það segi eg satt«, hló eg. »Eg gat ekki séð neina ástai’játningu á því, elskan mín!« »Mér þykir vænt um, að þar var engin kona viðstödd til að segja þér það«, sagði Bar- bara. »Og líka, þegar við vorum í Can- tei’bury, þá vissi eg ekki; Símon, hvernig stóð á því, að þú komst að dyrunum mín- það kveld?« Eg svaraði henni alveg blátt áfram og eins og satt var: »Eg fylgdi henni á leið, og svo fylgdi eg henni þang- að«. »Þú fylgdir henni?« »Já, og svo heyrði eg rödd þína fyrir innan dyrnar og staðnæmdist«. »Þú staðnæmdist af því að þú heyrðir rödd mína? Hvað sagði eg þá?« »Þú söngst eitthvað um elskhuga, sem hafði yfirgefið unnustu sína — og eg heyrði það og staðnæmdist«. »0, hversvegna sagðir þú mér það ekki þá?« »Eg var svo hræddur, ástin mín!« »Hræddur? Við hvað?« »Nú, við þig auð- vitað — þú varst búin að vera svo vond við mig«. Barbara hafði hallað höfðinu frá mér eins mikið og hún gat. En nú lagði hún það að vanga mínum með svo mikilli blíðu, að eg skildi að hegningartími minn væri nú á enda. — »En þú kysstir hana 15*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.