Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 24
118 NÝJAR KVÖLDVÖKUR fyrii* einvígi sínu við Carford. Hann kannaðist við, að hann hefði hlaupið á sig, er hann neyddi mótstöðumann sinn til að berjast við sig, án þess að gefa sér tíma til að útvega reglulega einvígisvotta, og aðeins kallað þjónana til að vera vitni. Hann óskaði nú vitnisburðar míns í mál- inu, og eg vildi ekki synja honum þess, ekki sízt, þar sem eg átti nú einnig brýnt erindi til Lundúna, ef mér ætti að auðn- ast að koma mesta áhugamáli lífs míns í framkvæmd. — Við höfðum ekkert frétt af Quinton lávarði, og' eg var staðráðinn í því að finna hann og fá hann til að vera mín megin í málunum. Auk þess var nú von á konunginum frá Dover, og hann gat ráðið miklu um örlög okkar Barböru. — Tilraunir hans til að koma henni í vald M. de Perrencourt, höfðu nú strand- að tvisvar sinnum — en ætlaði hann að gera fleiri tilraunir. Eg afréð með sjálf- um mér, að fara til hirðarinnar, og ganga úr skugga um, á hverju við gætum átt von úr þeirri átt. Eg þóttist vita, að hans hátign mundi bera allþungan hug til mín, en samt sem áður hafði eg hugboð um, að honum líkaði ekki allskostar illa við mig — að minnsta kosti var eg þess fullviss, að hlutskifti mitt yrði betra, ef eg ætti við hann sjálfan, en við hirðmenn hans og ráðgjafa. Þegar við komum til Lundúna skildum við. Fontelles fór þegar á fund franska sendiherrans, og eg lofaði að mæta þar, ef hann þyrfti mín við og gerði mér boð. Sjálfur fór eg til húss þess, er við Darrell höfðum búið saman í, áður en við fórum til Dóver. Eg vonaði, að finna hann þar og endurnýja vináttu okkar. — Mér var illa við húsbændur hans, en mér datt ekki í hug að gera hann að óvini mínum af þeim sökum. Vonir mínar brugðust held- ur ekki. Robert opnaði dyrnar fyrir mér, og Darrell stökk upp af undrun, þegar hann heyrði nafn mitt nefnt. Eg fleygði mér niður í stól og sagði hlægjandi: »Hvernig ganga milliríkjasamningarnir í Dover?« Hann hljóp til dyranna og at- hugaði hurðina. Hún yar vel læst. »Því »Því minna, sem þér talið um það, þess óhættara er yður«, sagði hann. »Ho, ho«, hugsaði eg með mér, »þá kem eg ekki tómhentur til kaupstefnunnar; ef eg þarf að kaupa eitthvað, þá hefi eg líka eitt- hvað að selja«. En upphátt sagði eg um leið og eg brosti glaðlega: »Hvað nú? Eru þeir nokkurt leyndarmál?« Darrell kom til mín og rétti mér hendina. — »Ef eg hefði vitað, að yður stæði ekki á sama um stúlkuna, Símon, þá hefði eg neitað að vera við málið riðinn«, mælti hann.. »Mér þykir reglulega vænt um að heyra yður segja það, Darrell«, svaraði eg. — »Hvað er annars að frétta af mlle Quéro- naille?« »Hún fór aftur með hertoga- ynjunni«, svaraði Darrell. »En kemur kannske aftur?« Darrell brosti glettnis- lega: »Já, hver veit?« »Guð og kóngur- inn«, sagði eg. — »En hvað getið þér sagt mér um M. de Perrencourt?« »Þér eruð svo lausmynntur, Símon, að eg er alltaf hræddur um, að munni yðar þá og þegar verði lokað fyrir fullt og allt«, sagði Darrell alvarlega. »Nóg, nóg!« hló eg, »en hvað getið þér sagt mér um Phineas Tate?« »Hann er nú kominn á skip, sem flytur hann til sakamannaný- lendanna — þar fær hann nóga, að pré- dika yfir«. »Þar? Nei, þangað eru engir páfatrúarmenn sendir nú orðið! Hann deyr úr leiðindum. — En hvað er að frétta af Monmouth?« »Hann er búinn að komast að öllu um, að Carford var honum ekki trúr«. »Þá hefir hann komizt að hinu sanna um ráðherrann, húsbónda yðar!« »Það er nú talsvert bil á milli ráð- herrans og Carfords lávarðar«. »Vel sagt, Darrell — innrætið er líkt, en annar er ótignari. — En hvað getið þér sagt mér um kónginn?« »Ráðherrann hefir sagt

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.