Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 25
SÍMON DAL
119
mér«, svaraði Darrell, »að kóngurinn
hafi strengt þess heit og sofa ekki nokkra
nótt, fyr en hann sé búinn að ná vissum,
óþægum náunga á vald sitt«. »Og hver
er þessi óþægi náungi?« spurði eg. »Hann
er svo nálægt mér núna, að ef eg þjónaði
konunginum eins dyggilega og mér í
raun réttri ber, þá ætti Robert nú að vera
á leiðinni til Arlingtons lávarðar með
vissar fréttir«. »Hans hátign ber þá á-
kaflega þungan hug til mín?« sagði eg.
En þér þurfið ekkert að óttast, Darrell,
eg er kominn hingað til borgarinnar, til
þess að ganga á fund hans«. »Að ganga á
fund hans! Eruð þér vitlaus, maður?
Hann lætur yður fara á efti'r Phineas
Tate!« »En eg má til að finna hann. Mig
langar til að biðja hann bónar. — Eg
aetla að biðja hann að leggja mér liðsyrði
við Quinton lávarð, því eg ætla að fá
dóttur lávarðarins fyrir konu«. — »Eg
skil ekkert í yður, Símon«, sagði Darrell,
»þar sem þér eruð villutrúarmaður og
farið þessvegna til helvítis, er þér deyið,
.að þér skulið vera svona kærulaus um líf
,yðar«. — Við skellihlóum báðir.
»Það er líka annað, sem kom mér til
að fara til Lundúna«, sagði eg svo. —
»Eg þarf að tala við Nelly Gwyn«. Dar-
rel fórnaði höndum. — »Þér ætlið sann-
arlega að fylla málið, Símon«, sagði
hann. — »Kóngurinn veit að þér urðuð
henni samferða til Lundúna, og hann er
.yður reiðari fyrir það en nokkuð annað«.
»Veit hann, hvað gerðist á leiðinni?«
»Nei, það er nú einmitt það«, brosti Dar-
rell — »hann veit ekkert, hvað gerðist á
leiðinni!« »Hann verður að fá að vita
það!« hrópaði eg. »Á morgun ætla eg að
heimsækja mistress Gwyn, og þér skuluð
nú senda Robert til hennar fyrir mig með
Lveðju og láta hann spyrja hana, á hvaða
tíma eg megi koma«. »Hún er afarreið
við konunginn — og har.21 ekki síður við
hana«, mælti Darrell. »út af hverju?«
»Símon, vinur minn«, svaraði Darrell —
»þér vitið nú þegar alltof mikið!« »Ætli
eg viti þetta þá ekki líka?« hrópaði eg. —
»Það er af því að mlle Quéronaille er svo
vel katólsk!« Darrell hafði ekkert svar á
reiðum höndum. Hann aðeins ypti öxlum
og sat svo þegjandi.
Þrátt fyrir að eg hafði sagt Barböru,
að eg aðeins ætlaði að ganga fyrir kon-
unginn í Lundúnum, þá var eg þegar frá
byrjun ákveðinn í að heimsækja Nelly,
þó ekki væri nema fyrir kurteisis sakir.
Ómögulegt var að neita því, að hún hafði'
gert mér ákaflega mikinn greiða, og átti
eg að taka við því eins og eg hefði rétt til
þess, án þess að segja eitt orð í þakklæt-
isskyni? Auk þess rak forvitnin mig til
að ná tali af henni og það dularfulla vald,
sem hún alltaf hafði yfir mér, og eg
hygg, yfir öllum mönnum, sem hún mætti
á lífsleiðinni. Eg var nú alveg viss um
sjálfan mig og var þessvegna óhræddur
við að hitta hana. Endurminningarnar
lifðu enn í mér og skuggi þeirra tiifinn-
inga, sem nú voru horfnar, en ekki
gleymdar, koma mér alltaf í undarlega
geðshræringu. — Þegar maður hefir
unnað konu og sér hana aftur, en ann
henni ekki lengur, þá verður það samt
aldrei eins og hann hefði ekki elskað,
honum stendur aldrei alveg á sama —
hann getur verið reiður, fullur af háði,
glaður getur hann verið — og hann ætti
að vera ástúðlegur — en hann verður
aldrei eins og hann hefði ekki elskað.
— En eg hafði móðgað hana gífurlega,
og það gat vel hugsast, að hún alls ekki
vildi leyfa mér að heimsækja sig,
— Þegar eg kom og barði að dyrum á
húsi hennar í Chelsea næsta dag, var mér
fylgt inn í litla stofu og þar beið eg lengi.
Eg heyrði mannamál í næsta herbergi, en
gat ekki heyrt, hvað sagt var, samt
þekkti eg málróm Nelly — þrátt fyrir að
rödd hennar ekki lengur gekk mér til