Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 26
120
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
hjartans eins og í fyrri daga, hafði hún
þó alltaf Ijúf áhrif og vakti endurminn-
ingarnar. — Allt í einu opnuðust dyrnar
og hún stóð frammi fyrir mér, brosandi,
virtist full af kæti, og hneigði sig mjög
djúpt. »Hugrakkur maður!« hrópaði hún.
»Hvernig stendur á ferðum yðar? Eruð
þér ekki hræddur?« »Hræddur um að eg
sé ekki velkominn, en ekki við að koma«,
svaraði eg. — »Mistress Nelly, eg kom til
þess að votta yður þakklæti mitt fyrir
hina miklu vinsemd...« »Já, ef hægt er að
kalla það vinsemd, að hjálpa yður til að
ná í annað eins flón!« sagði Nelly. —
»En þér eigið þó eitthvert annað erindi
til borgarinnar, en að þakka mér?« Eg
varð að fyrirgefa að hún kallaði Barböru
flón, og svaraði brosandi: »Eg þarf að
finna kónginn, eg veit ekki hvernig hug
hann ber til mín — en mig langaði til að
fá hann til að hjálpa mér til að ná í —
flónið mitt«. »Ef þér eruð hygginn, þá
gætið þess, að hann sjái yður ekki!« Svo
fór hún að hlægja. — »Nei, eg veit ann-
ars ekki..« Snögglega hljóp hún til mín,
greip í treyjuna mína og sneri mér í
hring á gólfinu full af kæti. »Eigum við
ekki að leika dálítið ?« spurði hún. »Ef
þér viljið«, svaraði eg, »en hvaða hlut-
verk á eg að leika?« »Þér skuluð leika
þessa frönsku stúlku, sem nú er talað svo
mikið um«. »Frönsku stúlkuna? — En í
guðanna bænum...« »Jú, þér verðið að
gera það, Símon. Og eg skal vera kóngur-
inn. — Nei, heyrið þér nú, þér skuluð
ekki vei’a hræddur! Eg er alveg viss um
að þér munduð reyna að hlaupa burtu!«
Er það ekki líka fyrirskipað, sem sú
bezta vörn gegn freistingunum?« »Æ,
því er nú miður, þér eruð ekki freistaður.
— En það er ennþá eitt hlutverk í leikn-
um — stórt hlutverk«. »Fyrir utan kóng-
inn og frönsku ungfrúna? Hver er það?
— Ekki þó ég sjálfur?« »Nei, hvað ættuð
þér að gera í þeim leik, Símon? — En eg
þar á móti!« »Það er satt — eg gleymdí
yður, mistress Nelly«. »Þér gleymið mér,
Símon! En eg skal ekki vera að rekast í
því — þér hafið orðið að þola ákúrur
fyrir gleymskuna hjá mistress Barböru
— og það er hart að þurfa að heyra slíkt
úr tveimur áttum í einu. — En hver á
að leika mig?« »Eg get ekki hugsað mér
neinn, sem sé fær um það«. —»Jú, kóng-
urinn á að leika það!« hrópaði hún og hló
sigri hrósandi. »Skiljið þér ganginn í
leiknum, Símon?« »Eg er ákaflega skiln-
ingssljór«, sagði eg. »Það er ástand yðar
en ekki eðli, Símon«, var Nelly svo vin-
gjarnleg að segja. »Ástfanginn maður er
alltaf nokkuð sljór — og kona í sama á-
standi er alveg bandvitlaus.... Komið þér
nú! Getið þér ekki gert yður ofboðlítið
líklegan við mig, eða eruð þér búinn að
gleyma aðferðinni?«
Um leið og hún sagði þessi síðustu orð,
var handfanginu á hurðinni snúið — aft-
ur var því snúið og rykkt í það. »Eg læsti,
þegar eg fór út«, hvíslaði Nelly og augu
hennar ljómuðu af glettni. — Aftur og
aftur og með meiri og meiri óþolinmæði
var snerlinum snúið og hurðin hrist. —
»En hvað hann kemur stillilega!« hvíslaði
Nelly. Að lokum var barið harkalega og
það var hrópað mjög reiðulega: »Ljúkið
þér upp! Eg skipa yður að opna!« »Guð
hjálpi okkur!« hrópaði eg lágt og það
kom fát á mig. »Það er konungurinn«.
»Já, það er konungurinn«, hvíslaði hún.
— »Nú byrjar leikurinn, — Símon, reyn-
ið þér nú að líta eins óttasleginn út og
þér getið!« »Opnið þér! Heyrið þér
ekki!« æpti konungurinn og barði í hurð-
ina svo undir tók í húsinu.
Eg skildi nú, að hann hafði verið í
innra herberginu, þegar eg kom, og að
hún hafði yfirgefið hann, til þess að tala
við mig. En mér var hulið, hvers vegna
hún hafði lokað hann inni, og af hverju
hún var svo sein til að opna. En eg hélt