Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 28
122
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
mér með alvarlegu andliti og ástúðlegu
augnaráði: »Var eg ekki einmitt að segja
yður núna rétt áðan, hvernig hans hátign
hefði skilið við mig?« Það leit út fyrir að
eg nú yrði að fara að koma fram á leik-
sviðinu fyrir alvöru. Eg reyndi að leika
feimnislegan unnusta eins vel og eg gat:
»Þér sögðuð — þér sögðuð; að-að... En
eg get ekki sagt það hérna frammi fyrir
hans hátign...« Eg lézt vera alveg ringí-
aður. »Talið þér, sirk sagði hann stutt-
lega og skipandi. »Þér sögðuð mér«,
stamaði eg í lágum róm, »að konungur-
inn yfirgæfi yður. Og eg sagði, að eg
væri að vísu ekki konungur, en þar fyrir
þyrftuð þér ekki að vera ein og yfirgef-
in«. Eg leit niður fyrir mig og lét sem
eg væri mjög hræddur.
Snögglegt augnatillit frá Nelly sagði
mér að mér hefði tekizt vel. — Eg mundi
hafa kennt í brjósti um hann og skamm-
ast mín fyrir sjálfan mig, ef eg hefði
ekki haft M. de Perrencourt í fersku
minni og ferð okkar til Calais. Sú endur-
minning stálsetti mig og skipaði samvizk-
unni að þegja. — Það varð löng þögn.
Svo færði konungurinn sig nær Nelly. En
hún lét sem hún hrykki undan og færði
sig nær mér, eins og hún ætlaði að flýja
í arma mína undan reiði hans eða kulda.
»Eg hefi aldrei verið vondur við yður,
Nelly«, mælti hann loksins. — ó, að list-
in skuli geta virzt eðlilegri en sjálf nátt-
úran! Aldrei hefi eg séð slíkt stríð ást-
arinnar eins og það er Nelly sýndi nú. —
Hún sýndi ást, sem hefir verið særð
djúpu sári, en sem þó stöðugt er við líði,
ást, sem snýr sér burt frá þeim elskaða,
en langar þó ört til að koma til hans aft-
ur. — Fætur hennar komu stöðugt í átt-
ina til mín, en augu hennar hvíldu á kon-
unginum. — »Þér senduð mig burtu!«
hvíslaði hún. »Eg var í illu skapi þá«,
mælti hann. Svo sneri hann sér að mér
og sagði: »Viljið þér gera svo vel og lofa
okkur að vera einum?« Mér fannst eg
verða að hlýða. En Nelly hljóp snögglega
tii mín og greip í hendina á mér og þann-
ig horfðist hún í augu við konunginn.
»Hann skal ekki fara, eða ef þér látið
hann fara, þá fer eg með honumk hróp-
aði hún. Konungur varð þungur á svip,
en sagði ekki neitt. Hún hélt áfram með
grátstaf í röddinni, því hlutverk það, er
hún lék, gerði hana hrærða, og auk þess
var hin mesta alvara bak við leik hennar:
Hún barðist fýrir valdi sínu yfir honum,
og nú reyndi á, hvort hún mundi fá hald-
ið því. »Ætlið þér að taka vini mína frá
mér, eins og þér þegar hafið tekið.... ó,
eg get ekki borið það af!« Hún hafði nú
gefið honum bendingu og hann brosti.
»Mr. Dal«, sagði hann, »Það er annað
en gaman, að tala einkamál sín við konu
að viðstöddum karlmanni. Það var rangt
af mér að segja yður að fara. En viljið
þér leyfa mér að fara þarna inn í her-
bergið aftur?« Eg hneigði mig djúpt.
»Og viljið þér svo afsaka að húsráðand-
inn yfirgefur yður nokkrar mínútur?«
Eg hneigði mig aftur. »Nei, eg vil ekki
fara með yður!« hrópaði Nelly. »0, jú,
Nelly, þér gerið það —« hann brosti. —■
»Eg er gamall og ákaflega Ijótur, en mr.
Dal er laglegasti piltur. Þér eigið að vera
góð við þá, sem ógæfusamir eru, Nelly«.
Hún hélt stöðugt í hendina á mér. Kon-
ungurinn tók hina hönd hennar, og með
mestu tregðu lét hún hann draga sig
burtu. — Eg gerði það, sem eg áleit mest
viðeigandi og andvarpaði mjög sárt og
sorglega. »Þér bíðið hérna, þangað til við
komum aftur«, sagði konunguri'nn og
málrómur hans var vingjarnlegur.
Þau gengu út saman, og eg settist nið-
ur og hló, þótt eg skammaðist mín fyrir
að hlægja. Afbrýði hans hafði verkað
það, sem ástin gat ekki gert. Hann vildi
ekki skilja við hana nú, þegar annar virt-
ist reiðubúinn til að taka henni með opn-