Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 30

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 30
124 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »í þetta sinn skiljum við fyrir fullt og allt, Símon«, mælti hún. »Eg hefi elskað yður og hatað yður og næsturn því elskað yður aftur. En ást mín er nú ekki mikils virði — því eg elska allan heiminn«. »Það er þess virði, sem það er. Verið þér sælar Nelly!« svaraði eg og fór út. — Eg sneri mér við og sá, að hún horfði á eftir mér. Hún hló til mín og vaggaði sér fram og aftur eins og hún var vön; og hún blés kossi til mín með vörunum. Svo sneri eg mér frá henni -— og eg sá hana aldrei upp frá því. En þegar eg heyri harða dóma um syndir annara, þá snýst tunga mín til varnar sökum Nelly og þess koss, sem hún kyssti mig á kinnina. XXIII. KAPITULI. Skoðun okkar Fontelles. Allt var óbi-eytt við hirðina; þegar eg kom þangað daginn eftir, var þar allt eins og verið hafði þann dag, er eg kom þangað fyrst, til þess að afsala mér stöðu þeirri, er Nelly Gwyn hafði útvegað mér. Sama léttúðin, sama kæruleysið, sama undirferlið undir kurteisisgrímunni. — Þá töluðu allir um komu hertogaynj unn- ar, nú var rætt um burtför hennar og um það, sem hafði gerzt í Dover. Menn yptu þó aðeins öxlum, þegar minnst var á milliríkjasamninginn; en áhuginn var meiri fyrir mlle Quéronaille, hvort og hvenær hún mundi koma aftur til þeirra stranda og þess höfðingja, sem hún hafði yfirgefið, er hún fór aftur til Frakk- lands. — Eg hlustaði lítið eftir neinu. Forvitni mín var kólnuð. Spádómurinn var kominn fram og metorðagirnd mín horfin. Eg reyndi aðeins að komast á- fram gegnum þröngina eins fljótt og eg gat. Og eg varð fljótt var við að einkum þeir, sem stóðu nærri annaðhvort hertog- anum af York eða Arlington lávarði, litu á mig með óttablandinni tortryggni og forvitni, jafnvel þótt allir sýndu mér hina mestu kurteisi. Mig langaði til að hlægja upp í opið geðið á þeim og segja: »Verið þið ánægðir, að klukkutíma liðn- um munuð þið aldiæi sjá andlit mitt framar!« — Nú var eg ekki keppinautur þeirra lengur, hvorki um auð, metorð né hylli konungs. Vonum bráðar náði eg í herramann, sem eg fékk til að segja frá komu minni. Hann kom að vörmu spori aftur og kvaðst eiga að fara með mig á fund hans. Konungurinn sat í stól sínum og klappaði langeyrða hundinum sínum, sem lá í kjöltu hans. Hjá honum stóð aðeins einn maður, og þekkti eg þar Rochester jarl, því eg hafði oft séð hann áður, þó eg hefði aldrei talað við hann. Eg litaðist um eftir Monmouth eða York hertoga, en hvorugu.r þeirra var nærstaddur. — Kon- ungur tók kveðju minni og gerði mér merki um að eg skyldi standa við hlið sér og bíða, á meðan hann talaði við Roc- hester. Samræða þeirra var löng og bar margt á góma, því jarlinn var gleðimaður og fyndinn. En eg tók lítinn þátt í henni og ekki nema þegar jarlinn sneri máli sínu beinlínis til mín. Þegar Rochester var farinn, sat konungur þegjandi um hríð og klappaði hundinum. Svo leit hann á mig. »Þetta er óþarfa tal, mr. Dal«, sagði hann og átti auðsjáanlega við, það sem Rochester hafði sagt, »en samt getur ver- ið talsvert í því«. »Það er óefað, yðar há- tign«, svaraði eg. »Þér eigið hægt með að skilja það. Eg hefi gert ýms kaup, og eg býst ekki við að þér viljið hrósa þeim öllum«. »Það er ekki fyrir mig að dæma gerðir konungsins«, svaraði eg. »Eg vildi óska að allir menn væru svo nærgætnir og skylduræknir«, mælti hann. »En ætti eg að standa tómhentur eftir? Þér vitið

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.