Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 35
SÍMON DAL
129
sem þér óskið. — Segið þér mér alveg
eins og er — eruð þér á sömu skoðun og
Frakkinn?«
Það var nú skipunarhreimur i rödd
hans og eg gat ekki komizt hjá því að
svara. Og eg fann nú, að það var aðeins
eitt fyrir mig að segja. Hann hafði sagt
mér hvernig eg ætti að þjóna honum. En
hvað kom mér það við hvort hann sat
þarna eða ekki, ef heiður og velferð rík-
isins og allt það, sem gerir kórónuna þess
verða að hún sé borin, ætti að fara for-
görðum til þess eins, að hann gæti setið
þar, sem hann sat? Eg háði enn stutta
baráttu við sjálfan mig — öðrumegin
voru hinar hlýju tilfinningar, sem höfðu
vaknað hjá mér gagnvart honum sjálf-
um, hinumegin viðbjóður á »guðspjalli«
því, er hann flutti. Hið síðara varð yfir-
sterkara. Eg hneigði mig og sagði: »Já,
yðar hátign, eg er á sömu skoðun og M.
de Fontelles«.
Hann hlustaði á mig og hallaði sér aft-
ur á bak í stólnum. Hann sagði ekkert,
en andvarpaði lágt, hnyklaði brýrnar og
brosti. Svo rétti hann mér hendina og eg
féll á kné og kyssti hana. »Verið þér sæl-
ir, m'r. Dak, sagði hann — »eg veit ekki
hversu lengi þér þurfið að bíða. Eg er
sleipur og — það er bróðir minn líka«.
Hann veifaði hendinni til merkis um,
að eg mætti fara. Eg gekk nokkur skref
afturábak, svo sneri eg mér við og hrað-
aði mér burtu. Eg heyrði allt í kringum
rnig hvíslað að eg sjálfsagt gæti átt von á
mjög háu embætti í þjónustu konungsins
eftir hina löngu samræðu. Kunningjar
vildu heilsa mér og óska til hamingju; eg
lét hvern og einn halda það sem honum
líkaði og hraðaði mér til dyranna. Nú var
eg búinn að velja og hafna og brann af
óþolinmæði eftir því einu að komast heim
aftur. — í dyrunum sneri eg mér við og
sá konunginn sitja kyrran í stól sínum
eins og áður með hönd undir kinn og
raunalegt bros á vörum; hann kom auga
á mig og kinkaði kolli. Eg hneigði mig
aftur og fór út.
Síðan hefi eg ekki séð hann. — En eins
og allir vita, þá heppnaðist honum að
framkvæma »guðspjall« sitt. Hann sat í
hásætinu eins lengi og hann lifði', »af
Guðs náð — eða með djöfulsins hjálp« —
það veit eg ekki. En þar sat hann. Það er
ekki mitt að dæma hann nú. Hann gaf
mér frelsi til að velja, og eg valdi. Eg var
á sömu skoðun og M. de Fontelles og hélt
heim til að bíða eftir konungi, sem það
sómdi heiðarlegum og drenglyndum
manni að þjóna. — En samt sem áður,
enn í dag þykir mér það leitt, að hann
skyldi neyða mig til að segja sér, hvers
vegna eg kaus að fara heim.
XXIV. KAPITULI.
Eg kem heim.
-----Carford var farinn, sár hans var
næstum því gróið — og hann var, vona
eg einnig orðinn heilbrigður af ást sinni
— eða að minnsta kosti svo, að hann
gæti farið að stefna í aðra átt. Fontelles
var líka farinn í leit þá, er hafði skemmt
Rochester jarli svo vel, þegar hann
heyrði talað um hana, eins og áður er
getið. Samt er eg hræddur um, að hann
hafi haft lítið upp úr leit sinni, og er
þess fullviss, að sá, er eg hefi nefnt M.
de Perrencourt hafi aftur fengið sinn
móðgaða þegn í þjónustu sína, og að hann
hafi þjónað konungi sínum með prýði. —
Ef eg á að vera hreinskilinn, verð eg að
játa það, að hefði eg verið franskur mað-
ur, mundi eg geta fyrirgefið Lúðvík kon-
ungi bæði margt og mikið — og þó eg sé
Englendingur, get eg naumast sagt, að
eg hati hann mikið — að minnsta kosti'
ber það oft við, að eg sé hring hans á
'7