Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 36
130 NÝJAR KVÖLDVÖKUR fingri konu minnar — og það veldur mér engum kvölum. — Það var daginn áður en gifting okkar Barböru átti að fara fram, — því þegar faðir hennar heyx'ði allt það sem gerzt hafði, sór hann þess dýran eið, að úr því það þó væri einn heiðvirður maður sem biðlaði til dóttur hans, þá skyldi hann ekki neita honum um hana, annars væri hætt við, ef hann færi að bíða betra hlutskiftis, að hann fengi hið verra. Og hann lofaði fram- komu mína með mörgum orðum, sem eg kæri mig ekki um að hafa eftir jafnvel þó eg gæti munað eitthvað af þeim. En sannleikurinn var sá, að hugur minn var allur hjá dóttur hans, svo eg hafði þar ekkert rúm fyrir allt lof og þakklæti hans, sem hann þó sagði með svo fögrum og vel völdum orðum, því lávarður minn var vel mælskur. Hann hefði því alveg eins vel getað sagt það allt saman við Appollo-styttuna, sem stóð fyrir framan húsið hans. Eg hafði borðað miðdegisverð hjá prestinum, og þar sem ennþá ekki var kominn tími til að fara í kveldheimsókn í hús lávarðar míns, sat eg hjá honum eftir máltíðina og skemmti honum með að segja frá, hvernig eg hefði talað við konunginn í Whitehall, hvað konungurinn hefði sagt, og um af hve mikilli léttúð Rochester hefði talað um djöfulinn og hvernig hann hefði reynt að lýsa ástinni og siglt í strand. Presturinn hlustaði og bókstaflega drakk hvert orð, sem eg sagði, á meðan hann reyndi í gegnum frá- sögn mína, að gera allt lifandi fyrir í- myndunarafl sitt — þetta umhverfi og þessa menn, sem voru svo framandi fyrir augum hans, en sem hann þó þekkti svo svo vel af draumum sínum . »Þér virðist ekki vera svo sérlega mik- ið hneykslaður, sir«, sagði eg að lokum brosandi. — Við sátum í anddyrinu, og hann benti á veginn fram undan okkur. Eg fylgdi með augunum þangað, sem hann benti og sá flugu, sem eg þekkti ekki. Hún var ákaflega ljót, en samt sem áður hafði hún bletti á sér með björtum og fögrum litum. »Þú ert ekki hneyksl- aður á þessu dýri, Símon?« sagði prest- ur. »Nei, það er eg ekki«, svaraði eg. »En ef það skriði á þér?« »Þá er eg hræddur um, að eg myndi kremja það«. »Já, þarna sérðu!« hrópaði hann, »þeir hafa skriðið yfir þig, og þú ert hneykslaður, mér hafa þeir aldrei komið nærri — og eg er for- vitinn«. Hann beygði sig og tók dýrið upp í lófa sinn. »Eg er hissa, að þér skulið geta snert það«, sagði eg með dálitlum hryllingi. »Þú sást samt dálítið eftir að yfirgefa hirðina, Símon«, áminti hann mig. Eg gat ekki átt neitt við hann, þeg- ar hann var kominn í þetta skap, svo eg var í þann veginn að yfirgefa hann, þeg- ar eg í sama bili kom auga á lávarð minn og Barböru. Þau komu neðan veginn og stefndu á húsið. Eg stökk á fætur og hljóp á móti þeim. Þau voru bæði svo al- vörugefin, að mér .varð hverft við og datt í hug, hvort nú væru ný ský að draga upp á himin hamingju okkar. Eg hrópaðí upp og spurði hvort þau segðu nokkrar slæmar fréttir. »Það er ekkert sem á- hrærir okkur eða okkar nánustu«, svaraði lávarður minn; »en það eru komnar mjög leiðinlegar fréttir frá Frakklandi«. Prest- urinn hafði fylgt á eftir mér og stóð nú við hliðina á mér. Eg sá að hann hafði Ijótu fluguna ennþá í lófa sínum. »Það er um hertogaynjuna af Orléans, Símon«, mælti Barbara. — »Hún er dá- in — og öll Lundúnaborg veit, að henni hefir verið byrlað eitur í kaffibolla, sem hún drakk. Er það ekki sorglegt?« Þess- ar fréttir fengu mikið á mig — eg mundi alltof vel hversu fögur og aðlaðandi hin óhamingjusama prinsessa hafði verið. »En hver hefir gert það?« hrópaði eg. »Eg veit það ekki«, svaraði lávarðurinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.