Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 40
134 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ir. Þegar J)að fréttist vildi Klara óvæg komast til Marokko með systrum sínum og verða þar píslarvottar. Átti Frans fullt í fangi með að fá hana ofan af þessu og varð loks að skipa henni að sitja heima, og því hlýddi hún. En beina ó- hlýðni sýndi hún Gregor 9. páfa. Hafði páfi kynnzt Klöru meðan hann enn var kardínáli og var upp frá því mikill vinur hennar. Þegar hann var orðinn páfi, vildi hann gefa Damianusklaustrinu ýmsar eignir, svo nunnumar gætu lifað áhyggju- lausu lífi, en Klara neitaði að taka við þeim, því slíkt væri brot á fátækraloforði þeirra systra. Síðar fékk hún Innocen- tius páfa 4. til að úrskurða að þær systur mættu vera eignalausar um aldur og æfi. Damianusklaustrið náði mikilli frægð undir stjórn Klöru, og það svo, að kardinálar og jafnvel páfar heimsóttu hana þangað. Síðustu 28 ár æfi sinnar var hún alveg heilsulaus, svo að oft var henni ekki hugað líf. Hún dó árið 1253, skömmu eftir að páfinn hafði heimsótt hana og veitt henni aflausn og blessun sína. Damianusarklaustrið stendur enn þá eins og það var á dögum Klöru hinnar helgu. í kapellunni ex-u ennþá mjög slitn- ir stólar með brugðnum kaðalsetum og borðin sem bænabækurnar voru á. Klukk- an sem Klara notaði til að kalla systurn- ar saman til tíðagerða, er þar enn til sýn- is og aðrir helgir munir sem hún notaði. Á hjallanum fyrir neðan klaustrið er skarð í múrinn og fögur útsýn yfir um- brisku hásléttuna. Klausturgarðui'inn er fullur af frjósamri mold, þar sem allskon- ar blóm gróa nú. En sagan segir að Klara hafi aðeins ræktað þar þrjár tegundir blóma: liljuna, tákn hreinleikans; fjól- una, tákn auðmýktarinnar og rósina, tákn kærleikans til Guðs og manna. VII. Svo virðist að kynning þeirra Frans og Klöru, hafi haft allmikil áhrif á hann, sérstaklega eftir að þær systur voru bún- ar að koma sér fyrir í Damianusklaustr- inu og hann kynntist hinu kyrláta og á- nægjulega lífi, sem þær lifðu þar. Það vakti aftur hjá honum heimsflóttahugs- anir og hann var mjög í vafa um, hvort ekki væri réttast fyrir hann að snúa með öllu baki við heiminum og gerast einsetu- maður. Þá leið höfðu ýmsir af lærisvein- um hans valið. Honum voru að vísu ljósir ýmsir gallar einsetumennskunnar, ein- ræningshátturinn og sjálfsþóttinn, sem henni er oft samfara, en honum fannst líka prédikaralífið ekki með öllu gott fyr- ir andlega heilbrigði hans og hreinleik. Til þess að skilja það, verðum vér að fylgja honum á hinni miklu trúboðsferð hans árin 1211 og 1212. Hann fór þá um Toskanaríkið og kom við í flestum borg- um og var alstaðar tekið með hrifningu og fögnuði. Á þeirri ferð bættust honum nýir félagar, þar á meðal tveir alþekktir lögfræðingar, annar doktor í lögum frá háskólanum í Bologna. Sú er talin ástæð- an fyrir afturhvai-fi hans, að eitt sinn er hann var á göngu utan borgar, heyrði hann svínahirði reka hjörð sína í hús með þessum orðum: »Inn í stíuna með ykkur jafnfljótt og dómararnir hraða sér til helvítis«. Síðari hluti ferðar þessarar og heim- för, var ein sigurför. Þegar fréttist til að Frans nálgaðist borgir og bæi, var kirkjuklukkunum hringt og fólkið þyrpt- ist út á strætin til að fagna honum og bar þá oft pálmaviðargreinar. Fylgdi múgur- inn Frans svo til sóknarprestsins, því hjá þeim bjó hann altaf. Lærisveinum hans fannst stundum að of langt væri gengið og töluðu um það við hann, en Frans tók þessu með stillingu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.