Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 41

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 41
FRANS FRÁ ASSISI | 135 og benti þeim á, að hann skoðaði þessa hyllingu eins og tilbeiðslu þá sem mynd- um og líkneskjum væri sýnd í kirkjunum. Það væri Drottinn Guð sem fólkið væri að hylla, en ekki hann, veikur maður, mold og aska. Að síðustu ofbauð honum þó og reyndi með öllu móti að draga úr látunum, og loks rak að því að hann flýði í einveru. Þannig bjó hann meiri hluta vetrar á ó- bygðri ey í Trasimenusvatninu. í þeirri ■ einveru átti hann við miklar freistingar og sálarbaráttu að stríða. Einhver innri rödd ásótti hann, sem fyllti hann örvænt- ingu og þá lá honum næst að gefa allt upp á bátinn, hætta einsetunni, fara heim og gifta sig. Á slíkum baráttustundum greip hann venjulega til sjálfspindinga, barði sig og lamdi með því, sem hendi var næst. En dygði það ekki við ástríðum holdsins, notaði hann annað ráð. úti var snjór og kuldi. Frans fór úr fötum og út og þar bjó hann til 7 snjókerlingar. Þeg- ar því var lokið sagði hann við sjálfan sig: »Jæja Frans, þessi stóra þarna er konan þín, þessi fjögur þarna eru börnin þín, 2 drengir og 2 stúlkur, og hin eru vinnumaður og vinnukona. Þarna deyja þau öll úr kulda, ef þú ekki flýtir þér að láta þau fá eitthvað að klæðast í. Ef þú hefir ekkert handa þeim, þá vertu ánægð- ur yfir að þurfa ekki að þjóna öðrum en Guði einum«. Frá þessu segir einn af bræðrunum, sem sá og heyrði til. Með þessum ráðum og öðrum slíkum, sigraðist Frans á freistingum holdsins. Og af og til ásótti hann altaf ástríðan gamla, að snúa með öllu baki við heiminum og olli það honum þungra áhyggja. Eitt meðal ann- ars, sem hindraði hann í að gerast ein- setumaður, var dæmi Drottins Jesú sjálfs. Jesús gat tekið þann kostinn að sitja í dýrð við hægri hönd föðursins á himnum, en steig í þess stað niður í mannheima og leið þar fyrirlitlegan krossdauða. Og krossinn var altaf fordæmi Frans. í þessum efasemdum ákvað hann að leggja málið undir Guðsdóm. Venjulega hafði hann þá aðferð, að fletta upp í biblíunni og fara eftir þeim ritningar- stöðum sem hann þá datt ofan á, en í þetta skifti ákvað hann að hlýta úrskurði tveggja helgra manna, bróður Silvester, sem lifði einsetulífi, og hinnar heilögu Klöru. Sendi hann því til þeirra, og bað þau um úrskurð. Úrskurður Silvester hljóðaði svo: »Svo segir Drottinn: segðu bróður Frans, að Guð hafi ekki kallað hann hans vegna eins, heldur til þess, að hann skyldi vinna margar sálir«. Svar Klöru var á sömu lund. Þegar Frans bárust svörin, varð hann glaður, tók með sér tvo af bræðrunum og fór þegar af stað í prédikunarferð. En þegar hann var kominn skammt áleiðis, sá hann stóra fuglahópa meðfram vegin- um. Bað hann þá bræðurna að bíða við, meðan hann prédikaði fyrir fuglahópun- um. Gekk hann síðan út á mörkina til fuglanna og tók að tala til þeirra, en fuglarnir sem í trjánum sátu flugu niður til hans og settust fast hjá honum. Talaði Frans síðan lengi til þeirra um gæskn skaparans, sem alt gæfi þeim og sæi fyrir þörfum þeirra og bað þá að minnast þess með þakklæti. Þegar hann lauk ræðu sinni, sungu fuglamir og böðuðu vængj- unum og flugu síðan fagnandi burtu. Frans ætlaði sér nú ekki að takmarka starfsemi sína við ítalíu eina. Nú bjóst hann til nýrrar herferðar, en án annara vopna en fagnaðarerindisins. Á þeim ár- um voru krossferðir margar gegn ýmsum villutrúarmönnum. Nú ætlaði Frans ekki að færast minna í fang, en að snúa Serkj- um til kristni. Fyrst af öllu vildi hann fá heimild páfans til þess áforms. Tveimur árum eftir að hann fékk munnlega heimild.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.