Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Page 44

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Page 44
138 NÝJAR KVÖLDVÖKUR álitlegur mundi hann þiggja hann og flytja þangað. Sjálfur fór hann ekki að skoða gjöf þessa, því hann hugði á annað. Mohameð ben Nassen soldán, hafði beðið ósigur fyrir Spánverjum við Tolosa árið 1212, og hrökklast eftir það yfir til Norður- Afríku. Þangað hugðist nú Frans að sækja hann heim og boða honum rétta trú. Hann lagði af stað yfir Spán, vetur- inn 1213—14, en sýktist áður en hann komst alla leið og varð enn að snúa við heim, eftir árangurslausa ferð. Árið eftir 1215, mun Frans hafa setið fjórða Lateranþingið og þar kynnst ýms- um af merkustu og mætustu mönnum kirkjunnar á þeim tíma. Sumarið 1216 dvaldi páfinn með hirð sinni við Perugia, og af ýmsum gögnum má draga að áhrif Frans hafa þá þegar verið farin að ná upp til hærri staða. Er víst að ýmsir af mætustu mönnum úr nánasta umhverfi páfans, voru þá orðnir einlægir vinir Frans og studdu reglu hans með ráðum og dáð. Er sú saga af einum kardinálanum, að þegar hann kom til Portiuncula og var viðstaddur guðs- þjónustu hjá bræðrunum, og sá hve fá- tæklegt allt var hjá þeim, að þeir láu á heyi og borðuðu á berri jörðinni, þá varð hann svo gripinn að hann brast í grát og sagði: »Hvernig fer okkur, sem daglega lifum í allsnægtum og óhófi«. Víst er um það, að sá tími var kominn, að mjög náið samband komst á milli Frans og páfahirðarinnar. Það er skammt frá Perugia til Portiuncula og heimsóknir á milli voru tíðar. Margir af æfisöguriturum Frans telja því að á þessu sumri, skömmu eftir að Honarius III. tók páfadóm, hafi gerst eitt hið merk- asta atvik í lífi Frans, sem sé að hann knéféll páfanum og beiddist þess, sem síðar hefir verið nefnt Portiuncula-aflát. Fyrir þann tíma hafði rómverska kirkj- an aðeins veitt eina tegund afláts, eða syndalausnar, sem sé þeim einum, sem tóku þátt í krossferðum til landsins helga. Hver sem það gerði, og skriftaði syndir sínar fyrir presti, fékk fulla lausn frá allri refsingu hér í heimi og hreins- unareldinum annars heims. En bráðlega var þetta ákvæði víkkað svo, að allir sem studdu krossferðimar með fjárframlög- um eða mannafla, þó ekki færi þeir sjálf- ir, gátu orðið sömu hlunninda aðnjótandi. Annars var kirkjan vön að veita smærri aflát við hátíðleg tækifæri, svo sem kirkjuvígslur, en þá aðeins til takmark- aðs tíma, stundum aðeins til nokkurra daga. Við kirkjuvígslu eina í Assisi gaf t. d. Gregor páfi 9. öllum þeim sem komið höfðu yfir haf til að vera þar viðstaddir, 3ja ára aflát; þeim sem komið höfðu yfir Alpafjöllin 2 ár, en venjulegir gestir og pílagrímar fengu ekki nema eins árs af- lát og þótti það þó óvenjuleg rausn. Plvers leitaði nú Frans í beiðni sinni til páfans? Ef trúa má heimildum, þá hefir hann beðið páfann um aflátsrétt fyrir kirkjuna í Portiuncula með sama hætti og fyrir þá sem færu krossferðir. Haim fór fram á, að allir, sem kæmu í kirkjuna og skriftuðu þar og fengju aflausn prestsins, skyldu að páfaboði vera leystir frá öllum. refsingum á himni og jörðu frá skírnar- degi sínum til þeirrar stundar að þeir kæmu í kirkjuna. Páfinn reyndi að fá Frans ofan af þessari kröfu, en hann stóð sem fastast og kvaðst krefjast þessa eftir boði sjálfs Guðs. Þá lét Honoríus undan, en kardinálar hans fengu hann til að láta leyfi þetta gilda aðeins einn dag á ári hverju. Með það var Frans ánægður, og þegar páfinn bauð honum skriflegt vott- orð um þetta, kvað hann þess ekki þörf, því Guð mundi sjálfur auglýsa þetta. Sögn þessi er að vísu mjög vafasöm og miklar líkur til að hún sé tilbúningur einn. En í ýmsu lýsir hún Frans vel.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.