Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 45

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 45
FRANS FRÁ ASSISI 139 Hann unni Portiuncula umfram alla aðra staði og á að hafa fengið ýmsar vitranir, sem bentu á helgi staðarins. Og ekkert var Frans meira móti skapi en skriflegir gerningar. Hann vildi aldrei skriflega samninga um neitt, og tók aldrei við skrifuðum gjafabréfum. Lýsing þessa at- viks, er því alveg í hans anda. Og ýmsir af beztu lærisveinum hans hafa látið eftir sig rit til varnar Portiuncula-aflátinu og fært þar fram ýmsar ástæður, því til á- gætis. En hvernig sem rök liggja til, þá er það víst, að 2. dag ágústmánaðar ár hvert, — sem er vígsludagur kirkjunnar — söfnuðust hópar iðrandi syndara og pilagríma til Portiuneula og fóru þaðan aftur sýknaðir af syndum og refsingum, með aflát frá Frans eða bræðrunum. VIII. Bræðrafélag það sem Frans frá Assisi stofnaði, var í upphafi félagsskapur eða trúarleg regla fyrir þá, sem bæta vildu ráð sitt og gerast postular fagnaðarer- indisins, og sjálfur var Frans um leið og hann var höfundur reglunnar, forseti hennar. Hann samdi þær reglur sem bræðurnir urðu að lifa eftir; hann lofaði páfanum hlýðni, fyrir þeirra hönd, og honum var veitt prédikunarleyfið, sem hann svo gat veitt öðrum. Þeir sex bræð- ur, sem fyrst gerðust áhangendur hans, máttu að vísu taka inn nýja meðlimi, en nýliðar urðu þó altaf að fara til Portiun- cula og taka þar við búningi sínum af Frans sjálfum. Upptakan var táknleg athöfn, þar sem nýliðinn afneitaði og kvaddi heiminn með öllum hans lysti- semdum og gaf allar eigur sínar, svo hann væri ekki bundinn af neinum jarðneskum efnum. Þó að Frans vildi hafa bræðurna sem mest hjá sér, þá gat það ekki samræmst ferðalögum þeirra og prédikunarstarf- semi. Hann ákvað þessvegna vissa daga á árinu, sem allir bræðurnir ættu að koma heim til Portiuncula. Það var á Hvíta- sunnu og Mikaelsmessu, 29. sept. Af þessum tveimur fundum var hvíta- sunnusamkoman mikilvægust. Þá ræddu bræðurnir um starfsemi og framtíð regl- unnar, borðuðu saman og svo prédikaði Frans. Við þau tækifæri hélt hann sínar alkunnu áminningarræður. Textana tók hann venjulega úr fjallræðunni, en kom þó svo að segja í hverri ræðu að áhuga- máli sínu, sakramentunum og virðing- unni fyrir því og prestunum. Gekk hann jafnvel svo langt, að skipa bræðrunum að kyssa hófana á reiðhestum prestanna. úr hópnum valdi svo Frans nokkra, sem sérstaklega áttu að hafa prédikunar- starfið með höndum. Þar valdi hann að- eins með tiiliti til hæfileika, engu síður leikbræður en presta. Þegar þeir fóru, blessaði hann þá og áminnti föðurlega, en lét þá ekkert hafa með, nema bækur þær, sem þeir þurftu til tíðalestrar. Ræður þær sem Frans hélt við þessi tækifæri, voru mjög persónulegar og báru vott um mikla og djúpa hrifn- ingu. Stundum urðu ræðurnar að ljóðum, sem áheyrendurnir ósjálfrátt lærðu og mundu. Minna þær þá á Davíðssálma eða 13. kap. fyrra Korintubréfsins að formi til. Yfirleitt voru því samfundir þessir aðeins til gagnkvæmrar uppbyggingar og styrktar, því í rauninni þurfti ekki að gera nein ákvæði um málefni reglunnar. Hún átti ekki neitt; bræðurnir ferðuðust um án þess að hafa nokkuð með sér, ann- að en hin lélegu föt sem þeir stóðu í. Fyrir slíka menn og þá stofnun sem þeir þjóna, þarf ekki mörg lög eða ákvæði. Þeir voru eins og fuglar loftsins, sem hvorki sáðu eða skáru upp, og voru jafnáhyggjulausir og þeir. 18*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.