Tjaldbúðin - 01.01.1898, Blaðsíða 10
I.
Myndun Tjaldbúðarsafnaðar.
Frá því fyrsta, að íslenzkur söfnuður myndað-
ist í Winnipeg, hefur mikill meiri hluti Islendinga
hór í bænum staðið fyrir utan þann söfnuð. Og
margir af þessum mönnum er vel kristið og trú-
rækið fólk. Það verður því eigi sagt, að kirkju-
mál Islendinga í Winnipeg hafi gengið eins vel, og
æskilegt heíði verið.
Aðalorsökin til þess hefur verið skortur á nægi-
legri prestsþjónustu í söfnuðinum. Þetta álit kom
meðal annars greinilega fram á kirkjuþingi í Ar-
gyle 1889, eins og tvö nefndarálit frá kirkjuþingi
þessu bera með sjer (“Sam.” lV.,bls.85). En vegna
prestafæðar kirkjufjelagsins var eigi liægt að ráða
bót á þessu. Ejett fyrir nýárið 1892 lagðist sjera
Jón Bjarnason sjúkur, og lá hann meir og minna
þungt haldinn í full tvö ár. Allt árið 1892 veittum
við sjera Friðrik hinum “Fyrsta lúterska söfnuði í
Winnipeg” alla þá prestsþjónustu, er okkur var
unnt. En í febrúar 1893 var mjer afhent eptir-
fylgjandi köllunarbrjef frá söfnuðinum.
“Winnipeg 20. febrúar 1803.
Rev. Hafsteinn Pjetursson, Gruncl, P. O., Man.
Háttvirti kæri vin.
A lögmætum fundi hins ‘ Fyrsta lúterska safnaðar
í Winnipeg,” sem haldinn varí kirkju safnaðarins þann