Tjaldbúðin - 01.01.1898, Blaðsíða 16
II.
By gging T jaldbúðarinnar.
Undir eins eptir fund þennan fór Tjaldbúðar-
söfnuður að safna fje, til þess að koma sjer upp
tjaldbúð. Jeg tók fí móti þeim samskotum og hjelt
reikning Tjaldbúðarinnar. íJað starf hef jeg ávallt
síðan haft á hendi. Sumir safnaðarmenn sýndu við
fjársöfnun þessa frábæran dugnað, t. d. Olafur
Olafsson og margir fleiri, bæði konur og karlar.
Samskot þessi gengu svo vei, að slíkt mun dæma-
fátt, þegar tekið er tillit til þess, hvað söfnuðurinn
þá var fámennur og fátækur. Það voru að eins 1
menn og konur, sem skrifuðu sig í Tjaldbáðarsöfn-
uð á myndunarfundi safnaðarins 1. sept. 1894.
12. sept. 1894 hjelt Tjaldbúðarsöfnuður safn-
aðarfund. Á þeim fundi var samþykkt, að kaupa
eina enska kirkju, er þá var til sölu hjer í bænum,
en þau kaup tókust ekki. Þá voru kosnir fyrstu
•djáknar safnaðarins: Mrs. J. Sigfússon og Mrs. S.
Iiermannsson. Sömuleiðis voru þá og kosnir full-
ti'úar fyrir söfnuðinn : H. Iíalldórsson, forseti, J,
Pálsson, skrifari, Karl Jónsson, fjehirðir, O.Olafsson
og Guðjón Jónsson. Eins og áður er sagt, þá
mynduðu menn Tjaldbúðarsöfnuð í þeirri von, að
jeg yrði prestur hans. Þegar söfnuðurinn var kom-
inn á fastan fót, þá fór iiann að vinna að prestkosn-
ingarmáli sínu. Ilann sendi mjer því eptirfylgj-
andi köllunarbrjef: